Gagnrýni á rannsókn á áhrifum prófkjara svarað Indriði H. Indriðason skrifar 27. nóvember 2013 00:00 Auður Styrkársdóttir, Kjartan Valgarðsson, og Rósa G. Erlingsdóttir gera grein sem ég skrifaði um prófkjör á Íslandi í félagi við Gunnar Helga Kristinsson að umtalsefni í grein á Vísi þann 25. nóvember 2013. Tilgangur greinarinnar var mér nokkuð óljós framan af – þar til að ég áttaði mig á að Samfylkingin í Reykjavík stóð frammi fyrir ákvörðun um hvaða aðferð skyldi notuð við val á framboðslista. Höfundum pistilsins hefur greinilega þótt ein af niðurstöðum okkar óþægileg og því þótt ástæða til að gagnrýna greinina okkar. Við sýnum fram á að þar sem framboðslistar eru valdir með prófkjörum eru litlar vísbendingar um að hlutfall kvenna á framboðslistum sé lægra en þar sem aðrar aðferðir eru notaðar. Að sama skapi er meðalaldur frambjóðenda svipaður eða lægri þar sem prófkjör eru haldin. Niðurstöðurnar eru svipaðar sama hvort horft er á listann í heild sinni eða einungis þann fjölda sæta sem flokkurinn getur vænst að vinna eða hefur raunhæfan möguleika á (sem við skilgreinum sem fjölda sæta sem flokkurinn fékk í síðustu kosningu að tveimum sætum viðbættum). Um niðurstöður okkar segja Auður, Kjartan og Rósa „[v]ið þetta er að athuga að ofannefnd rannsókn leiðir ekki í ljós það sem haldið var fram.” Þessi fullyrðing er ekki studd neinu öðru en staðhæfingu um að konur fái „síður sæti sem eru fyrirfram líkleg til að leiða til þingsætis.“ Vel má vera að það sé rétt en það hefur hinsvegar ekkert með niðurstöður okkur að gera. Greining okkar gefur vísbendingar um að prófkjör hafi jákvæð áhrif á möguleika kvenna til að skipa örugg sæti á framboðslista flokkanna í samanburði við aðrar uppstillingaraðferðir. Auður, Kjartan og Rósa klekja síðan út með hálfhlægilegum skotum um að efnahagskreppan hafi farið framhjá mér og Gunnari Helga og að við höfum gleymt að vitna í þrjú „höfuðrit” um íslensk stjórnmál á síðustu 10-15 árunum. Tvö þessara „höfuðrita” eru skýrslur nefnda tveggja stjórnmálaflokka. Þær eru vissulega áhugaverðar heimildir um þær vangaveltur sem eiga sér stað innan flokkanna. Þær hinsvegar endurspegla einfaldlega vel þekkt áhyggjuefni tengd prófkjörum innan fræðanna – það er einfaldlega ekkert nýtt þar að finna. Það má vel vera að höfundar skýrslnanna kunni að álíta að þeir hafi uppgötvað einhver ný sannindi enda er vart vitnað í heimildir í skýrslunum sem byggja á rannsóknum á prófkjörum hérlendis eða erlendis. Í engri af skýrslunum þremur er að finna rannsókn á prófkjörum sem hafa áhrif á niðurstöður okkar og engin þeirra inniheldur kerfisbundna rannsókn á áhrifum prófkjara. Tilvitnanir í tapsára stjórnmálamenn í leit að skýringum á slæmu gengi flokks síns geta heldur ekki talist áreiðanlegar heimildir.Gagnrýni óskast Þó að mér þyki gagnrýni Auðar, Kjartans og Rósu á rannsókn bæði ómerkileg og illa rökstudd þá ber ekki að skilja það svo að rannsókn okkar sé yfir gagnrýni hafin. Gagnrýni er lykilatriði í hinu vísindalega rannsóknarferli. Gagnrýni þarf hinsvegar að vera uppbyggileg í þeim skilningi að hún auki skilning okkar á því sem rannsakað er. Það má t.d. gera með því að sýna fram á að niðurstöðurnar standist ekki – með því að greina ný eða betri gögn um viðfangsefnið. Þá getur uppbyggileg gagnrýni falist í því að sýna fram á aðferðafræðilega vankanta. Auður, Kjartan og Rósa leggja ekkert slíkt til málanna. Einu gögnin sem þau vísa í er að mun færri konur en karlar bjóða sig fram í prófkjörum. Það er hárrétt – og er áhyggjuefni – en það segir lítið um það hvort prófkjör eru betri eða verri en aðrar leiðir til að stilla upp framboðslistum. Til þess að svara þeirri spurningu þarf að bera þau gögn saman við fjölda kvenna sem sækjast eftir sæti þegar aðrar leiðir eru farnar. Þær upplýsingar er erfitt að finna en þegar framboðslistar flokkanna eru greindir þá sýnir rannsókn okkar að það er lítil ástæða til að ætla að aðrar leiðir gefi betri niðurstöðu hvað þetta varðar og um leið að rót vandans er ekki að finna í prófkjörunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Auður Styrkársdóttir, Kjartan Valgarðsson, og Rósa G. Erlingsdóttir gera grein sem ég skrifaði um prófkjör á Íslandi í félagi við Gunnar Helga Kristinsson að umtalsefni í grein á Vísi þann 25. nóvember 2013. Tilgangur greinarinnar var mér nokkuð óljós framan af – þar til að ég áttaði mig á að Samfylkingin í Reykjavík stóð frammi fyrir ákvörðun um hvaða aðferð skyldi notuð við val á framboðslista. Höfundum pistilsins hefur greinilega þótt ein af niðurstöðum okkar óþægileg og því þótt ástæða til að gagnrýna greinina okkar. Við sýnum fram á að þar sem framboðslistar eru valdir með prófkjörum eru litlar vísbendingar um að hlutfall kvenna á framboðslistum sé lægra en þar sem aðrar aðferðir eru notaðar. Að sama skapi er meðalaldur frambjóðenda svipaður eða lægri þar sem prófkjör eru haldin. Niðurstöðurnar eru svipaðar sama hvort horft er á listann í heild sinni eða einungis þann fjölda sæta sem flokkurinn getur vænst að vinna eða hefur raunhæfan möguleika á (sem við skilgreinum sem fjölda sæta sem flokkurinn fékk í síðustu kosningu að tveimum sætum viðbættum). Um niðurstöður okkar segja Auður, Kjartan og Rósa „[v]ið þetta er að athuga að ofannefnd rannsókn leiðir ekki í ljós það sem haldið var fram.” Þessi fullyrðing er ekki studd neinu öðru en staðhæfingu um að konur fái „síður sæti sem eru fyrirfram líkleg til að leiða til þingsætis.“ Vel má vera að það sé rétt en það hefur hinsvegar ekkert með niðurstöður okkur að gera. Greining okkar gefur vísbendingar um að prófkjör hafi jákvæð áhrif á möguleika kvenna til að skipa örugg sæti á framboðslista flokkanna í samanburði við aðrar uppstillingaraðferðir. Auður, Kjartan og Rósa klekja síðan út með hálfhlægilegum skotum um að efnahagskreppan hafi farið framhjá mér og Gunnari Helga og að við höfum gleymt að vitna í þrjú „höfuðrit” um íslensk stjórnmál á síðustu 10-15 árunum. Tvö þessara „höfuðrita” eru skýrslur nefnda tveggja stjórnmálaflokka. Þær eru vissulega áhugaverðar heimildir um þær vangaveltur sem eiga sér stað innan flokkanna. Þær hinsvegar endurspegla einfaldlega vel þekkt áhyggjuefni tengd prófkjörum innan fræðanna – það er einfaldlega ekkert nýtt þar að finna. Það má vel vera að höfundar skýrslnanna kunni að álíta að þeir hafi uppgötvað einhver ný sannindi enda er vart vitnað í heimildir í skýrslunum sem byggja á rannsóknum á prófkjörum hérlendis eða erlendis. Í engri af skýrslunum þremur er að finna rannsókn á prófkjörum sem hafa áhrif á niðurstöður okkar og engin þeirra inniheldur kerfisbundna rannsókn á áhrifum prófkjara. Tilvitnanir í tapsára stjórnmálamenn í leit að skýringum á slæmu gengi flokks síns geta heldur ekki talist áreiðanlegar heimildir.Gagnrýni óskast Þó að mér þyki gagnrýni Auðar, Kjartans og Rósu á rannsókn bæði ómerkileg og illa rökstudd þá ber ekki að skilja það svo að rannsókn okkar sé yfir gagnrýni hafin. Gagnrýni er lykilatriði í hinu vísindalega rannsóknarferli. Gagnrýni þarf hinsvegar að vera uppbyggileg í þeim skilningi að hún auki skilning okkar á því sem rannsakað er. Það má t.d. gera með því að sýna fram á að niðurstöðurnar standist ekki – með því að greina ný eða betri gögn um viðfangsefnið. Þá getur uppbyggileg gagnrýni falist í því að sýna fram á aðferðafræðilega vankanta. Auður, Kjartan og Rósa leggja ekkert slíkt til málanna. Einu gögnin sem þau vísa í er að mun færri konur en karlar bjóða sig fram í prófkjörum. Það er hárrétt – og er áhyggjuefni – en það segir lítið um það hvort prófkjör eru betri eða verri en aðrar leiðir til að stilla upp framboðslistum. Til þess að svara þeirri spurningu þarf að bera þau gögn saman við fjölda kvenna sem sækjast eftir sæti þegar aðrar leiðir eru farnar. Þær upplýsingar er erfitt að finna en þegar framboðslistar flokkanna eru greindir þá sýnir rannsókn okkar að það er lítil ástæða til að ætla að aðrar leiðir gefi betri niðurstöðu hvað þetta varðar og um leið að rót vandans er ekki að finna í prófkjörunum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun