Gagnrýni á rannsókn á áhrifum prófkjara svarað Indriði H. Indriðason skrifar 27. nóvember 2013 00:00 Auður Styrkársdóttir, Kjartan Valgarðsson, og Rósa G. Erlingsdóttir gera grein sem ég skrifaði um prófkjör á Íslandi í félagi við Gunnar Helga Kristinsson að umtalsefni í grein á Vísi þann 25. nóvember 2013. Tilgangur greinarinnar var mér nokkuð óljós framan af – þar til að ég áttaði mig á að Samfylkingin í Reykjavík stóð frammi fyrir ákvörðun um hvaða aðferð skyldi notuð við val á framboðslista. Höfundum pistilsins hefur greinilega þótt ein af niðurstöðum okkar óþægileg og því þótt ástæða til að gagnrýna greinina okkar. Við sýnum fram á að þar sem framboðslistar eru valdir með prófkjörum eru litlar vísbendingar um að hlutfall kvenna á framboðslistum sé lægra en þar sem aðrar aðferðir eru notaðar. Að sama skapi er meðalaldur frambjóðenda svipaður eða lægri þar sem prófkjör eru haldin. Niðurstöðurnar eru svipaðar sama hvort horft er á listann í heild sinni eða einungis þann fjölda sæta sem flokkurinn getur vænst að vinna eða hefur raunhæfan möguleika á (sem við skilgreinum sem fjölda sæta sem flokkurinn fékk í síðustu kosningu að tveimum sætum viðbættum). Um niðurstöður okkar segja Auður, Kjartan og Rósa „[v]ið þetta er að athuga að ofannefnd rannsókn leiðir ekki í ljós það sem haldið var fram.” Þessi fullyrðing er ekki studd neinu öðru en staðhæfingu um að konur fái „síður sæti sem eru fyrirfram líkleg til að leiða til þingsætis.“ Vel má vera að það sé rétt en það hefur hinsvegar ekkert með niðurstöður okkur að gera. Greining okkar gefur vísbendingar um að prófkjör hafi jákvæð áhrif á möguleika kvenna til að skipa örugg sæti á framboðslista flokkanna í samanburði við aðrar uppstillingaraðferðir. Auður, Kjartan og Rósa klekja síðan út með hálfhlægilegum skotum um að efnahagskreppan hafi farið framhjá mér og Gunnari Helga og að við höfum gleymt að vitna í þrjú „höfuðrit” um íslensk stjórnmál á síðustu 10-15 árunum. Tvö þessara „höfuðrita” eru skýrslur nefnda tveggja stjórnmálaflokka. Þær eru vissulega áhugaverðar heimildir um þær vangaveltur sem eiga sér stað innan flokkanna. Þær hinsvegar endurspegla einfaldlega vel þekkt áhyggjuefni tengd prófkjörum innan fræðanna – það er einfaldlega ekkert nýtt þar að finna. Það má vel vera að höfundar skýrslnanna kunni að álíta að þeir hafi uppgötvað einhver ný sannindi enda er vart vitnað í heimildir í skýrslunum sem byggja á rannsóknum á prófkjörum hérlendis eða erlendis. Í engri af skýrslunum þremur er að finna rannsókn á prófkjörum sem hafa áhrif á niðurstöður okkar og engin þeirra inniheldur kerfisbundna rannsókn á áhrifum prófkjara. Tilvitnanir í tapsára stjórnmálamenn í leit að skýringum á slæmu gengi flokks síns geta heldur ekki talist áreiðanlegar heimildir.Gagnrýni óskast Þó að mér þyki gagnrýni Auðar, Kjartans og Rósu á rannsókn bæði ómerkileg og illa rökstudd þá ber ekki að skilja það svo að rannsókn okkar sé yfir gagnrýni hafin. Gagnrýni er lykilatriði í hinu vísindalega rannsóknarferli. Gagnrýni þarf hinsvegar að vera uppbyggileg í þeim skilningi að hún auki skilning okkar á því sem rannsakað er. Það má t.d. gera með því að sýna fram á að niðurstöðurnar standist ekki – með því að greina ný eða betri gögn um viðfangsefnið. Þá getur uppbyggileg gagnrýni falist í því að sýna fram á aðferðafræðilega vankanta. Auður, Kjartan og Rósa leggja ekkert slíkt til málanna. Einu gögnin sem þau vísa í er að mun færri konur en karlar bjóða sig fram í prófkjörum. Það er hárrétt – og er áhyggjuefni – en það segir lítið um það hvort prófkjör eru betri eða verri en aðrar leiðir til að stilla upp framboðslistum. Til þess að svara þeirri spurningu þarf að bera þau gögn saman við fjölda kvenna sem sækjast eftir sæti þegar aðrar leiðir eru farnar. Þær upplýsingar er erfitt að finna en þegar framboðslistar flokkanna eru greindir þá sýnir rannsókn okkar að það er lítil ástæða til að ætla að aðrar leiðir gefi betri niðurstöðu hvað þetta varðar og um leið að rót vandans er ekki að finna í prófkjörunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Auður Styrkársdóttir, Kjartan Valgarðsson, og Rósa G. Erlingsdóttir gera grein sem ég skrifaði um prófkjör á Íslandi í félagi við Gunnar Helga Kristinsson að umtalsefni í grein á Vísi þann 25. nóvember 2013. Tilgangur greinarinnar var mér nokkuð óljós framan af – þar til að ég áttaði mig á að Samfylkingin í Reykjavík stóð frammi fyrir ákvörðun um hvaða aðferð skyldi notuð við val á framboðslista. Höfundum pistilsins hefur greinilega þótt ein af niðurstöðum okkar óþægileg og því þótt ástæða til að gagnrýna greinina okkar. Við sýnum fram á að þar sem framboðslistar eru valdir með prófkjörum eru litlar vísbendingar um að hlutfall kvenna á framboðslistum sé lægra en þar sem aðrar aðferðir eru notaðar. Að sama skapi er meðalaldur frambjóðenda svipaður eða lægri þar sem prófkjör eru haldin. Niðurstöðurnar eru svipaðar sama hvort horft er á listann í heild sinni eða einungis þann fjölda sæta sem flokkurinn getur vænst að vinna eða hefur raunhæfan möguleika á (sem við skilgreinum sem fjölda sæta sem flokkurinn fékk í síðustu kosningu að tveimum sætum viðbættum). Um niðurstöður okkar segja Auður, Kjartan og Rósa „[v]ið þetta er að athuga að ofannefnd rannsókn leiðir ekki í ljós það sem haldið var fram.” Þessi fullyrðing er ekki studd neinu öðru en staðhæfingu um að konur fái „síður sæti sem eru fyrirfram líkleg til að leiða til þingsætis.“ Vel má vera að það sé rétt en það hefur hinsvegar ekkert með niðurstöður okkur að gera. Greining okkar gefur vísbendingar um að prófkjör hafi jákvæð áhrif á möguleika kvenna til að skipa örugg sæti á framboðslista flokkanna í samanburði við aðrar uppstillingaraðferðir. Auður, Kjartan og Rósa klekja síðan út með hálfhlægilegum skotum um að efnahagskreppan hafi farið framhjá mér og Gunnari Helga og að við höfum gleymt að vitna í þrjú „höfuðrit” um íslensk stjórnmál á síðustu 10-15 árunum. Tvö þessara „höfuðrita” eru skýrslur nefnda tveggja stjórnmálaflokka. Þær eru vissulega áhugaverðar heimildir um þær vangaveltur sem eiga sér stað innan flokkanna. Þær hinsvegar endurspegla einfaldlega vel þekkt áhyggjuefni tengd prófkjörum innan fræðanna – það er einfaldlega ekkert nýtt þar að finna. Það má vel vera að höfundar skýrslnanna kunni að álíta að þeir hafi uppgötvað einhver ný sannindi enda er vart vitnað í heimildir í skýrslunum sem byggja á rannsóknum á prófkjörum hérlendis eða erlendis. Í engri af skýrslunum þremur er að finna rannsókn á prófkjörum sem hafa áhrif á niðurstöður okkar og engin þeirra inniheldur kerfisbundna rannsókn á áhrifum prófkjara. Tilvitnanir í tapsára stjórnmálamenn í leit að skýringum á slæmu gengi flokks síns geta heldur ekki talist áreiðanlegar heimildir.Gagnrýni óskast Þó að mér þyki gagnrýni Auðar, Kjartans og Rósu á rannsókn bæði ómerkileg og illa rökstudd þá ber ekki að skilja það svo að rannsókn okkar sé yfir gagnrýni hafin. Gagnrýni er lykilatriði í hinu vísindalega rannsóknarferli. Gagnrýni þarf hinsvegar að vera uppbyggileg í þeim skilningi að hún auki skilning okkar á því sem rannsakað er. Það má t.d. gera með því að sýna fram á að niðurstöðurnar standist ekki – með því að greina ný eða betri gögn um viðfangsefnið. Þá getur uppbyggileg gagnrýni falist í því að sýna fram á aðferðafræðilega vankanta. Auður, Kjartan og Rósa leggja ekkert slíkt til málanna. Einu gögnin sem þau vísa í er að mun færri konur en karlar bjóða sig fram í prófkjörum. Það er hárrétt – og er áhyggjuefni – en það segir lítið um það hvort prófkjör eru betri eða verri en aðrar leiðir til að stilla upp framboðslistum. Til þess að svara þeirri spurningu þarf að bera þau gögn saman við fjölda kvenna sem sækjast eftir sæti þegar aðrar leiðir eru farnar. Þær upplýsingar er erfitt að finna en þegar framboðslistar flokkanna eru greindir þá sýnir rannsókn okkar að það er lítil ástæða til að ætla að aðrar leiðir gefi betri niðurstöðu hvað þetta varðar og um leið að rót vandans er ekki að finna í prófkjörunum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun