Svanasöngur Mercedes Benz SLS AMG Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2013 12:45 Mercedes Benz SLS AMG Aðeins fjórum árum eftir að Mercedes Benz SLS AMG kom á markað með sínar vængjahurðir hefur Benz ákveðið að hætta framleiðslu hans. Mercedes Benz ætlar þó að enda framleiðslu bílsins með stæl og bjóða 350 númeraða bíla sem verða sérstaklega útbúnir. Mercedes Benz SLS AMG er í raun alger ofurbíll með sína 591 hestafla 6,2 lítra V8 vél og leit er að bíl með lengra húdd en hann. Ekki liggur alveg ljóst fyrir af hverju Mercedes Benz er að hætta framleiðslu þessa flaggskips fyrirtækisins, en leitt hefur verið líkum að því að hann kosti of mikið í framleiðslu, hann mengi of mikið og standist því ekki þær mengunarkröfur sem þýskum bílaframleiðendum eru settar, eða að Mercedes Benz hagnist bara ekkert á sölu hans. Hver svo sem skýringin er munu bílaáhugamenn sakna hans, en nú er bara að drífa sig fyrir þá sem efni hafa á að krækja sér í eitt af síðustu eintökum hans. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Aðeins fjórum árum eftir að Mercedes Benz SLS AMG kom á markað með sínar vængjahurðir hefur Benz ákveðið að hætta framleiðslu hans. Mercedes Benz ætlar þó að enda framleiðslu bílsins með stæl og bjóða 350 númeraða bíla sem verða sérstaklega útbúnir. Mercedes Benz SLS AMG er í raun alger ofurbíll með sína 591 hestafla 6,2 lítra V8 vél og leit er að bíl með lengra húdd en hann. Ekki liggur alveg ljóst fyrir af hverju Mercedes Benz er að hætta framleiðslu þessa flaggskips fyrirtækisins, en leitt hefur verið líkum að því að hann kosti of mikið í framleiðslu, hann mengi of mikið og standist því ekki þær mengunarkröfur sem þýskum bílaframleiðendum eru settar, eða að Mercedes Benz hagnist bara ekkert á sölu hans. Hver svo sem skýringin er munu bílaáhugamenn sakna hans, en nú er bara að drífa sig fyrir þá sem efni hafa á að krækja sér í eitt af síðustu eintökum hans.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent