Innlent

Vann 48 milljónir í lottói kvöldsins

Einn var með allar tölurnar réttar í lottó kvöldsins og hlaut rúmar 48 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var seldur í áskrift að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Einn fékk bónusvinninginn í sinn hlut sem var 633 þúsund krónur. Miðinn var einnig keyptur í áskrift. Þá hlutu tveir Jókervinning upp á 100 þúsund krónur. Miðarnir voru seldir í JOlla í Hafnarfirði og Olís við Gullinbrú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×