Trúfrelsisstefna Siðmenntar Gunnar Jóhannesson skrifar 25. júní 2013 06:00 Ég óska Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi, til hamingju með þann áfanga að fá fyrst lífsskoðunarfélaga formlega skráningu innanríkisráðuneytisins sem slíkt. Með því er brúað bil á milli lífsskoðunarfélaga og trúfélaga, staða þeirra er jöfnuð til muna, og var sú bragarbót tímabær. Siðmennt hlýtur aukin réttindi sem skráð lífsskoðunarfélag, þar á meðal hlutdeild í tekjuskatti sem fram til þessa hefur runnið til trúfélaga í samræmi við meðlimafjölda, svokölluð sóknargjöld. Athafnir á vegum Siðmenntar fá einnig lögformlegt gildi, þar sem við á. Í tilefni af skráningu félagsins sem lífsskoðunarfélag áréttaði Sigurður Hólm Gunnarsson (www.visir.is, 7. maí) að stefna þess í trúfrelsismálum væri „skýr og óbreytt“ og vitnaði í stefnuskrá félagsins: „Siðmennt lítur svo á að sannfæringarfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi teljist til almennra lýðréttinda. Þau skuli ná til allra og þau megi hvorki afnema né skerða undir neinum kringumstæðum. Félagið telur að hið opinbera (ríkið, stjórnkerfið, þingið, dómskerfið, mennta- og heilbrigðiskerfið) eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum og án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga.“Mótsagnakennd stefna Þessi yfirlýsing Siðmenntar er umhugsunarverð! Hvað fyrrnefnda atriðið varðar skal tekið undir það og enn frekar í ljósi kristinnar trúar. Ekki ber að setja frelsi fólks til skoðana, hugsunar og tjáningar skorður, að svo miklu leyti sem það sé ekki til skaða. Í raun má segja að hér sé um að ræða samfélagslega tjáningu þeirrar sömu virðingar og umhyggju fyrir einstaklingnum og kveðið er á um í tvöfalda kærleiksboðorðinu (Mk 12.30-31) þar sem við erum hvött til að elska náunga okkar eins og okkur sjálf. Það ætti að vera öllum keppikefli að tryggja samfélagslega umgjörð sem gerir fólki kleift að ræða tæpitungulaust kosti og galla ólíkra skoðana og sjónarhorna til lífsins og tilverunnar öllum til hagsbóta. Slíkt markmið virðist þó falla illa að seinna atriðinu í yfirlýsingu Siðmenntar því einkennilegt er að standa vörð um og leggja áherslu á skilyrðislausan rétt fólks til trúar en binda trú því næst á bás einkalífsins. Með því er trúfrelsinu settar skorður og það takmarkað. Þetta jafngildir því að segja að fólki sé frjálst að iðka frelsi sitt til trúar en einungis innan þeirra marka sem því eru sett.Siðrænn húmanismi er lífsskoðun Burtséð frá því hljótum við að spyrja hvort sú krafa að „hið opinbera…starf[i] eftir veraldlegum leikreglum og án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga“ sé runnin af rótum tiltekinnar lífsskoðunar? Að sjálfsögðu er hún það! Henni er teflt hér fram á kostnað annarra lífsskoðana. Staðreyndin er sú að allir lifa í ljósi tiltekinnar lífsskoðunar – hvort sem hún grundvallast á þeirri trú að Guð sé til eða þeirri trú að Guð sé ekki til – og túlka upplifun sína og reynslu af lífinu í ljósi hennar. Siðmennt byggir starfsemi sína og stefnu á siðrænum húmanisma sem er veraldleg lífsskoðun eins og tíundað er í stefnuskrá félagsins. Það er athyglisvert að á grundvelli þeirrar lífsskoðunar telur Siðmennt að hið opinbera svið eigi að mótast af „veraldlegum leikreglum“ en „án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga“. Það er erfitt að komast hjá því að álykta að krafa Siðmenntar sé í raun sú að hið opinbera svið eigi eingöngu að bera vitni um þá veraldlegu lífsskoðun sem félagið sjálft stendur vörð um, að þar sé að finna hlutlaust viðmið sem allir skuli sammælast um. Það sem í raun skal svífa yfir vötnum samfélagsins er fyrst og fremst hin þögla ásjóna veraldarhyggjunnar, guðleysis og/eða efahyggju. Hið trúarlega skal ekki fá neitt rými. Steypa skal samfélagið í það mót sem fellur best að „okkar“ viðhorfum. Þessu er haldið fram í kjölfar þeirrar ítrekunar að „sannfæringarfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi teljist til almennra lýðréttinda“ sem „megi ekki skerða undir neinum kringumstæðum“.Umburðarlyndi, jafnrétti og trúfrelsi hverra? Það hefur verið kallað eftir því að fólk skrái sig í Siðmennt í nafni umburðarlyndis, jafnréttis og trúfrelsis. Það er öllum frjálst að gera. En er það samfélag, sem lágmarkar eða útilokar opinberan sýnileika trúar, eins og Siðmennt kallar eftir, hlutlaust samfélag með umburðarlyndi, jafnrétti og trúfrelsi að leiðarljósi? Nei! Að mínu viti er það einfaldlega samfélag sem lágmarkar opinberan sýnileika trúar og ber þess í stað óhjákvæmilega vitni um veraldlega lífsskoðun hvort sem það er yfirlýst ætlun þess eða ekki. Veraldleg lífsskoðun er síður en svo hlutlaus. Í ljósi þess að krafa Siðmenntar er að hið opinbera svið sé ósnortið af einstaka lífsskoðunum á það vitanlega einnig við um þá lífsskoðun sem Siðmennt byggir starfsemi sína og kröfur á. Siðrænir húmanistar geta ekki undanskilið eigin lífsskoðun hvað það varðar. Að öðrum kosti eru þeir í mótsögn við sjálfa sig. Að segja að opinberlega skuli samfélagið vera veraldlegt í eðli sínu en óháð lífsskoðunum er merkingarleysa – rétt eins og það samfélag sem ekki endurspeglar lífsskoðanir þeirra sem byggja það – og sýnir að krafa Siðmenntar fellur um sig sjálfa. Í henni felst í raun að Siðmennt hefur engan rétt til að krefjast þess að kristin trú, svo dæmi sé tekið, verði útilokuð frá hinu opinbera sviði. Krafa Siðmenntar reynist merkingarlaus hvort sem á hana er fallist eða ekki. Á hvorn veginn sem er á veraldleg heimsskoðun – eða „leikreglur“, eins og það er orðað – ekkert sérstakt tilkall til hins opinbera sviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ég óska Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi, til hamingju með þann áfanga að fá fyrst lífsskoðunarfélaga formlega skráningu innanríkisráðuneytisins sem slíkt. Með því er brúað bil á milli lífsskoðunarfélaga og trúfélaga, staða þeirra er jöfnuð til muna, og var sú bragarbót tímabær. Siðmennt hlýtur aukin réttindi sem skráð lífsskoðunarfélag, þar á meðal hlutdeild í tekjuskatti sem fram til þessa hefur runnið til trúfélaga í samræmi við meðlimafjölda, svokölluð sóknargjöld. Athafnir á vegum Siðmenntar fá einnig lögformlegt gildi, þar sem við á. Í tilefni af skráningu félagsins sem lífsskoðunarfélag áréttaði Sigurður Hólm Gunnarsson (www.visir.is, 7. maí) að stefna þess í trúfrelsismálum væri „skýr og óbreytt“ og vitnaði í stefnuskrá félagsins: „Siðmennt lítur svo á að sannfæringarfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi teljist til almennra lýðréttinda. Þau skuli ná til allra og þau megi hvorki afnema né skerða undir neinum kringumstæðum. Félagið telur að hið opinbera (ríkið, stjórnkerfið, þingið, dómskerfið, mennta- og heilbrigðiskerfið) eigi að starfa eftir veraldlegum leikreglum og án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga.“Mótsagnakennd stefna Þessi yfirlýsing Siðmenntar er umhugsunarverð! Hvað fyrrnefnda atriðið varðar skal tekið undir það og enn frekar í ljósi kristinnar trúar. Ekki ber að setja frelsi fólks til skoðana, hugsunar og tjáningar skorður, að svo miklu leyti sem það sé ekki til skaða. Í raun má segja að hér sé um að ræða samfélagslega tjáningu þeirrar sömu virðingar og umhyggju fyrir einstaklingnum og kveðið er á um í tvöfalda kærleiksboðorðinu (Mk 12.30-31) þar sem við erum hvött til að elska náunga okkar eins og okkur sjálf. Það ætti að vera öllum keppikefli að tryggja samfélagslega umgjörð sem gerir fólki kleift að ræða tæpitungulaust kosti og galla ólíkra skoðana og sjónarhorna til lífsins og tilverunnar öllum til hagsbóta. Slíkt markmið virðist þó falla illa að seinna atriðinu í yfirlýsingu Siðmenntar því einkennilegt er að standa vörð um og leggja áherslu á skilyrðislausan rétt fólks til trúar en binda trú því næst á bás einkalífsins. Með því er trúfrelsinu settar skorður og það takmarkað. Þetta jafngildir því að segja að fólki sé frjálst að iðka frelsi sitt til trúar en einungis innan þeirra marka sem því eru sett.Siðrænn húmanismi er lífsskoðun Burtséð frá því hljótum við að spyrja hvort sú krafa að „hið opinbera…starf[i] eftir veraldlegum leikreglum og án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga“ sé runnin af rótum tiltekinnar lífsskoðunar? Að sjálfsögðu er hún það! Henni er teflt hér fram á kostnað annarra lífsskoðana. Staðreyndin er sú að allir lifa í ljósi tiltekinnar lífsskoðunar – hvort sem hún grundvallast á þeirri trú að Guð sé til eða þeirri trú að Guð sé ekki til – og túlka upplifun sína og reynslu af lífinu í ljósi hennar. Siðmennt byggir starfsemi sína og stefnu á siðrænum húmanisma sem er veraldleg lífsskoðun eins og tíundað er í stefnuskrá félagsins. Það er athyglisvert að á grundvelli þeirrar lífsskoðunar telur Siðmennt að hið opinbera svið eigi að mótast af „veraldlegum leikreglum“ en „án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga“. Það er erfitt að komast hjá því að álykta að krafa Siðmenntar sé í raun sú að hið opinbera svið eigi eingöngu að bera vitni um þá veraldlegu lífsskoðun sem félagið sjálft stendur vörð um, að þar sé að finna hlutlaust viðmið sem allir skuli sammælast um. Það sem í raun skal svífa yfir vötnum samfélagsins er fyrst og fremst hin þögla ásjóna veraldarhyggjunnar, guðleysis og/eða efahyggju. Hið trúarlega skal ekki fá neitt rými. Steypa skal samfélagið í það mót sem fellur best að „okkar“ viðhorfum. Þessu er haldið fram í kjölfar þeirrar ítrekunar að „sannfæringarfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi teljist til almennra lýðréttinda“ sem „megi ekki skerða undir neinum kringumstæðum“.Umburðarlyndi, jafnrétti og trúfrelsi hverra? Það hefur verið kallað eftir því að fólk skrái sig í Siðmennt í nafni umburðarlyndis, jafnréttis og trúfrelsis. Það er öllum frjálst að gera. En er það samfélag, sem lágmarkar eða útilokar opinberan sýnileika trúar, eins og Siðmennt kallar eftir, hlutlaust samfélag með umburðarlyndi, jafnrétti og trúfrelsi að leiðarljósi? Nei! Að mínu viti er það einfaldlega samfélag sem lágmarkar opinberan sýnileika trúar og ber þess í stað óhjákvæmilega vitni um veraldlega lífsskoðun hvort sem það er yfirlýst ætlun þess eða ekki. Veraldleg lífsskoðun er síður en svo hlutlaus. Í ljósi þess að krafa Siðmenntar er að hið opinbera svið sé ósnortið af einstaka lífsskoðunum á það vitanlega einnig við um þá lífsskoðun sem Siðmennt byggir starfsemi sína og kröfur á. Siðrænir húmanistar geta ekki undanskilið eigin lífsskoðun hvað það varðar. Að öðrum kosti eru þeir í mótsögn við sjálfa sig. Að segja að opinberlega skuli samfélagið vera veraldlegt í eðli sínu en óháð lífsskoðunum er merkingarleysa – rétt eins og það samfélag sem ekki endurspeglar lífsskoðanir þeirra sem byggja það – og sýnir að krafa Siðmenntar fellur um sig sjálfa. Í henni felst í raun að Siðmennt hefur engan rétt til að krefjast þess að kristin trú, svo dæmi sé tekið, verði útilokuð frá hinu opinbera sviði. Krafa Siðmenntar reynist merkingarlaus hvort sem á hana er fallist eða ekki. Á hvorn veginn sem er á veraldleg heimsskoðun – eða „leikreglur“, eins og það er orðað – ekkert sérstakt tilkall til hins opinbera sviðs.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun