VW Passat slær sparakstursmet Finnur Thorlacius skrifar 25. júní 2013 10:28 Wayne Gerdes, væntanlega þreyttur eftir aksturinn Ökumanninum Wayne Gerdes tókst að fara gegnum 48 fylki Bandaríkjanna á Volkswagen Passat TDI dísilbíl með meðaleyðsluna 3,03 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Fyrra met í þessum langa akstri, sem teygir sig 13.070 kílómetra, var 3,48 lítrar. Gerdes þessi á ein 100 sparakstursmet að baki og virðist því gera fátt annað en sérhæfa sig í sparakstri, en með þessum líka fína árangri. Aksturinn hjá Gerdes tók að þessu sinni 17 daga og því ók hann 769 kílómetra á dag og verður það að teljast til mikils dugnaðar, en fáir fengjust til þess hérlendis að aka lengri vegalengd en frá Reykjavík til Egilsstaða á hverjum degi í 17 daga. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent
Ökumanninum Wayne Gerdes tókst að fara gegnum 48 fylki Bandaríkjanna á Volkswagen Passat TDI dísilbíl með meðaleyðsluna 3,03 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Fyrra met í þessum langa akstri, sem teygir sig 13.070 kílómetra, var 3,48 lítrar. Gerdes þessi á ein 100 sparakstursmet að baki og virðist því gera fátt annað en sérhæfa sig í sparakstri, en með þessum líka fína árangri. Aksturinn hjá Gerdes tók að þessu sinni 17 daga og því ók hann 769 kílómetra á dag og verður það að teljast til mikils dugnaðar, en fáir fengjust til þess hérlendis að aka lengri vegalengd en frá Reykjavík til Egilsstaða á hverjum degi í 17 daga.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent