VW Passat slær sparakstursmet Finnur Thorlacius skrifar 25. júní 2013 10:28 Wayne Gerdes, væntanlega þreyttur eftir aksturinn Ökumanninum Wayne Gerdes tókst að fara gegnum 48 fylki Bandaríkjanna á Volkswagen Passat TDI dísilbíl með meðaleyðsluna 3,03 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Fyrra met í þessum langa akstri, sem teygir sig 13.070 kílómetra, var 3,48 lítrar. Gerdes þessi á ein 100 sparakstursmet að baki og virðist því gera fátt annað en sérhæfa sig í sparakstri, en með þessum líka fína árangri. Aksturinn hjá Gerdes tók að þessu sinni 17 daga og því ók hann 769 kílómetra á dag og verður það að teljast til mikils dugnaðar, en fáir fengjust til þess hérlendis að aka lengri vegalengd en frá Reykjavík til Egilsstaða á hverjum degi í 17 daga. Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent
Ökumanninum Wayne Gerdes tókst að fara gegnum 48 fylki Bandaríkjanna á Volkswagen Passat TDI dísilbíl með meðaleyðsluna 3,03 lítrar á hverja hundrað kílómetra. Fyrra met í þessum langa akstri, sem teygir sig 13.070 kílómetra, var 3,48 lítrar. Gerdes þessi á ein 100 sparakstursmet að baki og virðist því gera fátt annað en sérhæfa sig í sparakstri, en með þessum líka fína árangri. Aksturinn hjá Gerdes tók að þessu sinni 17 daga og því ók hann 769 kílómetra á dag og verður það að teljast til mikils dugnaðar, en fáir fengjust til þess hérlendis að aka lengri vegalengd en frá Reykjavík til Egilsstaða á hverjum degi í 17 daga.
Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent