Þó svo Tiger Woods sé ekkert sérstaklega líklegur til afreka á Opna breska meistaramótinu í golfi þá er hann sigurstranglegastur hjá veðbönkum.
Tiger var slakur á síðasta risamóti, hann er meiddur núna og hefur aðeins verið á topp 5 á risamóti þrisvar sinnum í síðustu tíu mótum.
Almenningur missir samt aldrei trúna og veðbankar virðast ekki gera það heldur.
Næstir á eftir Tiger eru Rory McIlroy, Adam Scott og Justin Rose.
