Lífið

Nasty Gal malar gull

Flottar myndir skipta öllu máli
Flottar myndir skipta öllu máli
Frumkvöðullinn og eigandi netverslunarinnar Nasty Gal, Sophia Amoruso, er stödd í New York þessa dagana þar sem hún kynnir nýjustu „Ready to Wear“-línu Nasty Gal.

Árið 2012 var mjög gott hjá tískuveldinu, en það halaði inn hvorki meira né minna en 20 milljörðum íslenskra króna fyrir sölu á fatnaði og fylgihlutum.

Tískuveldið Nasty Gal hefur heldur betur slegið í gegn en verslunin leggur áherslu á klæðnað og fylgihluti fyrir konur á aldrinum 15-35 ára.

Amoruso sagði nýlegu frá því í viðtali við Style.com að velgengni fyrirtækisins væri meðal annars vegna þess hversu mikla áherslu hún leggur á ljósmyndirnar.

Mikil vinna fer í að mynda fötin á síðunni og hver flík er mynduð í bak og fyrir. Hún segir að myndirnar séu unnar af mikilli ást og nákvæmni, sem er lykilatriði ef þú ætlar að vera með    fataverslun á netinu.

Amoruso hélt því einnig fram að það skipti miklu máli að vera með föt sem standa upp úr og eru öðruvísi þar sem þeim er frekar veitt eftirtekt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.