Segja dómarann hafa átt að grípa strax inn í Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2013 16:01 Frá sveitakeppninni um helgina. Mynd/Heimasíða GKG „Af fréttaflutningi af úrslitum sveitakeppni kvenna má ætla að GKG hafi beðið með kæru vegna reglugerðarbrots Þórdísar Geirsdóttur þar til bráðabana hennar og Særósar Evu Óskarsdóttur var lokið. Það er rangt." Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í dag. Tilefnið er úrslitin í sveitakeppni kvenna í gær þar sem GKG hafði betur í úrslitum gegn Keiliskonum eftir dómsúrskurð.Líkt og greint var frá á Vísi í gær fór viðureignin í gær í bráðabana. Þar taldi liðsstjóri GKG, Gunnar Jónsson, að Þórdís Geirsdóttir hjá Keili hefði gerst sek um reglugerðarbrot þegar hún leitaði álits hjá liðsfélaga fyrir högg á annarri holu í bráðabananum.Guðrún Brá Björgvinsdóttir, liðsmaður Keilis, sagði sína upplifun af málinu í samtali við Vísi í dag. „Ég vil að sjálfsögðu ekki vera með nein leiðindi og við brutum vissulega reglur. Þetta stendur skýrt í keppnisskilmálanum en þessi íþrótt gengur samt sem áður út á heiðarleika og mér fannst þessi hegðun bara mjög óíþróttamannsleg og ég var bara í smá sjokki í gær,“ var meðal þess sem Guðrún Brá sagði. Forsvarsmenn GKG eru ekki sáttir við ummæli á borð við þau sem höfð voru eftir Guðrúnu Brá. Telja þeir að að draga megi ranglega þá ályktun að beðið hafi verið með að kæra brotið þar til að bráðabananum loknum. „Liðsstjóri GKG, Gunnar Jónsson fór strax að kanna málið þegar Þórdís sótti sér aðstoð á annarri holu og talaði síðan við dómara við þriðju holu. Dómarinn var ekki viss í sinni sök en kom til Gunnars á fjórðu holu og sagði þetta óheimilt," segir í yfirlýsingunni. „Þegar Þórdís bað aftur um ráð á fjórðu holu, áður en hún tók annað höggið sitt og þremur höggum áður en hún kláraði holuna, brást Gunnar strax við og krafðist formlegra svara frá dómaranum. Í framhaldinu og einnig áður en Þórdís lauk gerði hann liðsstjóra Keilis grein fyrir kröfunni." Forsvarsmenn GKG eru ekki sáttir við framgöngu dómarans í málinu og segja sökina hans. „Dómarinn gerði það versta í stöðunni, lét leikinn halda áfram í stað þess að stöðva hann og úrskurða í málinu. Þetta er kjarni málsins, hefði dómarinn gripið strax inn í atburðarásina þá hefði leikurinn ekki klárast og framhaldið hefði þar af leiðandi verið með öðrum hætti." Golf Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Sjá meira
„Af fréttaflutningi af úrslitum sveitakeppni kvenna má ætla að GKG hafi beðið með kæru vegna reglugerðarbrots Þórdísar Geirsdóttur þar til bráðabana hennar og Særósar Evu Óskarsdóttur var lokið. Það er rangt." Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í dag. Tilefnið er úrslitin í sveitakeppni kvenna í gær þar sem GKG hafði betur í úrslitum gegn Keiliskonum eftir dómsúrskurð.Líkt og greint var frá á Vísi í gær fór viðureignin í gær í bráðabana. Þar taldi liðsstjóri GKG, Gunnar Jónsson, að Þórdís Geirsdóttir hjá Keili hefði gerst sek um reglugerðarbrot þegar hún leitaði álits hjá liðsfélaga fyrir högg á annarri holu í bráðabananum.Guðrún Brá Björgvinsdóttir, liðsmaður Keilis, sagði sína upplifun af málinu í samtali við Vísi í dag. „Ég vil að sjálfsögðu ekki vera með nein leiðindi og við brutum vissulega reglur. Þetta stendur skýrt í keppnisskilmálanum en þessi íþrótt gengur samt sem áður út á heiðarleika og mér fannst þessi hegðun bara mjög óíþróttamannsleg og ég var bara í smá sjokki í gær,“ var meðal þess sem Guðrún Brá sagði. Forsvarsmenn GKG eru ekki sáttir við ummæli á borð við þau sem höfð voru eftir Guðrúnu Brá. Telja þeir að að draga megi ranglega þá ályktun að beðið hafi verið með að kæra brotið þar til að bráðabananum loknum. „Liðsstjóri GKG, Gunnar Jónsson fór strax að kanna málið þegar Þórdís sótti sér aðstoð á annarri holu og talaði síðan við dómara við þriðju holu. Dómarinn var ekki viss í sinni sök en kom til Gunnars á fjórðu holu og sagði þetta óheimilt," segir í yfirlýsingunni. „Þegar Þórdís bað aftur um ráð á fjórðu holu, áður en hún tók annað höggið sitt og þremur höggum áður en hún kláraði holuna, brást Gunnar strax við og krafðist formlegra svara frá dómaranum. Í framhaldinu og einnig áður en Þórdís lauk gerði hann liðsstjóra Keilis grein fyrir kröfunni." Forsvarsmenn GKG eru ekki sáttir við framgöngu dómarans í málinu og segja sökina hans. „Dómarinn gerði það versta í stöðunni, lét leikinn halda áfram í stað þess að stöðva hann og úrskurða í málinu. Þetta er kjarni málsins, hefði dómarinn gripið strax inn í atburðarásina þá hefði leikurinn ekki klárast og framhaldið hefði þar af leiðandi verið með öðrum hætti."
Golf Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Sjá meira