Spurningin um krónuna Þórarinn G. Pétursson skrifar 2. mars 2013 06:00 Aukinn agi í hagstjórn er algengt viðkvæði í opinberri umræðu um þessar mundir enda krafan um að hemja verðbólgu og draga úr hagsveiflum hávær. Vitundarvakningu um nauðsyn aukins aga ber að fagna og er hún vonandi vísir að umbótum á þessu sviði, enda gæti öguð hagstjórn orðið ein mesta búbót fyrir íslensk heimili og fyrirtæki ef vel tekst til í þessum efnum. Umræðan nú í aðdraganda komandi kosninga gefur hins vegar tilefni til hóflegrar bjartsýni, enda virðast fáir tilbúnir til að útlista hvað nákvæmlega er átt við með auknum hagstjórnaraga. Hófleg bjartsýni virðist einnig viðeigandi þegar horft er til umræðunnar um peningastefnuna, þar sem fáir virðast í raun reiðubúnir til að stíga þau skref sem þörf er á til þess að ná verðbólgunni varanlega niður. Í kjölfar viðamikillar úttektar Seðlabanka Íslands á valkostum Íslendinga í gjaldmiðils- og gengismálum (sjá Sérrit nr. 7 og almenna samantekt á niðurstöðum hennar í 38. og 39. tölublaði Vísbendingar, september 2012) hafa sumir jafnframt sett ákall um aukinn aga í hagstjórn í samhengi við spurninguna um heppilegasta fyrirkomulag gjaldmiðlamála hér á landi og virðast telja að með bættri hagstjórn verði umræðan um aðild að stærra myntsvæði í raun óþörf. Bætt hagstjórn mun hins vegar ekki leysa öll þau vandamál sem tengjast sjálfstæðum gjaldmiðli á litlu myntsvæði. Enn verður það áleitin spurning hvort heppilegt sé fyrir land með jafn lítinn þjóðarbúskap og Ísland að hafa eigin gjaldmiðil. Helstu ástæður þess verða raktar hér á eftir.Margvíslegur kostnaður Eins og rakið er í skýrslu Seðlabankans fylgir því ýmis beinn og óbeinn kostnaður að hafa eigin gjaldmiðil, sérstaklega í litlu opnu hagkerfi. Þar má t.d. nefna að beinn kostnaður af því að þurfa að skipta úr einum gjaldmiðli í annan í milliríkjaviðskiptum gæti numið um 5-15 ma.kr. á hverju ári eða allt að rúmlega tíunda hluta vöru- og þjónustuafgangs síðasta árs. Er þá þjóðhagslegur kostnaður sem fylgir því að erfiðara er að nýta hagkvæmni stærðarinnar á litlu myntsvæði, t.d. við rekstur eigin greiðslumiðlunar, ekki tekinn með í reikninginn. Íslenskt fjármálakerfi er jafnframt ákaflega smátt og dýrt í rekstri. Markaðsaðilar eru fáir, velta er tiltölulega lítil og kostnaður við að stunda viðskipti er hlutfallslega hár. Þannig eru t.d. einungis þrír markaðsaðilar á gjaldeyrismarkaði og mismunur kaup- og sölutilboða (hefðbundinn mælikvarði á skilvirkni markaða) u.þ.b. tvö- til þrefalt hærri en meðal annarra þróaðra ríkja. Þetta endurspeglast í meiri gengissveiflum hér á landi og hærri innlendum vöxtum. Rannsóknir sem birtar eru í skýrslu bankans gefa þannig til kynna að álag á innlenda raunvexti gæti lækkað um 1½ prósentu við það að verða hluti af stærra myntsvæði. Það gæti að öðru óbreyttu leitt til þess að innlendur fjármagnsstofn stækkaði og landsframleiðsla á mann hækkaði varanlega um 2%. Gengissveiflur geta verið hluti af eðlilegri aðlögun hlutfallslegs verðs í kjölfar efnahagssveiflna (t.d. þegar gengi krónunnar lækkar í kjölfar efnahagsáfalls). Þær eru því ekki endilega skaðlegar í sjálfu sér og jafnvel æskilegar að því leyti sem þær endurspegla breytingar í efnahagslegum skilyrðum. Sveiflur í gengi krónunnar virðast hins vegar vera meiri en skýra má með breytingum í efnahagslegum skilyrðum þjóðarbúsins og virðast að stórum hluta sjálfsprottnar, eins og rakið er í skýrslu bankans. Slíkar sveiflur eru til þess fallnar að kynda undir óstöðugleika í stað þess að auðvelda aðlögun þjóðarbúsins að efnahagsskellum. Það sem meira er, þá benda rannsóknir til þess að slíkar gengissveiflur geri fyrirtækjum, sérstaklega litlum og meðalstórum, erfiðara um vik að hasla sér völl á alþjóðlegum mörkuðum, t.d. þar sem langur aðdragandi er að slíku aðgengi sem krefst fjárfestingar og markaðsstarfsemi sem miklar gengissveiflur geta fyrr en varir kippt grundvellinum undan. Þetta skiptir máli í litlum þjóðarbúskap eins og þeim íslenska þar sem smæð heimamarkaðarins setur stærðarhagkvæmni í framleiðslu, rekstri og markaðsstarfsemi þröngar skorður sem þátttaka í alþjóðaviðskiptum getur aflétt. Nýleg skýrsla McKinseys bendir einmitt á tiltölulega lágt framleiðnistig sem einn helsta dragbít efnahagsframfara hér á landi. Aðrar rannsóknir benda til þess að eigin gjaldmiðill geti virkað sem hindrun á innflæði beinnar erlendrar fjárfestingar. Þær sýna t.d. að í kjölfar upptöku evrunnar hafi bein erlend fjárfesting á milli evruríkjanna aukist um 30%, samrunum fyrirtækja þvert á landamæri evrusvæðisins fjölgað og fleiri alþjóðleg fyrirtæki valið að nota evrusvæðið sem starfsstöð sína. Aðild að stærra myntsvæði virðist einnig leiða til aukinna viðskipta við önnur lönd. Í skýrslu bankans er fjallað um fjölda rannsókna sem benda til þess að aðild að evrusvæðinu hafi að jafnaði leitt til varanlegrar aukningar utanríkisviðskipta. Miðað við miðgildi þessara rannsókna gæti aukningin hér á landi numið 70 ma.kr. á ári, sem samsvarar ríflega 60% vöru- og þjónustuafgangs síðasta árs. Aðrar rannsóknir benda til að auknum utanríkisviðskiptum fylgi varanleg hækkun innlends tekjustigs og miðað við ofangreinda aukningu utanríkisviðskipta og niðurstöður þessara rannsókna gæti landsframleiðsla á mann hækkað varanlega um 3%.Óljós ábati Eins og rakið er hér að ofan fylgir því nokkur kostnaður að reka eigið myntkerfi í jafn litlum þjóðarbúskap og þeim íslenska. Þennan kostnað þarf að vega á móti mögulegum ábata eigin gjaldmiðils sem unnt er að nýta til að bregðast við sértækum íslenskum efnahagsskellum, en eins og rakið er í skýrslu Seðlabankans virðist íslensk hagsveifla lítt tengd hagsveiflu annarra þróaðra ríkja sem bendir til þess að sveigjanleg gengisstefna sé heppileg fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Að mörgu leyti er hægt að hugsa sér þennan gengissveigjanleika sem tryggingu sem hægt er að virkja þegar á bjátar í þjóðarbúskapnum. Því má líta á kostnaðinn, sem lýst er að ofan, sem iðgjald tryggingarinnar. Allir eru sammála um að skynsamlegt sé að kaupa sér tryggingu gegn áföllum. Hún má hins vegar ekki kosta of mikið, sérstaklega þegar höfð er í huga ein af meginniðurstöðum skýrslu Seðlabankans að aukinn gengissveigjanleiki virðist ekki hafa dregið úr hagsveiflum í litlum ríkjum og að sveiflur í gengi krónunnar endurspegli einungis að litlu leyti aðlögun að innlendum efnahagsskellum. Krónan virðist því lítt hafa dugað til að sinna því sveiflujöfnunarhlutverki sem keypt er dýru verði. Bætt hagstjórn mun gera okkur kleift að nýta betur kosti sveigjanlegs gengis eigin gjaldmiðils og draga úr kostnaði við að reka svo smátt myntkerfi. Það breytir þó ekki því að áfram mun fylgja því nokkur kostnaður og þótt vissulega muni koma tímabil þar sem sveigjanlegt gengi getur auðveldað aðlögun í kjölfar áfalls er ábatinn til lengri tíma ekki augljós. Spurningin um krónuna verður því áfram til staðar.Höfundur er aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd bankans. Þær skoðanir sem hér koma fram þurfa ekki að endurspegla skoðanir bankans eða annarra nefndarmanna peningastefnunefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Aukinn agi í hagstjórn er algengt viðkvæði í opinberri umræðu um þessar mundir enda krafan um að hemja verðbólgu og draga úr hagsveiflum hávær. Vitundarvakningu um nauðsyn aukins aga ber að fagna og er hún vonandi vísir að umbótum á þessu sviði, enda gæti öguð hagstjórn orðið ein mesta búbót fyrir íslensk heimili og fyrirtæki ef vel tekst til í þessum efnum. Umræðan nú í aðdraganda komandi kosninga gefur hins vegar tilefni til hóflegrar bjartsýni, enda virðast fáir tilbúnir til að útlista hvað nákvæmlega er átt við með auknum hagstjórnaraga. Hófleg bjartsýni virðist einnig viðeigandi þegar horft er til umræðunnar um peningastefnuna, þar sem fáir virðast í raun reiðubúnir til að stíga þau skref sem þörf er á til þess að ná verðbólgunni varanlega niður. Í kjölfar viðamikillar úttektar Seðlabanka Íslands á valkostum Íslendinga í gjaldmiðils- og gengismálum (sjá Sérrit nr. 7 og almenna samantekt á niðurstöðum hennar í 38. og 39. tölublaði Vísbendingar, september 2012) hafa sumir jafnframt sett ákall um aukinn aga í hagstjórn í samhengi við spurninguna um heppilegasta fyrirkomulag gjaldmiðlamála hér á landi og virðast telja að með bættri hagstjórn verði umræðan um aðild að stærra myntsvæði í raun óþörf. Bætt hagstjórn mun hins vegar ekki leysa öll þau vandamál sem tengjast sjálfstæðum gjaldmiðli á litlu myntsvæði. Enn verður það áleitin spurning hvort heppilegt sé fyrir land með jafn lítinn þjóðarbúskap og Ísland að hafa eigin gjaldmiðil. Helstu ástæður þess verða raktar hér á eftir.Margvíslegur kostnaður Eins og rakið er í skýrslu Seðlabankans fylgir því ýmis beinn og óbeinn kostnaður að hafa eigin gjaldmiðil, sérstaklega í litlu opnu hagkerfi. Þar má t.d. nefna að beinn kostnaður af því að þurfa að skipta úr einum gjaldmiðli í annan í milliríkjaviðskiptum gæti numið um 5-15 ma.kr. á hverju ári eða allt að rúmlega tíunda hluta vöru- og þjónustuafgangs síðasta árs. Er þá þjóðhagslegur kostnaður sem fylgir því að erfiðara er að nýta hagkvæmni stærðarinnar á litlu myntsvæði, t.d. við rekstur eigin greiðslumiðlunar, ekki tekinn með í reikninginn. Íslenskt fjármálakerfi er jafnframt ákaflega smátt og dýrt í rekstri. Markaðsaðilar eru fáir, velta er tiltölulega lítil og kostnaður við að stunda viðskipti er hlutfallslega hár. Þannig eru t.d. einungis þrír markaðsaðilar á gjaldeyrismarkaði og mismunur kaup- og sölutilboða (hefðbundinn mælikvarði á skilvirkni markaða) u.þ.b. tvö- til þrefalt hærri en meðal annarra þróaðra ríkja. Þetta endurspeglast í meiri gengissveiflum hér á landi og hærri innlendum vöxtum. Rannsóknir sem birtar eru í skýrslu bankans gefa þannig til kynna að álag á innlenda raunvexti gæti lækkað um 1½ prósentu við það að verða hluti af stærra myntsvæði. Það gæti að öðru óbreyttu leitt til þess að innlendur fjármagnsstofn stækkaði og landsframleiðsla á mann hækkaði varanlega um 2%. Gengissveiflur geta verið hluti af eðlilegri aðlögun hlutfallslegs verðs í kjölfar efnahagssveiflna (t.d. þegar gengi krónunnar lækkar í kjölfar efnahagsáfalls). Þær eru því ekki endilega skaðlegar í sjálfu sér og jafnvel æskilegar að því leyti sem þær endurspegla breytingar í efnahagslegum skilyrðum. Sveiflur í gengi krónunnar virðast hins vegar vera meiri en skýra má með breytingum í efnahagslegum skilyrðum þjóðarbúsins og virðast að stórum hluta sjálfsprottnar, eins og rakið er í skýrslu bankans. Slíkar sveiflur eru til þess fallnar að kynda undir óstöðugleika í stað þess að auðvelda aðlögun þjóðarbúsins að efnahagsskellum. Það sem meira er, þá benda rannsóknir til þess að slíkar gengissveiflur geri fyrirtækjum, sérstaklega litlum og meðalstórum, erfiðara um vik að hasla sér völl á alþjóðlegum mörkuðum, t.d. þar sem langur aðdragandi er að slíku aðgengi sem krefst fjárfestingar og markaðsstarfsemi sem miklar gengissveiflur geta fyrr en varir kippt grundvellinum undan. Þetta skiptir máli í litlum þjóðarbúskap eins og þeim íslenska þar sem smæð heimamarkaðarins setur stærðarhagkvæmni í framleiðslu, rekstri og markaðsstarfsemi þröngar skorður sem þátttaka í alþjóðaviðskiptum getur aflétt. Nýleg skýrsla McKinseys bendir einmitt á tiltölulega lágt framleiðnistig sem einn helsta dragbít efnahagsframfara hér á landi. Aðrar rannsóknir benda til þess að eigin gjaldmiðill geti virkað sem hindrun á innflæði beinnar erlendrar fjárfestingar. Þær sýna t.d. að í kjölfar upptöku evrunnar hafi bein erlend fjárfesting á milli evruríkjanna aukist um 30%, samrunum fyrirtækja þvert á landamæri evrusvæðisins fjölgað og fleiri alþjóðleg fyrirtæki valið að nota evrusvæðið sem starfsstöð sína. Aðild að stærra myntsvæði virðist einnig leiða til aukinna viðskipta við önnur lönd. Í skýrslu bankans er fjallað um fjölda rannsókna sem benda til þess að aðild að evrusvæðinu hafi að jafnaði leitt til varanlegrar aukningar utanríkisviðskipta. Miðað við miðgildi þessara rannsókna gæti aukningin hér á landi numið 70 ma.kr. á ári, sem samsvarar ríflega 60% vöru- og þjónustuafgangs síðasta árs. Aðrar rannsóknir benda til að auknum utanríkisviðskiptum fylgi varanleg hækkun innlends tekjustigs og miðað við ofangreinda aukningu utanríkisviðskipta og niðurstöður þessara rannsókna gæti landsframleiðsla á mann hækkað varanlega um 3%.Óljós ábati Eins og rakið er hér að ofan fylgir því nokkur kostnaður að reka eigið myntkerfi í jafn litlum þjóðarbúskap og þeim íslenska. Þennan kostnað þarf að vega á móti mögulegum ábata eigin gjaldmiðils sem unnt er að nýta til að bregðast við sértækum íslenskum efnahagsskellum, en eins og rakið er í skýrslu Seðlabankans virðist íslensk hagsveifla lítt tengd hagsveiflu annarra þróaðra ríkja sem bendir til þess að sveigjanleg gengisstefna sé heppileg fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Að mörgu leyti er hægt að hugsa sér þennan gengissveigjanleika sem tryggingu sem hægt er að virkja þegar á bjátar í þjóðarbúskapnum. Því má líta á kostnaðinn, sem lýst er að ofan, sem iðgjald tryggingarinnar. Allir eru sammála um að skynsamlegt sé að kaupa sér tryggingu gegn áföllum. Hún má hins vegar ekki kosta of mikið, sérstaklega þegar höfð er í huga ein af meginniðurstöðum skýrslu Seðlabankans að aukinn gengissveigjanleiki virðist ekki hafa dregið úr hagsveiflum í litlum ríkjum og að sveiflur í gengi krónunnar endurspegli einungis að litlu leyti aðlögun að innlendum efnahagsskellum. Krónan virðist því lítt hafa dugað til að sinna því sveiflujöfnunarhlutverki sem keypt er dýru verði. Bætt hagstjórn mun gera okkur kleift að nýta betur kosti sveigjanlegs gengis eigin gjaldmiðils og draga úr kostnaði við að reka svo smátt myntkerfi. Það breytir þó ekki því að áfram mun fylgja því nokkur kostnaður og þótt vissulega muni koma tímabil þar sem sveigjanlegt gengi getur auðveldað aðlögun í kjölfar áfalls er ábatinn til lengri tíma ekki augljós. Spurningin um krónuna verður því áfram til staðar.Höfundur er aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd bankans. Þær skoðanir sem hér koma fram þurfa ekki að endurspegla skoðanir bankans eða annarra nefndarmanna peningastefnunefndar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun