„Snarkvondir“ dagar á Ríkisútvarpinu… Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 06:00 Eðlilega er nú spurt um ábyrgð stjórnar Ríkisútvarpsins á því sem gerist á fjölmiðlinum þessa dagana. Því er nauðsynlegt að vekja athygli á eftirfarandi. Í lögum frá í vor segir að starfssvið stjórnar sé: „að móta í samvinnu við útvarpsstjóra dagskrárstefnu og megináherslur í starfi Ríkisútvarpsins til lengri tíma. …taka meiriháttar ákvarðanir um rekstur Ríkisútvarpsins, …ýmist að eigin frumkvæði eða fengnum tillögum útvarpsstjóra eða annarra starfsmanna. Skal útvarpsstjóri gæta þess að stjórnin sé á hverjum tíma upplýst um helstu þætti í starfseminni.“ Ný níu manna stjórn kosin af Alþingi í sumar þarf að sýna á spilin. Rekstraráætlun sem fól í sér uppsagnir sextíu starfsmanna var borin undir hana fyrir mánuði og samþykkt af meirihluta. Tveir stjórnarmenn greiddu atkvæði gegn með bókun, um að þeir teldu það brjóta gegn skyldum almannaútvarps að skera mest niður í dagskrá sem snýr að menningar- og fræðsluhlutverki, en verja afþreyingarefni sem tekur til sín auglýsingar. Eftirmálann þekkjum við. Vert er að rifja upp orð menntamálaráðherra á Alþingi sem kveðst vilja verja menningarhlutverk Ríkisútvarpsins sem markaðurinn getur ekki sinnt. Stjórn hefur nú harmað uppsagnirnar og skorað á stjórnvöld að tryggja reksturinn. Ábyrgðin En að ábyrgð útvarpsstjóra. Rekstraráætlun var lögð fyrir stjórn með hraði. Til að ekki hlytist meira tjón af. En tjónið varð og trúverðugleikinn brast. Lamað útvarp, átakafundur starfsmanna, umdeilanlegar aðferðir við uppsagnir og óljós framtíð eru staðreynd. Stjórn hefur enga hugmynd um hvernig fyllt verður í dagskrárskörðin. En í sjónvarpinu kemur yfirlit yfir skapsmuni útvarpsstjóra, sem þó eru flestum kunnir og ræða hans um að aðrir séu ábyrgir. Stjórnvöld beri ábyrgð á fjármálunum, færustu uppsagnarsérfræðingar á framkomu við brottrekna starfsmenn, ákvarðanir um hverjum var sagt upp komi „að neðan“. Geðslag útvarpsstjórans virðist það eina sem hann ber ábyrgð á og hann fær gott pláss til að biðjast fyrirgefningar á því að hafa orðið „snarkvondur“ á starfsmannafundi. Brýnna væri að fá vitneskju um hvort stefna hafi verið mörkuð til að lágmarka tjón sem hlýst af því að Rás eitt missir helming starfsmanna, tónlistardeildin er aflögð og Kastljós vængstýft. Og fróðlegt væri að sjá sérfræðingana sem Páll vísar til, standa fyrir máli sínu um fagmennsku við uppsagnir. Fyrir útvarpsstjóra sjálfan hefði verið betra að geta borið aðra fyrir ummælum sínum að það séu smámunir og lýðskrum að lækka stjórnendalaun á RÚV til að spara. Svör útvarpsstjóra voru rýr. En spurningarnar góðar sem sýnir að Ríkisútvarpið á sér viðreisnar von. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Eðlilega er nú spurt um ábyrgð stjórnar Ríkisútvarpsins á því sem gerist á fjölmiðlinum þessa dagana. Því er nauðsynlegt að vekja athygli á eftirfarandi. Í lögum frá í vor segir að starfssvið stjórnar sé: „að móta í samvinnu við útvarpsstjóra dagskrárstefnu og megináherslur í starfi Ríkisútvarpsins til lengri tíma. …taka meiriháttar ákvarðanir um rekstur Ríkisútvarpsins, …ýmist að eigin frumkvæði eða fengnum tillögum útvarpsstjóra eða annarra starfsmanna. Skal útvarpsstjóri gæta þess að stjórnin sé á hverjum tíma upplýst um helstu þætti í starfseminni.“ Ný níu manna stjórn kosin af Alþingi í sumar þarf að sýna á spilin. Rekstraráætlun sem fól í sér uppsagnir sextíu starfsmanna var borin undir hana fyrir mánuði og samþykkt af meirihluta. Tveir stjórnarmenn greiddu atkvæði gegn með bókun, um að þeir teldu það brjóta gegn skyldum almannaútvarps að skera mest niður í dagskrá sem snýr að menningar- og fræðsluhlutverki, en verja afþreyingarefni sem tekur til sín auglýsingar. Eftirmálann þekkjum við. Vert er að rifja upp orð menntamálaráðherra á Alþingi sem kveðst vilja verja menningarhlutverk Ríkisútvarpsins sem markaðurinn getur ekki sinnt. Stjórn hefur nú harmað uppsagnirnar og skorað á stjórnvöld að tryggja reksturinn. Ábyrgðin En að ábyrgð útvarpsstjóra. Rekstraráætlun var lögð fyrir stjórn með hraði. Til að ekki hlytist meira tjón af. En tjónið varð og trúverðugleikinn brast. Lamað útvarp, átakafundur starfsmanna, umdeilanlegar aðferðir við uppsagnir og óljós framtíð eru staðreynd. Stjórn hefur enga hugmynd um hvernig fyllt verður í dagskrárskörðin. En í sjónvarpinu kemur yfirlit yfir skapsmuni útvarpsstjóra, sem þó eru flestum kunnir og ræða hans um að aðrir séu ábyrgir. Stjórnvöld beri ábyrgð á fjármálunum, færustu uppsagnarsérfræðingar á framkomu við brottrekna starfsmenn, ákvarðanir um hverjum var sagt upp komi „að neðan“. Geðslag útvarpsstjórans virðist það eina sem hann ber ábyrgð á og hann fær gott pláss til að biðjast fyrirgefningar á því að hafa orðið „snarkvondur“ á starfsmannafundi. Brýnna væri að fá vitneskju um hvort stefna hafi verið mörkuð til að lágmarka tjón sem hlýst af því að Rás eitt missir helming starfsmanna, tónlistardeildin er aflögð og Kastljós vængstýft. Og fróðlegt væri að sjá sérfræðingana sem Páll vísar til, standa fyrir máli sínu um fagmennsku við uppsagnir. Fyrir útvarpsstjóra sjálfan hefði verið betra að geta borið aðra fyrir ummælum sínum að það séu smámunir og lýðskrum að lækka stjórnendalaun á RÚV til að spara. Svör útvarpsstjóra voru rýr. En spurningarnar góðar sem sýnir að Ríkisútvarpið á sér viðreisnar von.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar