Niðursetningur atvinnulífsins Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2013 06:00 Þegar Alþingi tekur fjárlagafrumvarpið til umræðu ár hvert verður mönnum tíðrætt um forgangsröðun. Eðlilega. Ef niðurskurður er yfirvofandi fyrir Háskóla- og rannsóknastarfsemi – sem hann oft er – þá heyrast gjarnan raddir um mikilvægi háskóla og rannsókna fyrir atvinnulífið. Þessi rök heyrðust reyndar ekki síður þegar meira var um peninga í samfélaginu. Þá gjarnan í þeim tilgangi að styðja við uppbyggingu nýrra eininga sem skyldu jafnan reknar í sem nánustu samstarfi við atvinnulífið. Í þessu samhengi hafði orðið atvinnulíf oftar en ekki afskaplega þrönga merkingu. Það virðist vera landlægur skilningur á orðinu að það nái einungis yfir framleiðslugreinar, eða jafnvel ákveðinn hluta framleiðslugreina, þ.e. tækni og matvælaframleiðslu.Auðskilið Þegar beðið er um rökstuðning á þjónustuhlutverki Háskóla og rannsókna fyrir atvinnulífið erum við fljót að grípa til þekktra dæma um íslenskar hágæðarannsóknir á sviði læknisfræði, iðntækni og líftækni. Það er eitthvað svo auðvelt að nefna hvernig efnafræðilegar rannsóknir á íslenskum jurtum hafa orðið til framleiðslu lífvirkra efna, hvernig háskólarannsóknir hafa kollvarpað tækni í sjávarútvegi og hvatað stofnun aðþjóðlegra tæknifyrirtækja. Þetta er auðskilið. Það krefst kannski dýpri – og lengri – umræðu að skýra, t.d. hvernig grunnrannsóknir á fornmálum urðu undirstaða þeirrar samfélagsgerðar sem við þekkjum. Það er erfitt að ímynda sér samfélag þar sem ekki er unnið út frá siðferðilegum grundvallarreglum eða er án grunnþekkingar á sögu og tungumáli. Það er erfitt að ímynda sér sjávarútveg og landbúnað án grundvallarþekkingar á náttúru- og erfðafræði. Það er erfitt að ímynda sér samfélag – og fjölda atvinnugreina – án skáldsagna, tónlistar og myndlistar.Fléttast inn í allt lífið Grundvallarþekking nútímamannsins fléttast inn í allt okkar líf og er orðin svo sjálfsögð að við tökum sjaldan eftir henni. En það er nauðsynlegt að muna eftir því að forsendur okkar daglega lífs hafa orðið til vegna hugvits, ástríðu, dugnaðar og sköpunargáfu einstaklinga fyrri tíma. Þessir einstaklingar fengu tækifæri til að stunda sína sköpun og rannsóknir og við búum að því í dag. Ég þekkti einu sinni stelpu sem „eyddi“ mestum hluta sinnar skólagöngu í að lesa skáldsögur, teikna, skrifa ljóð og láta sig dreyma um að ferðast um frumskóga Afríku. Seinna „eyddi“ hún fjórum árum ævi sinnar í að rannsaka hornsíli, eina óhagnýtta fisk landsins. Í dag stundar hún rannsóknir og stendur að stofnun sprotafyrirtækja sem tengjast helstu atvinnuvegum Íslands. Það er nefnilega ekki alltaf augljóst hvaða bakgrunnur, menntun og rannsóknir verða til góðs. Þessu er vel lýst í hugvekjandi ræðu barnabókahöfundarins Neil Geiman frá 14. október síðastliðnum. Hann lýsir heimsókn sinni á ævintýra- og barnabókaráðstefnu í Kína. Líklega þá fyrstu sinnar tegundar þar í landi en kínversk stjórnvöld standa nú fyrir átaki um að auka lestur barna á teiknimyndasögum og vísindaskáldsögum.Undraverður árangur Af hverju? Jú, Kínverjar hafa náð undraverðum árangri í tæknilegri framleiðslu á síðustu árum en það vantar nýsköpun. Það var því gerð könnun meðal lykilstarfsmanna nokkurra bandarískra tæknifyrirtækja. Niðurstaðan var skýr, það sem þetta fólk átti sameiginlegt var að hafa „eytt“ sinni barnæsku í að lesa teiknimyndasögur, skáldsögur og láta sig dreyma. Það samfélag sem styður við ímyndunarafl, frjóa hugsun og frjálsar „rannsóknir“ ungs fólks hlýtur að vera það samfélag sem hvetur til áframhaldandi nýsköpunar, þróunar og vaxtar. Ekki fórna því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Þegar Alþingi tekur fjárlagafrumvarpið til umræðu ár hvert verður mönnum tíðrætt um forgangsröðun. Eðlilega. Ef niðurskurður er yfirvofandi fyrir Háskóla- og rannsóknastarfsemi – sem hann oft er – þá heyrast gjarnan raddir um mikilvægi háskóla og rannsókna fyrir atvinnulífið. Þessi rök heyrðust reyndar ekki síður þegar meira var um peninga í samfélaginu. Þá gjarnan í þeim tilgangi að styðja við uppbyggingu nýrra eininga sem skyldu jafnan reknar í sem nánustu samstarfi við atvinnulífið. Í þessu samhengi hafði orðið atvinnulíf oftar en ekki afskaplega þrönga merkingu. Það virðist vera landlægur skilningur á orðinu að það nái einungis yfir framleiðslugreinar, eða jafnvel ákveðinn hluta framleiðslugreina, þ.e. tækni og matvælaframleiðslu.Auðskilið Þegar beðið er um rökstuðning á þjónustuhlutverki Háskóla og rannsókna fyrir atvinnulífið erum við fljót að grípa til þekktra dæma um íslenskar hágæðarannsóknir á sviði læknisfræði, iðntækni og líftækni. Það er eitthvað svo auðvelt að nefna hvernig efnafræðilegar rannsóknir á íslenskum jurtum hafa orðið til framleiðslu lífvirkra efna, hvernig háskólarannsóknir hafa kollvarpað tækni í sjávarútvegi og hvatað stofnun aðþjóðlegra tæknifyrirtækja. Þetta er auðskilið. Það krefst kannski dýpri – og lengri – umræðu að skýra, t.d. hvernig grunnrannsóknir á fornmálum urðu undirstaða þeirrar samfélagsgerðar sem við þekkjum. Það er erfitt að ímynda sér samfélag þar sem ekki er unnið út frá siðferðilegum grundvallarreglum eða er án grunnþekkingar á sögu og tungumáli. Það er erfitt að ímynda sér sjávarútveg og landbúnað án grundvallarþekkingar á náttúru- og erfðafræði. Það er erfitt að ímynda sér samfélag – og fjölda atvinnugreina – án skáldsagna, tónlistar og myndlistar.Fléttast inn í allt lífið Grundvallarþekking nútímamannsins fléttast inn í allt okkar líf og er orðin svo sjálfsögð að við tökum sjaldan eftir henni. En það er nauðsynlegt að muna eftir því að forsendur okkar daglega lífs hafa orðið til vegna hugvits, ástríðu, dugnaðar og sköpunargáfu einstaklinga fyrri tíma. Þessir einstaklingar fengu tækifæri til að stunda sína sköpun og rannsóknir og við búum að því í dag. Ég þekkti einu sinni stelpu sem „eyddi“ mestum hluta sinnar skólagöngu í að lesa skáldsögur, teikna, skrifa ljóð og láta sig dreyma um að ferðast um frumskóga Afríku. Seinna „eyddi“ hún fjórum árum ævi sinnar í að rannsaka hornsíli, eina óhagnýtta fisk landsins. Í dag stundar hún rannsóknir og stendur að stofnun sprotafyrirtækja sem tengjast helstu atvinnuvegum Íslands. Það er nefnilega ekki alltaf augljóst hvaða bakgrunnur, menntun og rannsóknir verða til góðs. Þessu er vel lýst í hugvekjandi ræðu barnabókahöfundarins Neil Geiman frá 14. október síðastliðnum. Hann lýsir heimsókn sinni á ævintýra- og barnabókaráðstefnu í Kína. Líklega þá fyrstu sinnar tegundar þar í landi en kínversk stjórnvöld standa nú fyrir átaki um að auka lestur barna á teiknimyndasögum og vísindaskáldsögum.Undraverður árangur Af hverju? Jú, Kínverjar hafa náð undraverðum árangri í tæknilegri framleiðslu á síðustu árum en það vantar nýsköpun. Það var því gerð könnun meðal lykilstarfsmanna nokkurra bandarískra tæknifyrirtækja. Niðurstaðan var skýr, það sem þetta fólk átti sameiginlegt var að hafa „eytt“ sinni barnæsku í að lesa teiknimyndasögur, skáldsögur og láta sig dreyma. Það samfélag sem styður við ímyndunarafl, frjóa hugsun og frjálsar „rannsóknir“ ungs fólks hlýtur að vera það samfélag sem hvetur til áframhaldandi nýsköpunar, þróunar og vaxtar. Ekki fórna því.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun