Til varnar hrægömmum Sigurður Friðleifsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Undanfarin ár hefur meira og minna allt samfélagið snúist um fyrrverandi, núverandi og verðandi fjármálagerninga. Ég verð nú að viðurkenna að skilningur minn á þessum fjármálafléttum hefur verið afar takmarkaður og nú hefur reyndar komið í ljós að skilningurinn var víst engu meiri innan fjármálageirans. Hugtök eins og yfirveðsettir afleiðuvafningar eru mér framandi en þegar menn eru farnir að blanda óskildum og saklausum lífverum inn í umræðuna, þá er nauðsynlegt að staldra aðeins við. Hrægammasjóðir hafa oft komið upp í umræðunni og nær undantekningalaust á neikvæðan hátt. Þetta er í raun bein þýðing á orðinu vulture funds og vísar líklega til þess að slíkir sjóðir vinna einkum með „líflausar“ eignir sem aðrir fjárfestar líta ekki við. Raunverulegir hrægammar eru hins vegar allt annað en neikvæðir en þurfa nú enn og aftur að taka á sig illt umtal að ósekju. Dapurt almenningsálit á fuglunum hefur lengi viðgengist. Vissulega má segja að þeir hafi ekki útlitið með sér, eru sköllóttir og rytjulegir en það eru nú fleiri og ekki hafa hárlausir karlmenn þurft að þola svipaða fordóma. Misgóðar kúrekamyndir frá Hollywood hafa líka gert sitt til að sverta hrægammana, þar sem þeir svífa yfir særðum hetjum í von um bita þegar hinsta stundin rennur upp.Sannleikurinn um hrægamma Hrægammar eru í raun stórmerkileg dýr sem skiptast í 23 tegundir og þar af er um helmingur í alvarlegri útrýmingarhættu. Hrægammar gegna afar mikilvægri vistkerfisþjónustu. Þeir hreinsa upp hræ af mikilli nákvæmni og tryggja þannig mikilvægt flæði næringarefna. Umfram allt fyrirbyggja þeir sýkingarhættu af völdum baktería eins og miltisbrands. Sýnt hefur verið fram á að á svæðum þar sem enga hrægamma er að finna eru hræ þrefalt lengur að rotna með tilheyrandi vandkvæðum. Hrægammar drepa ekki heldur vinna upp hræ og skila lífrænum efnum til baka í hringrás vistkerfisins með mikilli nýtni. Ef hrægammasjóðir myndu vinna eins og raunverulegir hrægammar þá myndu þeir vinna fljótt og vel úr öllum eignum þrotabúa og skila nauðsynlegum verðmætum með skilvirkum hætti til baka út í samfélagið. Hrægammar reyna ekki að hámarka verðmæti á kostnað annarra heldur vinna sín hreinsunarstörf af elju og útsjónarsemi. Ef þú, lesandi góður, ert enn að lesa þennan pistil þá bið ég þig um láta ekki neikvæða umræðu sverta hina raunverulegu hrægamma sem eru merkilegar lífverur og eiga ekkert illt skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur meira og minna allt samfélagið snúist um fyrrverandi, núverandi og verðandi fjármálagerninga. Ég verð nú að viðurkenna að skilningur minn á þessum fjármálafléttum hefur verið afar takmarkaður og nú hefur reyndar komið í ljós að skilningurinn var víst engu meiri innan fjármálageirans. Hugtök eins og yfirveðsettir afleiðuvafningar eru mér framandi en þegar menn eru farnir að blanda óskildum og saklausum lífverum inn í umræðuna, þá er nauðsynlegt að staldra aðeins við. Hrægammasjóðir hafa oft komið upp í umræðunni og nær undantekningalaust á neikvæðan hátt. Þetta er í raun bein þýðing á orðinu vulture funds og vísar líklega til þess að slíkir sjóðir vinna einkum með „líflausar“ eignir sem aðrir fjárfestar líta ekki við. Raunverulegir hrægammar eru hins vegar allt annað en neikvæðir en þurfa nú enn og aftur að taka á sig illt umtal að ósekju. Dapurt almenningsálit á fuglunum hefur lengi viðgengist. Vissulega má segja að þeir hafi ekki útlitið með sér, eru sköllóttir og rytjulegir en það eru nú fleiri og ekki hafa hárlausir karlmenn þurft að þola svipaða fordóma. Misgóðar kúrekamyndir frá Hollywood hafa líka gert sitt til að sverta hrægammana, þar sem þeir svífa yfir særðum hetjum í von um bita þegar hinsta stundin rennur upp.Sannleikurinn um hrægamma Hrægammar eru í raun stórmerkileg dýr sem skiptast í 23 tegundir og þar af er um helmingur í alvarlegri útrýmingarhættu. Hrægammar gegna afar mikilvægri vistkerfisþjónustu. Þeir hreinsa upp hræ af mikilli nákvæmni og tryggja þannig mikilvægt flæði næringarefna. Umfram allt fyrirbyggja þeir sýkingarhættu af völdum baktería eins og miltisbrands. Sýnt hefur verið fram á að á svæðum þar sem enga hrægamma er að finna eru hræ þrefalt lengur að rotna með tilheyrandi vandkvæðum. Hrægammar drepa ekki heldur vinna upp hræ og skila lífrænum efnum til baka í hringrás vistkerfisins með mikilli nýtni. Ef hrægammasjóðir myndu vinna eins og raunverulegir hrægammar þá myndu þeir vinna fljótt og vel úr öllum eignum þrotabúa og skila nauðsynlegum verðmætum með skilvirkum hætti til baka út í samfélagið. Hrægammar reyna ekki að hámarka verðmæti á kostnað annarra heldur vinna sín hreinsunarstörf af elju og útsjónarsemi. Ef þú, lesandi góður, ert enn að lesa þennan pistil þá bið ég þig um láta ekki neikvæða umræðu sverta hina raunverulegu hrægamma sem eru merkilegar lífverur og eiga ekkert illt skilið.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar