Velferð aldraðra og stöðugleiki Sigrún Gunnarsdóttir skrifar 22. apríl 2013 07:00 Í ágætri grein sinni á dögunum skrifaði Bolli Pétur Bollason (Fréttablaðið 30.3.2013) að velferðin væri í eðli sínu hugsjón sem byggði á gömlum gildum um umhyggju, sjálfræði og ábyrgð. Orð Bolla eru mikilvæg og sagt er að lesa megi þroska hvers samfélags úr því hversu vel er hlúð að hugsjón velferðarinnar. Við þurfum skarpa sýn á velferð aldraða. Með betri þjónustu við aldraða heima má auka sjálfstæði og lífsgæði og draga úr þörf fyrir dýrari þjónustu. Ný rannsókn sýnir að slík þjónusta er minni hérlendis en í nágrannalöndum og stór hópur eldri borgara er háður daglegri umönnun fjölskyldu. Ófullnægjandi aðstoð í heimahúsum getur leitt til þess að hinn aldraði leiti frekar eftir þjónustu á dvalar- og hjúkrunarheimilum.Margir á biðlista Hér á landi eru fleiri hjúkrunarrými fyrir hvern íbúa en almennt tíðkast á Norðurlöndum, samt eru margir á biðlista eftir slíkri þjónustu og leita annarra úrlausna. Skortur á úrræðum fyrir eldri borgara hefur áhrif á bráðaþjónustu, t.d. Landspítala þar sem aldraðir þurfa að þiggja dýra þjónustu sem oft hæfir ekki. Með samstilltri heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða aukast lífsgæði og sóun minnkar. Björt framtíð leggur áherslu á að bæta þjónustu aldraðra til að tryggja sjálfstæði og persónulega þjónustu og minnka þörf fyrir dvöl á stofnunum. Aðstoð ættingja er mikilvæg en getur ekki verið burðarás velferðarþjónustunnar, miklar kröfur til ættingja geta haft neikvæð áhrif á daglegt líf fjölskyldunnar, jafnvel truflað atvinnuþátttöku og heilsu þeirra sem í hlut eiga.Mannúð og virðing Tryggja þarf hagkvæmar leiðir til að leysa skort á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og kanna möguleika til að nýta betur aðstæður sem eru fyrir hendi. Efla þarf samstarf heilsugæslu, heimahjúkrunar, hjúkrunarheimila og bráðaþjónustu. Nýta þarf tækni enn betur, t.d. fjarlækningar, fjarhjúkrun og símaþjónustu sem eykur sjálfstæði einstaklinga og dregur úr þörf fyrir aðra þjónustu. Skipulag velferðarþjónustu mótast af umhyggju, mannúð og virðingu fyrir hverjum og einum. Ábyrgð samfélagsins er að tryggja efnahagslegan stöðugleika, fjölbreytt atvinnulíf, réttmætan arð af auðlindum og öguð vinnubrögð þannig að verðmæti skapist sem undirstaða velferðar. Ábyrgð og agi í efnahagsmálum er undirstaða velferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í ágætri grein sinni á dögunum skrifaði Bolli Pétur Bollason (Fréttablaðið 30.3.2013) að velferðin væri í eðli sínu hugsjón sem byggði á gömlum gildum um umhyggju, sjálfræði og ábyrgð. Orð Bolla eru mikilvæg og sagt er að lesa megi þroska hvers samfélags úr því hversu vel er hlúð að hugsjón velferðarinnar. Við þurfum skarpa sýn á velferð aldraða. Með betri þjónustu við aldraða heima má auka sjálfstæði og lífsgæði og draga úr þörf fyrir dýrari þjónustu. Ný rannsókn sýnir að slík þjónusta er minni hérlendis en í nágrannalöndum og stór hópur eldri borgara er háður daglegri umönnun fjölskyldu. Ófullnægjandi aðstoð í heimahúsum getur leitt til þess að hinn aldraði leiti frekar eftir þjónustu á dvalar- og hjúkrunarheimilum.Margir á biðlista Hér á landi eru fleiri hjúkrunarrými fyrir hvern íbúa en almennt tíðkast á Norðurlöndum, samt eru margir á biðlista eftir slíkri þjónustu og leita annarra úrlausna. Skortur á úrræðum fyrir eldri borgara hefur áhrif á bráðaþjónustu, t.d. Landspítala þar sem aldraðir þurfa að þiggja dýra þjónustu sem oft hæfir ekki. Með samstilltri heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða aukast lífsgæði og sóun minnkar. Björt framtíð leggur áherslu á að bæta þjónustu aldraðra til að tryggja sjálfstæði og persónulega þjónustu og minnka þörf fyrir dvöl á stofnunum. Aðstoð ættingja er mikilvæg en getur ekki verið burðarás velferðarþjónustunnar, miklar kröfur til ættingja geta haft neikvæð áhrif á daglegt líf fjölskyldunnar, jafnvel truflað atvinnuþátttöku og heilsu þeirra sem í hlut eiga.Mannúð og virðing Tryggja þarf hagkvæmar leiðir til að leysa skort á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða og kanna möguleika til að nýta betur aðstæður sem eru fyrir hendi. Efla þarf samstarf heilsugæslu, heimahjúkrunar, hjúkrunarheimila og bráðaþjónustu. Nýta þarf tækni enn betur, t.d. fjarlækningar, fjarhjúkrun og símaþjónustu sem eykur sjálfstæði einstaklinga og dregur úr þörf fyrir aðra þjónustu. Skipulag velferðarþjónustu mótast af umhyggju, mannúð og virðingu fyrir hverjum og einum. Ábyrgð samfélagsins er að tryggja efnahagslegan stöðugleika, fjölbreytt atvinnulíf, réttmætan arð af auðlindum og öguð vinnubrögð þannig að verðmæti skapist sem undirstaða velferðar. Ábyrgð og agi í efnahagsmálum er undirstaða velferðar.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar