Að súpa hveljur yfir arði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar 7. ágúst 2013 07:00 Það er merki um góðan rekstur þegar fyrirtæki skilar hagnaði og getur ávaxtað þá fjármuni sem eigendurnir hafa lagt því til. Arðgreiðslur eru eðlilegur þáttur í heilbrigðum atvinnurekstri og eiga ekki að vera feimnismál í opinberri umræðu. Framhaldsaðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf. samþykkti á dögunum að greiða hluthöfum arð upp á 1,1 milljarð króna. Heyra mátti fjölmiðlafólk og álitsgjafa súpa hveljur yfir því að arður væri greiddur út í sjávarútvegi á sama tíma og kvartað væri yfir veiðigjöldum. Gott ef ekki væri mátulegt að láta þessa andskota borga ríkinu enn meira fyrst þeir gætu „skammtað sér“ arð! Hluthafarnir í Vinnslustöðinni (VSV) eru 260 talsins. Staðreyndir mála eru eftirfarandi:Sá sem á 100.000 króna eignarhlut að söluvirði í dag fær nú 6.300 krónur í arð. Af þeirri greiðslu tekur ríkið 20% í skatt. Frá árinu 2002 hefur samanlagður útgreiddur arður hluthafa VSV – og verðhækkun hlutabréfa í félaginu – verið jafn mikill og ef hluthafarnir hefðu keypt verðtryggð skuldabréf ríkissjóðs í stað þess að kaupa hluti í VSV. Heimamenn í Vestmannaeyjum eiga 68% hlutafjár í Vinnslustöðinni. Í þessum hópi eru núverandi og fyrrverandi starfsmenn, fyrirtæki, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og margir fleiri. Byggðarlagið í Vestmannaeyjum á mikið undir því að rekstur VSV sé traustur og arðsamur. Fyrirtækið greiddi alls 450 starfsmönnum laun núna í júlímánuði, þar af 330 í landi og 120 á sjó. Það segir sína sögu um umfang VSV. Með hóflegum arðgreiðslum eru skilaboð send um að eigendur njóti vaxta af fjárfestingu sinni. Mörg okkar lögðu mikið undir þegar við keyptum VSV á sínum tíma. Við viljum standa í skilum gagnvart lánardrottnum VSV og okkar sjálfra. Arðinn höfum við notað til að greiða vexti og afborganir af lánum sem voru tekin til að tryggja eignarhald Eyjamanna á VSV í sessi. Helsta ógnin sem steðjar að Vinnslustöðinni, líkt og öðrum fyrirtækjum í sjávarútvegi, stafar af stjórnvöldum og óhóflegum veiðigjöldum. Varnaðarorð, sem fyrrverandi ríkisstjórn lét sem vind um eyru þjóta, eru í fullu gildi. Þar var ekkert ofsagt. Núverandi ríkisstjórn verður að vinda ofan af vitleysunni. Það getur ekki verið samfélaginu til hagsbóta að sliga fyrirtæki með ofurskattheimtu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það er merki um góðan rekstur þegar fyrirtæki skilar hagnaði og getur ávaxtað þá fjármuni sem eigendurnir hafa lagt því til. Arðgreiðslur eru eðlilegur þáttur í heilbrigðum atvinnurekstri og eiga ekki að vera feimnismál í opinberri umræðu. Framhaldsaðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf. samþykkti á dögunum að greiða hluthöfum arð upp á 1,1 milljarð króna. Heyra mátti fjölmiðlafólk og álitsgjafa súpa hveljur yfir því að arður væri greiddur út í sjávarútvegi á sama tíma og kvartað væri yfir veiðigjöldum. Gott ef ekki væri mátulegt að láta þessa andskota borga ríkinu enn meira fyrst þeir gætu „skammtað sér“ arð! Hluthafarnir í Vinnslustöðinni (VSV) eru 260 talsins. Staðreyndir mála eru eftirfarandi:Sá sem á 100.000 króna eignarhlut að söluvirði í dag fær nú 6.300 krónur í arð. Af þeirri greiðslu tekur ríkið 20% í skatt. Frá árinu 2002 hefur samanlagður útgreiddur arður hluthafa VSV – og verðhækkun hlutabréfa í félaginu – verið jafn mikill og ef hluthafarnir hefðu keypt verðtryggð skuldabréf ríkissjóðs í stað þess að kaupa hluti í VSV. Heimamenn í Vestmannaeyjum eiga 68% hlutafjár í Vinnslustöðinni. Í þessum hópi eru núverandi og fyrrverandi starfsmenn, fyrirtæki, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og margir fleiri. Byggðarlagið í Vestmannaeyjum á mikið undir því að rekstur VSV sé traustur og arðsamur. Fyrirtækið greiddi alls 450 starfsmönnum laun núna í júlímánuði, þar af 330 í landi og 120 á sjó. Það segir sína sögu um umfang VSV. Með hóflegum arðgreiðslum eru skilaboð send um að eigendur njóti vaxta af fjárfestingu sinni. Mörg okkar lögðu mikið undir þegar við keyptum VSV á sínum tíma. Við viljum standa í skilum gagnvart lánardrottnum VSV og okkar sjálfra. Arðinn höfum við notað til að greiða vexti og afborganir af lánum sem voru tekin til að tryggja eignarhald Eyjamanna á VSV í sessi. Helsta ógnin sem steðjar að Vinnslustöðinni, líkt og öðrum fyrirtækjum í sjávarútvegi, stafar af stjórnvöldum og óhóflegum veiðigjöldum. Varnaðarorð, sem fyrrverandi ríkisstjórn lét sem vind um eyru þjóta, eru í fullu gildi. Þar var ekkert ofsagt. Núverandi ríkisstjórn verður að vinda ofan af vitleysunni. Það getur ekki verið samfélaginu til hagsbóta að sliga fyrirtæki með ofurskattheimtu.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar