Sátt við hverja? Torfi Hjartarson skrifar 7. ágúst 2013 07:00 Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar í borgarstjórn stærir sig um þessar mundir af því að hafa samþykkt tímamótaskipulag á Landsímareit í mikilli sátt við allt og alla. Allur vandi er leystur, öllum spurningum svarað á þessum upphafsreit borgar og byggðar í landinu. Þar sitja sáttin og lýðræðið í öndvegi. Þetta væri auðvitað afrek, ef satt væri. En svo er bara alls ekki. Andstaðan kemur úr ótal áttum og enn á eftir að bjarga menningarverðmætum, finna lausnir og koma í veg fyrir slys. VG hefur nú í nokkur ár staðið fast gegn áformum lóðareiganda og meirihluta borgarstjórnar um mikið hótel og stórfellda uppbyggingu á Ingólfstorgi og Landsímareit. Sú andstaða, ásamt kröftugu andófi BIN-hópsins og háværum mótmælum mikils fjölda borgarbúa og hópa tónlistarmanna, hefur borið umtalsverðan árangur og haft jákvæð áhrif á þróun í Kvosinni. Uppbygging á Ingólfstorgi er sem betur fer úr sögunni, þó að torgið megi efla á ýmsan hátt, og horfið hefur verið frá mögulegu niðurrifi eða tilfærslum á gömlu húsunum tveimur við suðurenda torgsins, Hótel Vík og Aðalstræti 7. Ekki verður heldur leyft að reka hótel þeim megin á Landsímareit. Út af stendur hins vegar að nýbyggingar sem koma eiga í skarðið á milli gömlu húsanna við Ingólfstorg þykja of háar, þær rjúfa heild og taka ekki nægilegt tillit til gömlu húsanna og götumynda allt í kringum torgið. Enn er líka ætlunin að rífa einstakan og merkilegan tónlistarsal í bakhúsi frá stríðsárunum til að rýma fyrir hærri húsum með nýjum sal. Nýtt skipulag sem meirihluti Samfylkingar og Besta flokks samþykkti á lokuðum fundi borgarráðs í sumarleyfi borgarstjórnar fer lóðbeint gegn áliti nýrrar Minjastofnunar Íslands og óskum mörg þúsund borgarbúa að þessu leyti. Salinn ætti að varðveita og nýju húsin eru of fyrirferðarmikil.Skýr og fagleg andstaða Fyrir meirihlutanum, fyrst í umhverfis- og skipulagsráði og svo í borgarráði, lágu hundruð athugasemda og einlægar óskir fjölda fólks. Fyrir meirihlutanum lágu um átján þúsund undirskriftir, áskorun meira en 200 tónlistarmanna og hljómsveita, fjölmennir útifundir á Austurvelli og Ingólfstorgi, eindregin mótmæli Alþingis, sem við eigum jú öll, og síðast en ekki síst skýr og fagleg andstaða nýrrar Minjastofnunar Íslands, sem á að gæta fyrir okkur minja sem ekki mega glatast. BIN-hópurinn hefur beitt sér af alefli í grasrótinni og VG staðið sína vakt um vernd almannarýma, einstakar götumyndir og gömul hús. Allt var þetta vegið og léttvægt fundið. Ekki mátti kalla fulltrúa Minjastofnunar Íslands á fund skipulagsráðs þrátt fyrir nýja og afgerandi úttekt gegn skipulagshugmyndunum, ekki mátti leita sátta við Alþingi sem telur nýbyggingu við Kirkjustræti þrengja um of að þjóðþinginu okkar og ekki mátti gefa almenningi kost á opnum borgarstjórnarfundi um málið. Meirihlutinn ákvað að fylgja þeirri stefnu sem hann tók um leið og hann fékk þetta erfiða mál fyrst í fangið, að tryggja þrönga hagsmuni lóðareiganda á Landsímareit og sjá til þess að hagnaðarvonir hans gætu ræst. Annars ætti borgin ekki von á góðu frá eigandanum. Sá er eflaust með allar heimildir og væntingar um byggingarmagn veðsettar upp í rjáfur en mátti að sjálfsögðu vita allan tímann að á þessum stað yrði ekki byggt hvað sem er. Útgangspunktur í öllu ferlinu var að finna þyrfti rými fyrir stórt hótel, miklu, miklu stærra í herbergjum talið en Hótel Borg. Þannig fengi lóðareigandinn sitt, annað kom ekki til greina. Þetta er auðvitað makalaus nálgun hjá meirihlutanum og hann er enn í bullandi vandræðum með málið. Hvað varð um alla lýðræðisástina og meintan áhuga á húsvernd? Hvers vegna í ósköpunum stendur meirihlutinn enn þá með eigandanum en ekki almenningi, menningunni, tónlistarfólkinu og húsverndinni?Alvöru sátt Minjastofnun Íslands tók til starfa um síðustu áramót og gegnir ábyrgðarmiklu hlutverki. Hún tók í sumarbyrjun skýra og vandlega ígrundaða afstöðu til deiliskipulagshugmynda sem þá voru bara tillögur en hafa nú verið afgreiddar í borgarráði án nokkurs tillits til þeirra athugasemda. Stofnunin hlýtur þá að bregðast við og grípa til viðeigandi ráðstafana. Koma þarf í veg fyrir að einstakur og vinmargur samkomu- og tónleikasalur, sem ber svipmót stríðsáranna og nýrra tíma í íslenskri byggingarsögu, glatist. Byggingar við Vallarstræti verða líka að styðja betur gömlu húsin sem þar eru í ómetanlegri umgjörð um litríkasta torgið í Reykjavík. Enginn er á móti líflegri starfsemi á jarðhæð í Landsímahúsi við Austurvöll, eins og stundum er látið í veðri vaka, enginn er á móti því að bæta umhverfi og efla líf í Kvosinni. Við viljum bara alvöru sátt við gamla byggð og lífið í borginni. Að mannlífið og tónlistin fái að dafna. Að Alþingishús og timburhúsin við Kirkjustræti njóti sín. Að gömul hús og götumyndir eigi sér mörg líf og langa framtíð öllum til heilla. Á þessum reit er alvöru sátt sjálfsögð krafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar í borgarstjórn stærir sig um þessar mundir af því að hafa samþykkt tímamótaskipulag á Landsímareit í mikilli sátt við allt og alla. Allur vandi er leystur, öllum spurningum svarað á þessum upphafsreit borgar og byggðar í landinu. Þar sitja sáttin og lýðræðið í öndvegi. Þetta væri auðvitað afrek, ef satt væri. En svo er bara alls ekki. Andstaðan kemur úr ótal áttum og enn á eftir að bjarga menningarverðmætum, finna lausnir og koma í veg fyrir slys. VG hefur nú í nokkur ár staðið fast gegn áformum lóðareiganda og meirihluta borgarstjórnar um mikið hótel og stórfellda uppbyggingu á Ingólfstorgi og Landsímareit. Sú andstaða, ásamt kröftugu andófi BIN-hópsins og háværum mótmælum mikils fjölda borgarbúa og hópa tónlistarmanna, hefur borið umtalsverðan árangur og haft jákvæð áhrif á þróun í Kvosinni. Uppbygging á Ingólfstorgi er sem betur fer úr sögunni, þó að torgið megi efla á ýmsan hátt, og horfið hefur verið frá mögulegu niðurrifi eða tilfærslum á gömlu húsunum tveimur við suðurenda torgsins, Hótel Vík og Aðalstræti 7. Ekki verður heldur leyft að reka hótel þeim megin á Landsímareit. Út af stendur hins vegar að nýbyggingar sem koma eiga í skarðið á milli gömlu húsanna við Ingólfstorg þykja of háar, þær rjúfa heild og taka ekki nægilegt tillit til gömlu húsanna og götumynda allt í kringum torgið. Enn er líka ætlunin að rífa einstakan og merkilegan tónlistarsal í bakhúsi frá stríðsárunum til að rýma fyrir hærri húsum með nýjum sal. Nýtt skipulag sem meirihluti Samfylkingar og Besta flokks samþykkti á lokuðum fundi borgarráðs í sumarleyfi borgarstjórnar fer lóðbeint gegn áliti nýrrar Minjastofnunar Íslands og óskum mörg þúsund borgarbúa að þessu leyti. Salinn ætti að varðveita og nýju húsin eru of fyrirferðarmikil.Skýr og fagleg andstaða Fyrir meirihlutanum, fyrst í umhverfis- og skipulagsráði og svo í borgarráði, lágu hundruð athugasemda og einlægar óskir fjölda fólks. Fyrir meirihlutanum lágu um átján þúsund undirskriftir, áskorun meira en 200 tónlistarmanna og hljómsveita, fjölmennir útifundir á Austurvelli og Ingólfstorgi, eindregin mótmæli Alþingis, sem við eigum jú öll, og síðast en ekki síst skýr og fagleg andstaða nýrrar Minjastofnunar Íslands, sem á að gæta fyrir okkur minja sem ekki mega glatast. BIN-hópurinn hefur beitt sér af alefli í grasrótinni og VG staðið sína vakt um vernd almannarýma, einstakar götumyndir og gömul hús. Allt var þetta vegið og léttvægt fundið. Ekki mátti kalla fulltrúa Minjastofnunar Íslands á fund skipulagsráðs þrátt fyrir nýja og afgerandi úttekt gegn skipulagshugmyndunum, ekki mátti leita sátta við Alþingi sem telur nýbyggingu við Kirkjustræti þrengja um of að þjóðþinginu okkar og ekki mátti gefa almenningi kost á opnum borgarstjórnarfundi um málið. Meirihlutinn ákvað að fylgja þeirri stefnu sem hann tók um leið og hann fékk þetta erfiða mál fyrst í fangið, að tryggja þrönga hagsmuni lóðareiganda á Landsímareit og sjá til þess að hagnaðarvonir hans gætu ræst. Annars ætti borgin ekki von á góðu frá eigandanum. Sá er eflaust með allar heimildir og væntingar um byggingarmagn veðsettar upp í rjáfur en mátti að sjálfsögðu vita allan tímann að á þessum stað yrði ekki byggt hvað sem er. Útgangspunktur í öllu ferlinu var að finna þyrfti rými fyrir stórt hótel, miklu, miklu stærra í herbergjum talið en Hótel Borg. Þannig fengi lóðareigandinn sitt, annað kom ekki til greina. Þetta er auðvitað makalaus nálgun hjá meirihlutanum og hann er enn í bullandi vandræðum með málið. Hvað varð um alla lýðræðisástina og meintan áhuga á húsvernd? Hvers vegna í ósköpunum stendur meirihlutinn enn þá með eigandanum en ekki almenningi, menningunni, tónlistarfólkinu og húsverndinni?Alvöru sátt Minjastofnun Íslands tók til starfa um síðustu áramót og gegnir ábyrgðarmiklu hlutverki. Hún tók í sumarbyrjun skýra og vandlega ígrundaða afstöðu til deiliskipulagshugmynda sem þá voru bara tillögur en hafa nú verið afgreiddar í borgarráði án nokkurs tillits til þeirra athugasemda. Stofnunin hlýtur þá að bregðast við og grípa til viðeigandi ráðstafana. Koma þarf í veg fyrir að einstakur og vinmargur samkomu- og tónleikasalur, sem ber svipmót stríðsáranna og nýrra tíma í íslenskri byggingarsögu, glatist. Byggingar við Vallarstræti verða líka að styðja betur gömlu húsin sem þar eru í ómetanlegri umgjörð um litríkasta torgið í Reykjavík. Enginn er á móti líflegri starfsemi á jarðhæð í Landsímahúsi við Austurvöll, eins og stundum er látið í veðri vaka, enginn er á móti því að bæta umhverfi og efla líf í Kvosinni. Við viljum bara alvöru sátt við gamla byggð og lífið í borginni. Að mannlífið og tónlistin fái að dafna. Að Alþingishús og timburhúsin við Kirkjustræti njóti sín. Að gömul hús og götumyndir eigi sér mörg líf og langa framtíð öllum til heilla. Á þessum reit er alvöru sátt sjálfsögð krafa.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar