Sparað til enn meira tjóns Sigþór Sigurðsson skrifar 11. mars 2013 06:00 Fyrir um ári síðan ritaði ég grein og birti opinberlega þar sem ég rakti fyrir samgönguráðherra þvílíkt ábyrgðarleysi það væri að skera svo hastarlega niður viðhaldsfé Vegagerðarinnar að vegakerfið væri í stórhættu. Framlög til viðhalds vega hafa nú í fjögur ár verið undir helmingi þess sem talið er eðlilegt. Vegagerðin sjálf hefur metið að uppsöfnuð þörf fyrir viðhald sé 8-10 milljarðar eftir þessi hörmungarár. Fyrir um einu og hálfu ári fór fulltrúi fyrirtækja sem starfa við vegagerð og fulltrúi Samtaka iðnaðarins á fund samgöngunefndar þingsins. Þingmenn hlustuðu brúnaþungir á okkur útlista hættuna af því að halda ekki við slitlagi á þjóðvegum landsins. Ef það brotnar upp og burðarlag veganna skemmist kostar allt að tíu sinnum meira að gera við þann veg en ef slitlaginu er viðhaldið eðlilega. Því í raun er um nýbyggingu vegar að ræða þegar slíkt gerist. Það var engu líkara en okkur væri ekki trúað. Embættismenn Vegagerðarinnar fóru margar ferðir með betlistaf til að útskýra hættuna og afleiðingar þess að gera ekki neitt. Árangur enginn. Hvorki þingmenn né samgönguráðherra sjálfur sáu ástæðu til að forgangsraða upp á nýtt í kerfinu svo bjarga mætti verðmætum. Nú hrynja vegirnir hver af öðrum, Vestfjarðavegur, Súðavíkurhlíð, Þverárfjall, og sjálfur þjóðvegur 1 er mjög víða illa farinn. Það var lokað fyrir fiskflutninga frá Vestfjörðum, það er nánast ófært fyrir smábíla um þjóðvegi milli bæja. Það er búið að vinna stórtjón. Vegagerðarmenn og verktakar eru ekki hávær hópur og kannski er það ástæðan fyrir því að ríkistjórnin komst upp með að skera niður meira en 50% af útgjöldum til vegamála meðan annars staðar voru látnar duga eins stafs tölur. En kannski er öllum sama? Það er að koma nýtt kjörtímabil og þá kemur núverandi samgönguráðherra þetta í öllu falli ekki lengur við. Eigum við að spara til enn meira tjóns ? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fyrir um ári síðan ritaði ég grein og birti opinberlega þar sem ég rakti fyrir samgönguráðherra þvílíkt ábyrgðarleysi það væri að skera svo hastarlega niður viðhaldsfé Vegagerðarinnar að vegakerfið væri í stórhættu. Framlög til viðhalds vega hafa nú í fjögur ár verið undir helmingi þess sem talið er eðlilegt. Vegagerðin sjálf hefur metið að uppsöfnuð þörf fyrir viðhald sé 8-10 milljarðar eftir þessi hörmungarár. Fyrir um einu og hálfu ári fór fulltrúi fyrirtækja sem starfa við vegagerð og fulltrúi Samtaka iðnaðarins á fund samgöngunefndar þingsins. Þingmenn hlustuðu brúnaþungir á okkur útlista hættuna af því að halda ekki við slitlagi á þjóðvegum landsins. Ef það brotnar upp og burðarlag veganna skemmist kostar allt að tíu sinnum meira að gera við þann veg en ef slitlaginu er viðhaldið eðlilega. Því í raun er um nýbyggingu vegar að ræða þegar slíkt gerist. Það var engu líkara en okkur væri ekki trúað. Embættismenn Vegagerðarinnar fóru margar ferðir með betlistaf til að útskýra hættuna og afleiðingar þess að gera ekki neitt. Árangur enginn. Hvorki þingmenn né samgönguráðherra sjálfur sáu ástæðu til að forgangsraða upp á nýtt í kerfinu svo bjarga mætti verðmætum. Nú hrynja vegirnir hver af öðrum, Vestfjarðavegur, Súðavíkurhlíð, Þverárfjall, og sjálfur þjóðvegur 1 er mjög víða illa farinn. Það var lokað fyrir fiskflutninga frá Vestfjörðum, það er nánast ófært fyrir smábíla um þjóðvegi milli bæja. Það er búið að vinna stórtjón. Vegagerðarmenn og verktakar eru ekki hávær hópur og kannski er það ástæðan fyrir því að ríkistjórnin komst upp með að skera niður meira en 50% af útgjöldum til vegamála meðan annars staðar voru látnar duga eins stafs tölur. En kannski er öllum sama? Það er að koma nýtt kjörtímabil og þá kemur núverandi samgönguráðherra þetta í öllu falli ekki lengur við. Eigum við að spara til enn meira tjóns ?
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun