Kærð fyrir að senda textaskilaboð til ökumanns Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2013 08:45 Það fer ekki vel með akstri að lesa textaskilaboð Það er ekki bara viðsjárvert að lesa textaskilaboð í síma sínum við akstur heldur einnig að senda slík skilaboð til einhvers sem er akandi. Það á þó enn frekar við í henni Ameríku. Þetta gerði einmitt 17 ára stúlka þar og sendi SMS til kærasti síns. Hún vissi að hann væri á akstri. Er hann las skilaboði lenti hann í árekstri og tveir farþegar í bílnum sem hann ók á slösuðust mikið og eru nú báðir fótalausir. Kæran sem borin var fram er bæði höfðuð gegn ökumanninum sem olli árekstrinum sem og kærustu hans sem sendi skilaboðin. Kæran sem höfðuð var gegn kærustunni byggir á því að hún vissi að sinn heittelskaði væri á akstri. Dómarinn sýknaði hinsvegar kærustuna og í útskýringu sinni á sýknunni taldi dómarinn að það væri alfarið á ábyrgð ökumannsins að lesa þau skilaboð sem hann fær við aksturinn og ekki væri hægt að flytja ábyrgðina yfir á sendandann. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent
Það er ekki bara viðsjárvert að lesa textaskilaboð í síma sínum við akstur heldur einnig að senda slík skilaboð til einhvers sem er akandi. Það á þó enn frekar við í henni Ameríku. Þetta gerði einmitt 17 ára stúlka þar og sendi SMS til kærasti síns. Hún vissi að hann væri á akstri. Er hann las skilaboði lenti hann í árekstri og tveir farþegar í bílnum sem hann ók á slösuðust mikið og eru nú báðir fótalausir. Kæran sem borin var fram er bæði höfðuð gegn ökumanninum sem olli árekstrinum sem og kærustu hans sem sendi skilaboðin. Kæran sem höfðuð var gegn kærustunni byggir á því að hún vissi að sinn heittelskaði væri á akstri. Dómarinn sýknaði hinsvegar kærustuna og í útskýringu sinni á sýknunni taldi dómarinn að það væri alfarið á ábyrgð ökumannsins að lesa þau skilaboð sem hann fær við aksturinn og ekki væri hægt að flytja ábyrgðina yfir á sendandann.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent