Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 24-18 | Hafnarfjarðarslagur í úrslitum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. desember 2013 11:03 Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH. FH mætir Haukum í úrslitum Flugleiðabikars karla í handbolta á morgun eftir að liðið lagði ÍBV 24-18 að velli í undanúrslitum í kvöld. FH var 12-8 yfir í hálfleik. Það var mikill hiti í mönnum sem rekja má að miklu leyti til þess þegar Andri Berg Haraldsson fékk rauða spjaldið strax á annarri mínútu leiksins, í fyrstu sókn ÍBV. Andri Heimir Friðriksson fellur harkalega til jarðar eftir viðskipti sín við Andra Berg, ekkert dæmt en ÍBV á innkast. Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, kemur inn á völlinn til að huga að sínum manni og notar tækifærið til að hella sér yfir dómara leiksins, allt annað en sáttur við Andra Berg og að ekkert skuli hafa verið dæmt. Þrátt fyrir að hafa ekkert dæmt í upphafi sýndu dómararnir Andra Berg rauða spjaldið og þá sauð á Einari Andra þjálfara FH og þetta smitaðist í leikmenn sem léku af enn meiri krafti og létu finna enn frekar fyrir sér. Mikill hraði var í leiknum en ekki var mikið skorað framan af. Ágúst Elí Björgvinsson unglingalandsliðsmarkvörður sem lék í marki FH í stað Daníels Freys Andréssonar sem er meiddur stal senunni. Ágúst Elí varði 12 skot í fyrri hálfleik sem gerir 60% markvörslu og FH var fjórum mörkum yfir eftir 30 mínútur 12-8. Hart var barist í seinni hálfleik þó harkan hafi ekki verið alveg sú sama og framan af leik. FH hélt frumkvæðinu og var yfir allan leikinn en það var ekki fyrr en síðustu fimm mínúturnar að úrslitin réðust. Það verður því Hafnarfjarðarslagur í Strandgötunni á morgun klukkan 15 þegar FH og Haukar mætast í úrslitaleiknum. Einar Andri: Höfum verið í hugarfarslegum æfingum„Við spiluðum frábæra vörn og Ágúst var frábær í markinu. Það er uppskrift af góðum sigri,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „Það stigu allir upp og skiluðu sínu. Hugarfarið var mjög gott í dag. Við höfum rætt þegar sigurhugarfar sem við höfum tileinkað okkur síðustu árin í FH. Við megum ekkert slaka á í því og gefa eftir. Ef við erum ekki á fullu þá töpum við í þessari jöfnu deild. „Við höfum verið í hugarfarslegum æfingum frekar en handboltaæfingum síðustu vikuna og þær eru að skila sér,“ sagði Einar Andri sem var ekki sáttur við rauða spjaldið sem Andri Berg fékk í upphafi leiks. „Ég sá ekki brotið og man ekki hvort hann dæmdi eða ekki en mér fannst þeir ekki líklegir til að dæma neitt og við, þjálfarar og sjúkraþjálfarar höfum bara leyfi til að fara inn á völlinn til að huga að okkar leikmönnum. Við verðum að vera á bekknum til að reyna að tala við dómarann. Mér fannst þetta líta illa út og þess vegna varð ég mjög reiður að það skuli hafa komið rautt spjald upp úr þessu öllu eftir tvær mínútur. „Við vorum með hörku handboltamenn í dag og fullt af ungum strákum. Þeir spiluðu allir og stóðu sig mjög vel. Við erum með stóran hóp af leikmönnum og stóran hóp af ungum leikmönnum sem hafa verið að ná mjög góðum árangri. Það er gott fyrir þá að koma hér og sýna sig,“ sagði Einar Andri ungir leikmenn á við Ágúst Elí stigu upp í fjarveru lykilmanna. Arnar: Orkan var búin„Við spiluðum mjög góðan leik við FH um daginn og unnum þá. Sá leikur tók töluvert mikla orku og við spiluðum á færri mönnum en við ætluðum og hnjask hér og þar sem menn eru að berjast í gegnum,“ sagði Arnar Pétursson annar þjálfara ÍBV. „Við Gunnar (Magnússon) töluðum um það okkar á milli fyrir leikinn að þetta yrði erfiðara fyrir okkur en þá,“ að Daníel Freyr Andrésson gæti ekki leikið með liði FH vegna meiðsla. „FH býr við það að það kemur frábær strákur í markið, hann er frábær í marki. Hann sýndi það heldur betur í kvöld að FH er ekki á flæðiskeri staddir með markmenn. Það var alls ekki vanmat. Við reyndum að búa strákana undir að þetta væri hörku markvörður og hann varði vel.“ Leikurinn var í járnum lengi vel og FH var lengi tveimur mörkum yfir 18-16. FH skoraði á undan í þeirri stöðu og þá má segja að björninn hafi verið unninn. „Markið lenti þeirra megin. Ef við hefðum skorað 17. markið hefði þetta kannski farið öðruvísi en mér fannst við vera orðnir vel þreyttir og orkan var að tæmast. FH náði að spila sína sókn þannig að við þurfum að hreyfa okkur mikið varnarlega og þetta er kannski í fyrsta skiptið sem við lendum í einhverjum vandamálum þar. Orkan var bara búin,“ sagði Arnar. Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
FH mætir Haukum í úrslitum Flugleiðabikars karla í handbolta á morgun eftir að liðið lagði ÍBV 24-18 að velli í undanúrslitum í kvöld. FH var 12-8 yfir í hálfleik. Það var mikill hiti í mönnum sem rekja má að miklu leyti til þess þegar Andri Berg Haraldsson fékk rauða spjaldið strax á annarri mínútu leiksins, í fyrstu sókn ÍBV. Andri Heimir Friðriksson fellur harkalega til jarðar eftir viðskipti sín við Andra Berg, ekkert dæmt en ÍBV á innkast. Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, kemur inn á völlinn til að huga að sínum manni og notar tækifærið til að hella sér yfir dómara leiksins, allt annað en sáttur við Andra Berg og að ekkert skuli hafa verið dæmt. Þrátt fyrir að hafa ekkert dæmt í upphafi sýndu dómararnir Andra Berg rauða spjaldið og þá sauð á Einari Andra þjálfara FH og þetta smitaðist í leikmenn sem léku af enn meiri krafti og létu finna enn frekar fyrir sér. Mikill hraði var í leiknum en ekki var mikið skorað framan af. Ágúst Elí Björgvinsson unglingalandsliðsmarkvörður sem lék í marki FH í stað Daníels Freys Andréssonar sem er meiddur stal senunni. Ágúst Elí varði 12 skot í fyrri hálfleik sem gerir 60% markvörslu og FH var fjórum mörkum yfir eftir 30 mínútur 12-8. Hart var barist í seinni hálfleik þó harkan hafi ekki verið alveg sú sama og framan af leik. FH hélt frumkvæðinu og var yfir allan leikinn en það var ekki fyrr en síðustu fimm mínúturnar að úrslitin réðust. Það verður því Hafnarfjarðarslagur í Strandgötunni á morgun klukkan 15 þegar FH og Haukar mætast í úrslitaleiknum. Einar Andri: Höfum verið í hugarfarslegum æfingum„Við spiluðum frábæra vörn og Ágúst var frábær í markinu. Það er uppskrift af góðum sigri,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „Það stigu allir upp og skiluðu sínu. Hugarfarið var mjög gott í dag. Við höfum rætt þegar sigurhugarfar sem við höfum tileinkað okkur síðustu árin í FH. Við megum ekkert slaka á í því og gefa eftir. Ef við erum ekki á fullu þá töpum við í þessari jöfnu deild. „Við höfum verið í hugarfarslegum æfingum frekar en handboltaæfingum síðustu vikuna og þær eru að skila sér,“ sagði Einar Andri sem var ekki sáttur við rauða spjaldið sem Andri Berg fékk í upphafi leiks. „Ég sá ekki brotið og man ekki hvort hann dæmdi eða ekki en mér fannst þeir ekki líklegir til að dæma neitt og við, þjálfarar og sjúkraþjálfarar höfum bara leyfi til að fara inn á völlinn til að huga að okkar leikmönnum. Við verðum að vera á bekknum til að reyna að tala við dómarann. Mér fannst þetta líta illa út og þess vegna varð ég mjög reiður að það skuli hafa komið rautt spjald upp úr þessu öllu eftir tvær mínútur. „Við vorum með hörku handboltamenn í dag og fullt af ungum strákum. Þeir spiluðu allir og stóðu sig mjög vel. Við erum með stóran hóp af leikmönnum og stóran hóp af ungum leikmönnum sem hafa verið að ná mjög góðum árangri. Það er gott fyrir þá að koma hér og sýna sig,“ sagði Einar Andri ungir leikmenn á við Ágúst Elí stigu upp í fjarveru lykilmanna. Arnar: Orkan var búin„Við spiluðum mjög góðan leik við FH um daginn og unnum þá. Sá leikur tók töluvert mikla orku og við spiluðum á færri mönnum en við ætluðum og hnjask hér og þar sem menn eru að berjast í gegnum,“ sagði Arnar Pétursson annar þjálfara ÍBV. „Við Gunnar (Magnússon) töluðum um það okkar á milli fyrir leikinn að þetta yrði erfiðara fyrir okkur en þá,“ að Daníel Freyr Andrésson gæti ekki leikið með liði FH vegna meiðsla. „FH býr við það að það kemur frábær strákur í markið, hann er frábær í marki. Hann sýndi það heldur betur í kvöld að FH er ekki á flæðiskeri staddir með markmenn. Það var alls ekki vanmat. Við reyndum að búa strákana undir að þetta væri hörku markvörður og hann varði vel.“ Leikurinn var í járnum lengi vel og FH var lengi tveimur mörkum yfir 18-16. FH skoraði á undan í þeirri stöðu og þá má segja að björninn hafi verið unninn. „Markið lenti þeirra megin. Ef við hefðum skorað 17. markið hefði þetta kannski farið öðruvísi en mér fannst við vera orðnir vel þreyttir og orkan var að tæmast. FH náði að spila sína sókn þannig að við þurfum að hreyfa okkur mikið varnarlega og þetta er kannski í fyrsta skiptið sem við lendum í einhverjum vandamálum þar. Orkan var bara búin,“ sagði Arnar.
Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira