Sunna: Spjallið við mömmu róaði taugarnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2013 18:02 Sunna Víðisdóttir varð í dag Íslandsmeistari kvenna í golfi eftir æsispennandi lokadag á Íslandsmótinu í höggleik. Sunna hafði sigur eftir umspil og bráðabana en hún, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir voru allar jafnar eftir 18. holuna í dag. Það voru miklar sviptingar á lokaholunum og Sunna segir að það hafi verið erfitt að fylgjast nákvæmlega með gangi mála. „Ég vissi nokkurn veginn hvernig staðan var en hafði ekki hugmynd um á hverju Ólafía hefði spilað,“ sagði Sunna eftir sigurinn í dag. Svo fór að hún fór í umspil með Ólafíu og Guðrúnu Brá. Ólafía datt út eftir þrjár holur en Sunna hafði svo betur gegn Guðrúnu í bráðabana. 18. holan var æsispennandi og Sunna fékk tækifæri til að pútta fyrir sigrinum þá. Hún gerði sér þó ekki grein fyrir því. „Ég vissi það ekki þá en ég vissi að ég var að pútta fyrir sigri í hollinu okkar,“ segir hún. Hún segir að hún hafi reynt að dreifa huganum í umspilinu. „Mamma var á pokanum og við reyndum bara að spjalla um eitthvað allt annað en golf. Það var bara hitt og þetta.“ „En ég er himinlifandi með sigurinn, sérstaklega eftir að hafa spilað illa til að byrja með. Það er frábært að hafa náð að koma til baka.“ Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Sunna Víðisdóttir varð í dag Íslandsmeistari kvenna í golfi eftir æsispennandi lokadag á Íslandsmótinu í höggleik. Sunna hafði sigur eftir umspil og bráðabana en hún, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir voru allar jafnar eftir 18. holuna í dag. Það voru miklar sviptingar á lokaholunum og Sunna segir að það hafi verið erfitt að fylgjast nákvæmlega með gangi mála. „Ég vissi nokkurn veginn hvernig staðan var en hafði ekki hugmynd um á hverju Ólafía hefði spilað,“ sagði Sunna eftir sigurinn í dag. Svo fór að hún fór í umspil með Ólafíu og Guðrúnu Brá. Ólafía datt út eftir þrjár holur en Sunna hafði svo betur gegn Guðrúnu í bráðabana. 18. holan var æsispennandi og Sunna fékk tækifæri til að pútta fyrir sigrinum þá. Hún gerði sér þó ekki grein fyrir því. „Ég vissi það ekki þá en ég vissi að ég var að pútta fyrir sigri í hollinu okkar,“ segir hún. Hún segir að hún hafi reynt að dreifa huganum í umspilinu. „Mamma var á pokanum og við reyndum bara að spjalla um eitthvað allt annað en golf. Það var bara hitt og þetta.“ „En ég er himinlifandi með sigurinn, sérstaklega eftir að hafa spilað illa til að byrja með. Það er frábært að hafa náð að koma til baka.“
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira