Byltingarnar í lífi HIV-jákvæðra Sigurlaug Hauksdóttir skrifar 7. desember 2013 07:00 Hugleiðingar í tilefni 25 ára afmælis HIV-Íslands í ár. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum 25 árum frá stofnun félagsins og heilbrigði og aðstæður HIV-jákvæðra hafa batnað verulega. Ný og öflug lyf komu á markaðinn árið 1996 sem bættu líkamlegt heilbrigði þeirra og langlífi. Það var áhrifaríkt að sjá veikt fólk nánast standa upp úr hjólastólunum og fara út í lífið. Það var ekki alltaf auðvelt því stundum varð fyrst að vekja vonina sem hafði nánast horfið með tímanum. Einnig gat verið erfitt að vita hvert skyldi stefna. Það er gleðilegt og í raun ótrúlegt að sjá hvað margir í dag lifa góðu lífi; stunda alls kyns nám og vinna mikilvæg störf í samfélaginu. Bara yfirleitt að lifa innihaldsríku og góðu lífi með eigin fjölskyldu, vinum og vandamönnum. Miklar framfarir hafa átt sér stað í lyfjamálum HIV-jákvæðra frá árinu 1996. Inntaka lyfjanna er nú mun einfaldari en áður og nóg að taka eina töflu á dag í stað um 20 taflna eins og algengt var fyrir um 15 árum. Þetta hefur svo sannarlega einfaldað líf margra. Aukaverkanir af lyfjunum eru jafnframt hverfandi, en framan af þótti ekki óeðlilegt að vera til dæmis daglega með niðurgang og ógleði í tengslum við inntöku lyfjanna.Ánægjulegra kynlíf? Nýleg þróun á vafalaust eftir að hafa mikil og góð áhrif í lífi HIV-jákvæðra og landsmanna allra. Hún varðar kynlífsþáttinn sem mörgum sem greinast með HIV finnst oft hvað erfiðastur. Nýleg rannsókn á gagnkynhneigðum einstaklingum sýndi að smithætta í kynlífi, sem oftast er undir 1%, minnkar um 96% til viðbótar séu HIV-jákvæðir í virkri HIV-lyfjameðferð og í traustu sambandi. Enn vantar rannsóknir á samkynhneigðum og sprautufíklum. Telja má víst að þessi rannsókn eigi eftir að hafa mikil og jákvæð áhrif á kynlíf HIV-jákvæðra og efla lífsgæði þeirra. Hún geti auðveldað þeim tilhugsunina um kynlíf eftir greiningu og dregið úr óttanum við höfnun þegar þeir segja frá smiti sínu áður en kynlíf er stundað. Sömuleiðis verði einfaldara fyrir þá að stofna til tengsla við ósmitaða einstaklinga og óttinn við smitun í sambandi kann að minnka eða hverfa alveg. Áhrifanna gæti jafnframt í barneignum, því í stað tæknilegra lausna eins og „sæðisþvottar“, geti fólk í meira mæli stundað hefðbundið kynlíf við getnað. Hvert par þarf að ákveða fyrir sig hvort það hætti alveg smokkanotkun sé annar aðilinn í virkri HIV-lyfjameðferð. Vafalaust kjósa sumir að nota alltaf smokkinn ef einhverjar líkur eru á smiti á meðan aðrir meta smithættuna það litla að það taki því ekki. Þetta verða pör að gera upp við sig eftir greinargóðar upplýsingar hjá sérfræðingi. HIV-jákvæðir og landsmenn allir þurfa að vera vel upplýstir um þessa nýjustu byltingu hvað varðar smithættu. Fordómar þurfa að víkja fyrir þekkingu sem ætti að auðvelda kynni HIV-jákvæðra við ósmitaða og efla gæði samskipta þeirra og tengsla. Þrátt fyrir miklar framfarir í heimi HIV-jákvæðra er enn mikilvægt að setja smokkinn á oddinn; fyrir einhleypa og alla fyrsta hálfa árið í sambandi. Þá er kjörið að fara í kynsjúkdómaskoðun og breyta síðan yfir í hormónagetnaðarvörn til dæmis pilluna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Hugleiðingar í tilefni 25 ára afmælis HIV-Íslands í ár. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum 25 árum frá stofnun félagsins og heilbrigði og aðstæður HIV-jákvæðra hafa batnað verulega. Ný og öflug lyf komu á markaðinn árið 1996 sem bættu líkamlegt heilbrigði þeirra og langlífi. Það var áhrifaríkt að sjá veikt fólk nánast standa upp úr hjólastólunum og fara út í lífið. Það var ekki alltaf auðvelt því stundum varð fyrst að vekja vonina sem hafði nánast horfið með tímanum. Einnig gat verið erfitt að vita hvert skyldi stefna. Það er gleðilegt og í raun ótrúlegt að sjá hvað margir í dag lifa góðu lífi; stunda alls kyns nám og vinna mikilvæg störf í samfélaginu. Bara yfirleitt að lifa innihaldsríku og góðu lífi með eigin fjölskyldu, vinum og vandamönnum. Miklar framfarir hafa átt sér stað í lyfjamálum HIV-jákvæðra frá árinu 1996. Inntaka lyfjanna er nú mun einfaldari en áður og nóg að taka eina töflu á dag í stað um 20 taflna eins og algengt var fyrir um 15 árum. Þetta hefur svo sannarlega einfaldað líf margra. Aukaverkanir af lyfjunum eru jafnframt hverfandi, en framan af þótti ekki óeðlilegt að vera til dæmis daglega með niðurgang og ógleði í tengslum við inntöku lyfjanna.Ánægjulegra kynlíf? Nýleg þróun á vafalaust eftir að hafa mikil og góð áhrif í lífi HIV-jákvæðra og landsmanna allra. Hún varðar kynlífsþáttinn sem mörgum sem greinast með HIV finnst oft hvað erfiðastur. Nýleg rannsókn á gagnkynhneigðum einstaklingum sýndi að smithætta í kynlífi, sem oftast er undir 1%, minnkar um 96% til viðbótar séu HIV-jákvæðir í virkri HIV-lyfjameðferð og í traustu sambandi. Enn vantar rannsóknir á samkynhneigðum og sprautufíklum. Telja má víst að þessi rannsókn eigi eftir að hafa mikil og jákvæð áhrif á kynlíf HIV-jákvæðra og efla lífsgæði þeirra. Hún geti auðveldað þeim tilhugsunina um kynlíf eftir greiningu og dregið úr óttanum við höfnun þegar þeir segja frá smiti sínu áður en kynlíf er stundað. Sömuleiðis verði einfaldara fyrir þá að stofna til tengsla við ósmitaða einstaklinga og óttinn við smitun í sambandi kann að minnka eða hverfa alveg. Áhrifanna gæti jafnframt í barneignum, því í stað tæknilegra lausna eins og „sæðisþvottar“, geti fólk í meira mæli stundað hefðbundið kynlíf við getnað. Hvert par þarf að ákveða fyrir sig hvort það hætti alveg smokkanotkun sé annar aðilinn í virkri HIV-lyfjameðferð. Vafalaust kjósa sumir að nota alltaf smokkinn ef einhverjar líkur eru á smiti á meðan aðrir meta smithættuna það litla að það taki því ekki. Þetta verða pör að gera upp við sig eftir greinargóðar upplýsingar hjá sérfræðingi. HIV-jákvæðir og landsmenn allir þurfa að vera vel upplýstir um þessa nýjustu byltingu hvað varðar smithættu. Fordómar þurfa að víkja fyrir þekkingu sem ætti að auðvelda kynni HIV-jákvæðra við ósmitaða og efla gæði samskipta þeirra og tengsla. Þrátt fyrir miklar framfarir í heimi HIV-jákvæðra er enn mikilvægt að setja smokkinn á oddinn; fyrir einhleypa og alla fyrsta hálfa árið í sambandi. Þá er kjörið að fara í kynsjúkdómaskoðun og breyta síðan yfir í hormónagetnaðarvörn til dæmis pilluna.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun