Byltingarnar í lífi HIV-jákvæðra Sigurlaug Hauksdóttir skrifar 7. desember 2013 07:00 Hugleiðingar í tilefni 25 ára afmælis HIV-Íslands í ár. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum 25 árum frá stofnun félagsins og heilbrigði og aðstæður HIV-jákvæðra hafa batnað verulega. Ný og öflug lyf komu á markaðinn árið 1996 sem bættu líkamlegt heilbrigði þeirra og langlífi. Það var áhrifaríkt að sjá veikt fólk nánast standa upp úr hjólastólunum og fara út í lífið. Það var ekki alltaf auðvelt því stundum varð fyrst að vekja vonina sem hafði nánast horfið með tímanum. Einnig gat verið erfitt að vita hvert skyldi stefna. Það er gleðilegt og í raun ótrúlegt að sjá hvað margir í dag lifa góðu lífi; stunda alls kyns nám og vinna mikilvæg störf í samfélaginu. Bara yfirleitt að lifa innihaldsríku og góðu lífi með eigin fjölskyldu, vinum og vandamönnum. Miklar framfarir hafa átt sér stað í lyfjamálum HIV-jákvæðra frá árinu 1996. Inntaka lyfjanna er nú mun einfaldari en áður og nóg að taka eina töflu á dag í stað um 20 taflna eins og algengt var fyrir um 15 árum. Þetta hefur svo sannarlega einfaldað líf margra. Aukaverkanir af lyfjunum eru jafnframt hverfandi, en framan af þótti ekki óeðlilegt að vera til dæmis daglega með niðurgang og ógleði í tengslum við inntöku lyfjanna.Ánægjulegra kynlíf? Nýleg þróun á vafalaust eftir að hafa mikil og góð áhrif í lífi HIV-jákvæðra og landsmanna allra. Hún varðar kynlífsþáttinn sem mörgum sem greinast með HIV finnst oft hvað erfiðastur. Nýleg rannsókn á gagnkynhneigðum einstaklingum sýndi að smithætta í kynlífi, sem oftast er undir 1%, minnkar um 96% til viðbótar séu HIV-jákvæðir í virkri HIV-lyfjameðferð og í traustu sambandi. Enn vantar rannsóknir á samkynhneigðum og sprautufíklum. Telja má víst að þessi rannsókn eigi eftir að hafa mikil og jákvæð áhrif á kynlíf HIV-jákvæðra og efla lífsgæði þeirra. Hún geti auðveldað þeim tilhugsunina um kynlíf eftir greiningu og dregið úr óttanum við höfnun þegar þeir segja frá smiti sínu áður en kynlíf er stundað. Sömuleiðis verði einfaldara fyrir þá að stofna til tengsla við ósmitaða einstaklinga og óttinn við smitun í sambandi kann að minnka eða hverfa alveg. Áhrifanna gæti jafnframt í barneignum, því í stað tæknilegra lausna eins og „sæðisþvottar“, geti fólk í meira mæli stundað hefðbundið kynlíf við getnað. Hvert par þarf að ákveða fyrir sig hvort það hætti alveg smokkanotkun sé annar aðilinn í virkri HIV-lyfjameðferð. Vafalaust kjósa sumir að nota alltaf smokkinn ef einhverjar líkur eru á smiti á meðan aðrir meta smithættuna það litla að það taki því ekki. Þetta verða pör að gera upp við sig eftir greinargóðar upplýsingar hjá sérfræðingi. HIV-jákvæðir og landsmenn allir þurfa að vera vel upplýstir um þessa nýjustu byltingu hvað varðar smithættu. Fordómar þurfa að víkja fyrir þekkingu sem ætti að auðvelda kynni HIV-jákvæðra við ósmitaða og efla gæði samskipta þeirra og tengsla. Þrátt fyrir miklar framfarir í heimi HIV-jákvæðra er enn mikilvægt að setja smokkinn á oddinn; fyrir einhleypa og alla fyrsta hálfa árið í sambandi. Þá er kjörið að fara í kynsjúkdómaskoðun og breyta síðan yfir í hormónagetnaðarvörn til dæmis pilluna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Hugleiðingar í tilefni 25 ára afmælis HIV-Íslands í ár. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum 25 árum frá stofnun félagsins og heilbrigði og aðstæður HIV-jákvæðra hafa batnað verulega. Ný og öflug lyf komu á markaðinn árið 1996 sem bættu líkamlegt heilbrigði þeirra og langlífi. Það var áhrifaríkt að sjá veikt fólk nánast standa upp úr hjólastólunum og fara út í lífið. Það var ekki alltaf auðvelt því stundum varð fyrst að vekja vonina sem hafði nánast horfið með tímanum. Einnig gat verið erfitt að vita hvert skyldi stefna. Það er gleðilegt og í raun ótrúlegt að sjá hvað margir í dag lifa góðu lífi; stunda alls kyns nám og vinna mikilvæg störf í samfélaginu. Bara yfirleitt að lifa innihaldsríku og góðu lífi með eigin fjölskyldu, vinum og vandamönnum. Miklar framfarir hafa átt sér stað í lyfjamálum HIV-jákvæðra frá árinu 1996. Inntaka lyfjanna er nú mun einfaldari en áður og nóg að taka eina töflu á dag í stað um 20 taflna eins og algengt var fyrir um 15 árum. Þetta hefur svo sannarlega einfaldað líf margra. Aukaverkanir af lyfjunum eru jafnframt hverfandi, en framan af þótti ekki óeðlilegt að vera til dæmis daglega með niðurgang og ógleði í tengslum við inntöku lyfjanna.Ánægjulegra kynlíf? Nýleg þróun á vafalaust eftir að hafa mikil og góð áhrif í lífi HIV-jákvæðra og landsmanna allra. Hún varðar kynlífsþáttinn sem mörgum sem greinast með HIV finnst oft hvað erfiðastur. Nýleg rannsókn á gagnkynhneigðum einstaklingum sýndi að smithætta í kynlífi, sem oftast er undir 1%, minnkar um 96% til viðbótar séu HIV-jákvæðir í virkri HIV-lyfjameðferð og í traustu sambandi. Enn vantar rannsóknir á samkynhneigðum og sprautufíklum. Telja má víst að þessi rannsókn eigi eftir að hafa mikil og jákvæð áhrif á kynlíf HIV-jákvæðra og efla lífsgæði þeirra. Hún geti auðveldað þeim tilhugsunina um kynlíf eftir greiningu og dregið úr óttanum við höfnun þegar þeir segja frá smiti sínu áður en kynlíf er stundað. Sömuleiðis verði einfaldara fyrir þá að stofna til tengsla við ósmitaða einstaklinga og óttinn við smitun í sambandi kann að minnka eða hverfa alveg. Áhrifanna gæti jafnframt í barneignum, því í stað tæknilegra lausna eins og „sæðisþvottar“, geti fólk í meira mæli stundað hefðbundið kynlíf við getnað. Hvert par þarf að ákveða fyrir sig hvort það hætti alveg smokkanotkun sé annar aðilinn í virkri HIV-lyfjameðferð. Vafalaust kjósa sumir að nota alltaf smokkinn ef einhverjar líkur eru á smiti á meðan aðrir meta smithættuna það litla að það taki því ekki. Þetta verða pör að gera upp við sig eftir greinargóðar upplýsingar hjá sérfræðingi. HIV-jákvæðir og landsmenn allir þurfa að vera vel upplýstir um þessa nýjustu byltingu hvað varðar smithættu. Fordómar þurfa að víkja fyrir þekkingu sem ætti að auðvelda kynni HIV-jákvæðra við ósmitaða og efla gæði samskipta þeirra og tengsla. Þrátt fyrir miklar framfarir í heimi HIV-jákvæðra er enn mikilvægt að setja smokkinn á oddinn; fyrir einhleypa og alla fyrsta hálfa árið í sambandi. Þá er kjörið að fara í kynsjúkdómaskoðun og breyta síðan yfir í hormónagetnaðarvörn til dæmis pilluna.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun