Tugþúsundir brúa í Bandaríkjunum að hruni komnar Finnur Thorlacius skrifar 16. september 2013 09:28 Í bandaríska vegakerfinu eru skráðar 607.380 brýr og eru um 10% þeirra í svo slæmu ástandi að þær verða að teljast stórhættulegar. Um 20.000 af þeim eru í svo slæmu ástandi að talið er að ef aðeins einn hlutur í þeim gefur eftir muni þær hrynja. Helsta ástæða þessarar stöðu er sú staðreynd að þegar flestar þessara brúa voru smíðaðar voru þær gerðar fyrir mun léttari bíla en nú eru á götunum og auk þess mun minni umferð. Margar af þessum brúm eru í svo slæmu ástandi að sérfræðingar telja að það sé aðeins spurning um örfáa mánuði eða ár þar til þær hrynja. Verða þá margir vegfarendur í hættu. Svo slæmt er þetta ástand allt að skrifaðar hafa verið bækur um málið. Höfundur einnar þeirrar; Too Big to Fall: America's Failing Infrastructure and the Way Forward, segir að þarna sé á ferðinni tímasprengja sem tifar hraðar og hraðar. Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður
Í bandaríska vegakerfinu eru skráðar 607.380 brýr og eru um 10% þeirra í svo slæmu ástandi að þær verða að teljast stórhættulegar. Um 20.000 af þeim eru í svo slæmu ástandi að talið er að ef aðeins einn hlutur í þeim gefur eftir muni þær hrynja. Helsta ástæða þessarar stöðu er sú staðreynd að þegar flestar þessara brúa voru smíðaðar voru þær gerðar fyrir mun léttari bíla en nú eru á götunum og auk þess mun minni umferð. Margar af þessum brúm eru í svo slæmu ástandi að sérfræðingar telja að það sé aðeins spurning um örfáa mánuði eða ár þar til þær hrynja. Verða þá margir vegfarendur í hættu. Svo slæmt er þetta ástand allt að skrifaðar hafa verið bækur um málið. Höfundur einnar þeirrar; Too Big to Fall: America's Failing Infrastructure and the Way Forward, segir að þarna sé á ferðinni tímasprengja sem tifar hraðar og hraðar.
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður