"Finnst eins og verið sé að sópa sannleikanum undir sófa" 16. september 2013 18:42 Heiður Óttarsdóttir, missti eiginmann sinn, Pál Valdimar Kolka úr eitlakrabbameini í maí, 2011 en hann greindist með krabbamein í lok ágúst, ári áður. Saman eignuðust þau þrjú börn sem eru í dag sex, tólf og tuttugu og tveggja ára. Páll var 51 árs þegar hann lést. Að mati Heiðar voru fyrstu mistökin gerð strax í upphafi. Fjórtán dögum eftir að Páll fór í sína fyrstu rannsókn vegna gruns um að hann væri með krabbamein fékk þá niðurstöðu að hann væri ekki með krabbamein. Einkennin ágerðust þó og eftir frekari rannsóknir og sýnatökur hjá alls sjö læknum fengu þau hjónin staðfest að Páll væri með krabbamein í eitlum. Þá voru tæpir tveir mánuðir liðnir frá því að Páll fór fyrst í rannsókn. Meðferðarlæknir Páls viðurkenndi síðar að þessi tími sem fór til spillis hefði getað skipt sköpum. „Á þessum tíma var hann bara hraustur og við ágæta heilsu fyrir utan þessi einkenni sem hann hafði. Síðan á þeim tíma sem hann greinist með krabbameinið þá verður ákveðin stökkbreyting og hann veikist hastarlega," segir, Heiður. Páll fór fljótlega stranga og erfiða lyfjameðferð. Að mati Heiðar var greinilegt frá upphafi að krabbameinsdeild Landsspítalans var undirmönnuð. „Við fundum helst fyrir manneklunni með tímaleysi og ekki nægri eftirfylgni. Okkur fannst þegar að hann fór að svara lyfjum illa í kringum áramótin, þá fannst okkur allar ákvarðanir verða fálmkenndar og maður hafði á tilfinningunni að það væri verið að draga upp úr hatti hvaða lyf ætti að velja næst.“Páll Valdimar KolkaHeiði og Páli fór að gruna að hann væri með tvær tegundir af krabbameini eftir að hafa ráðfært sig við lækna í Svíþjóð. Þeirri tilgátu var hinsvegar hafnað af krabbameinslækni Páls. „Það var ekki fyrr en tveimur vikum áður en hann lést að okkur er sagt að hann sé með tvær undirliggjandi tegundir af eitlakrabbameini og hann náttúrulega var bara meðhöndlaður af öðru þeirra.“ Páll lést 8.maí. Alla tíð síðan hefur Heiður leitast eftir að fá svör við þeim fjölmörgum spurningum sem vöknuðu á meðan baráttu Páls stóð hjá meðal annars Landlæknisembættinu og sjúkratryggingum. „Hann deyr með alltof mörg „ef“. Og það er ekki gott. Og líka sit ég hér eftir með þessi ef. Ég er búin að vera að leitast eftir að svör við þeim spurningum en við þeirri ósk minni hefur ekki orðið, því miður...Að mínu mati er þöggun, leyndarhyggja. Mér finnst bara eins og það sé verið að sópa sannleikanum undir sófa.“ „Ég vil bara fá svör. Það er ekkert sem ég vil frekar en að ljúka þessu, bara svo ég geti haldið áfram.“ „Telurðu að betri meðhöndlun og minni niðurskurður á Landsspítalanum hefði getað bjargað lífi eiginmanns þíns?“ „Já, ég tel það.“ Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Heiður Óttarsdóttir, missti eiginmann sinn, Pál Valdimar Kolka úr eitlakrabbameini í maí, 2011 en hann greindist með krabbamein í lok ágúst, ári áður. Saman eignuðust þau þrjú börn sem eru í dag sex, tólf og tuttugu og tveggja ára. Páll var 51 árs þegar hann lést. Að mati Heiðar voru fyrstu mistökin gerð strax í upphafi. Fjórtán dögum eftir að Páll fór í sína fyrstu rannsókn vegna gruns um að hann væri með krabbamein fékk þá niðurstöðu að hann væri ekki með krabbamein. Einkennin ágerðust þó og eftir frekari rannsóknir og sýnatökur hjá alls sjö læknum fengu þau hjónin staðfest að Páll væri með krabbamein í eitlum. Þá voru tæpir tveir mánuðir liðnir frá því að Páll fór fyrst í rannsókn. Meðferðarlæknir Páls viðurkenndi síðar að þessi tími sem fór til spillis hefði getað skipt sköpum. „Á þessum tíma var hann bara hraustur og við ágæta heilsu fyrir utan þessi einkenni sem hann hafði. Síðan á þeim tíma sem hann greinist með krabbameinið þá verður ákveðin stökkbreyting og hann veikist hastarlega," segir, Heiður. Páll fór fljótlega stranga og erfiða lyfjameðferð. Að mati Heiðar var greinilegt frá upphafi að krabbameinsdeild Landsspítalans var undirmönnuð. „Við fundum helst fyrir manneklunni með tímaleysi og ekki nægri eftirfylgni. Okkur fannst þegar að hann fór að svara lyfjum illa í kringum áramótin, þá fannst okkur allar ákvarðanir verða fálmkenndar og maður hafði á tilfinningunni að það væri verið að draga upp úr hatti hvaða lyf ætti að velja næst.“Páll Valdimar KolkaHeiði og Páli fór að gruna að hann væri með tvær tegundir af krabbameini eftir að hafa ráðfært sig við lækna í Svíþjóð. Þeirri tilgátu var hinsvegar hafnað af krabbameinslækni Páls. „Það var ekki fyrr en tveimur vikum áður en hann lést að okkur er sagt að hann sé með tvær undirliggjandi tegundir af eitlakrabbameini og hann náttúrulega var bara meðhöndlaður af öðru þeirra.“ Páll lést 8.maí. Alla tíð síðan hefur Heiður leitast eftir að fá svör við þeim fjölmörgum spurningum sem vöknuðu á meðan baráttu Páls stóð hjá meðal annars Landlæknisembættinu og sjúkratryggingum. „Hann deyr með alltof mörg „ef“. Og það er ekki gott. Og líka sit ég hér eftir með þessi ef. Ég er búin að vera að leitast eftir að svör við þeim spurningum en við þeirri ósk minni hefur ekki orðið, því miður...Að mínu mati er þöggun, leyndarhyggja. Mér finnst bara eins og það sé verið að sópa sannleikanum undir sófa.“ „Ég vil bara fá svör. Það er ekkert sem ég vil frekar en að ljúka þessu, bara svo ég geti haldið áfram.“ „Telurðu að betri meðhöndlun og minni niðurskurður á Landsspítalanum hefði getað bjargað lífi eiginmanns þíns?“ „Já, ég tel það.“
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira