Burt með flokkspólitík úr Helguvík Kristján Gunnarsson skrifar 13. júní 2013 06:00 Það er sorglegt að horfa upp á sjónarspil öfgafólks sem hamast gegn álveri í Helguvík. Aðfarirnar eru vel skipulegar og slóttugar. Án þess að blikna er fullyrt að næga orku sé ekki að finna fyrir álverið þó svo að samkvæmt rammaáætlun sé borðleggjandi að yfirdrifin orka er til staðar. Rauðgrænir fótgönguliðar, fræðingar og embættismenn básúna dómsdagsspár um hvílíkt glapræði það sé að halda áfram að nýta okkar hreinu orkugjafa, sérstaklega jarðvarma. Látið er líta út fyrir að það séu einhver ný tíðindi að bora þurfi viðhaldsholur með vissu millibili til að viðhalda vinnslu í jarðvarmavirkjunum. Sannleikurinn er auðvitað sá að gert er ráð fyrir þessum holum frá upphafi sem eðlilegu viðhaldi í áætlunum um rekstur virkjananna. En tilgangurinn með rangfærslunum helgar meðalið: Að koma í veg fyrir að orka fari til Helguvíkur.Öllu snúið á hvolf Það er rétt eins og þessu liði komi ekkert við að ein mikilvægasta máttarstoðin undir velferðarsamfélagi nútímans er aðgangur að nægri orku fyrir atvinnulífið, ekki síst hér á landi þar sem reisa þarf efnahagslífið úr rústum hrunsins. Við Íslendingar búum við þau forréttindi að okkar orka er vistvæn. Þjóðir, sem þurfa að notast við mengandi jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, líta þessar auðlindir okkar öfundaraugum og botna ekkert í þeim átökum og sundrungu sem reynt er að magna upp hér á landi. Aflgjafinn, sem knýr þessa ófrægingarherferð, er í herbúðum þeirra pólitísku afla, sem hafa útnefnt sjálf sig hina einu og sönnu gæslumenn íslenskrar náttúru en gleymt skyldum sínum við íslenskt launafólk. Reynt er að skapa krísuástand. Alið er á ótta fólks við að hér sé allt að fara fjandans til vegna nýtingar hreinna orkuauðlinda! Öfgafólkið veit greinilega upp á hár hvað það er að gera. Hræðsla er beittasta vopnið til að valda usla en loka um leið á lýðræðislega og upplýsta umræðu meðal almennings. Sá sem er skelfingu lostinn hugsar nefnilega ekki rökrétt og verður móttækilegri fyrir öfgaáróðri sem lausn á ímynduðum vanda.Lífsspursmál fyrir marga Atvinnuleysi er mest á landinu á Suðurnesjum og hefur markað gríðarlega djúp spor í samfélagið hér suður frá. Við höfum kynnst bölvun þess frá öllum mögulegum hliðum: sárri fátækt, upplausn heimila og fjölskyldna, gjaldþrotum og landflótta. Séð hvernig gleðin og áræðnin hverfa úr svipmóti fólks en við taka deyfð og depurð. Þess vegna er hreint ótrúlegt að fjöldi fólks skuli keppast við að koma í veg fyrir að verkafólk fái trausta atvinnu og geti séð fjölskyldum sínum sómasamlega farborða. Starfsemi álvera er mikilvæg og ábatasöm fyrir samfélagið. Launin þar og hjá orkufyrirtækjum eru þau hæstu hér á landi. Allt er uppi á borðinu og svört atvinnustarfsemi fyrirfinnst ekki. Fyrirtæki í þessari starfsemi greiða verulega tekjuskatta meðan fyrirtæki í sumum geirum mælast varla. Samfélagið hér suður frá þarf á slíkum atvinnuveitanda að halda. Við viljum álver í Helguvík með fjölbreyttum, vel launuðum störfum til að geta dregið lífsandann af krafti á ný. Hér þarf að koma fjölda manna í vinnu í stað þess að mæla göturnar með tveimur jafnfljótum. Hér og í nágrannabyggðum bíða ótal vinnufúsar hendur eftir því að grípa álskófluna og taka til hendinni við endurreisn eigin lífskjara og samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er sorglegt að horfa upp á sjónarspil öfgafólks sem hamast gegn álveri í Helguvík. Aðfarirnar eru vel skipulegar og slóttugar. Án þess að blikna er fullyrt að næga orku sé ekki að finna fyrir álverið þó svo að samkvæmt rammaáætlun sé borðleggjandi að yfirdrifin orka er til staðar. Rauðgrænir fótgönguliðar, fræðingar og embættismenn básúna dómsdagsspár um hvílíkt glapræði það sé að halda áfram að nýta okkar hreinu orkugjafa, sérstaklega jarðvarma. Látið er líta út fyrir að það séu einhver ný tíðindi að bora þurfi viðhaldsholur með vissu millibili til að viðhalda vinnslu í jarðvarmavirkjunum. Sannleikurinn er auðvitað sá að gert er ráð fyrir þessum holum frá upphafi sem eðlilegu viðhaldi í áætlunum um rekstur virkjananna. En tilgangurinn með rangfærslunum helgar meðalið: Að koma í veg fyrir að orka fari til Helguvíkur.Öllu snúið á hvolf Það er rétt eins og þessu liði komi ekkert við að ein mikilvægasta máttarstoðin undir velferðarsamfélagi nútímans er aðgangur að nægri orku fyrir atvinnulífið, ekki síst hér á landi þar sem reisa þarf efnahagslífið úr rústum hrunsins. Við Íslendingar búum við þau forréttindi að okkar orka er vistvæn. Þjóðir, sem þurfa að notast við mengandi jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, líta þessar auðlindir okkar öfundaraugum og botna ekkert í þeim átökum og sundrungu sem reynt er að magna upp hér á landi. Aflgjafinn, sem knýr þessa ófrægingarherferð, er í herbúðum þeirra pólitísku afla, sem hafa útnefnt sjálf sig hina einu og sönnu gæslumenn íslenskrar náttúru en gleymt skyldum sínum við íslenskt launafólk. Reynt er að skapa krísuástand. Alið er á ótta fólks við að hér sé allt að fara fjandans til vegna nýtingar hreinna orkuauðlinda! Öfgafólkið veit greinilega upp á hár hvað það er að gera. Hræðsla er beittasta vopnið til að valda usla en loka um leið á lýðræðislega og upplýsta umræðu meðal almennings. Sá sem er skelfingu lostinn hugsar nefnilega ekki rökrétt og verður móttækilegri fyrir öfgaáróðri sem lausn á ímynduðum vanda.Lífsspursmál fyrir marga Atvinnuleysi er mest á landinu á Suðurnesjum og hefur markað gríðarlega djúp spor í samfélagið hér suður frá. Við höfum kynnst bölvun þess frá öllum mögulegum hliðum: sárri fátækt, upplausn heimila og fjölskyldna, gjaldþrotum og landflótta. Séð hvernig gleðin og áræðnin hverfa úr svipmóti fólks en við taka deyfð og depurð. Þess vegna er hreint ótrúlegt að fjöldi fólks skuli keppast við að koma í veg fyrir að verkafólk fái trausta atvinnu og geti séð fjölskyldum sínum sómasamlega farborða. Starfsemi álvera er mikilvæg og ábatasöm fyrir samfélagið. Launin þar og hjá orkufyrirtækjum eru þau hæstu hér á landi. Allt er uppi á borðinu og svört atvinnustarfsemi fyrirfinnst ekki. Fyrirtæki í þessari starfsemi greiða verulega tekjuskatta meðan fyrirtæki í sumum geirum mælast varla. Samfélagið hér suður frá þarf á slíkum atvinnuveitanda að halda. Við viljum álver í Helguvík með fjölbreyttum, vel launuðum störfum til að geta dregið lífsandann af krafti á ný. Hér þarf að koma fjölda manna í vinnu í stað þess að mæla göturnar með tveimur jafnfljótum. Hér og í nágrannabyggðum bíða ótal vinnufúsar hendur eftir því að grípa álskófluna og taka til hendinni við endurreisn eigin lífskjara og samfélagsins.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun