100.000 pantanir í BMW i3 Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2013 10:15 BMW mun hefja sölu á rafmagnsbílnum i3 í enda þessa árs. BMW hefur þó nú þegar fengið 100.000 pantanir í bílinn. BMW i3 mun bæði fást sem hreinræktaður rafmagnsbíll og Plug-In Hybrid bíll sem hlaða má með heimilisrafmagni, en er að auki með hefðbundna bílvél. BMW hefur ekki verið fyrirferðamikið á rafmagnsbílamarkaðnum né markaði fyrir Hybrid bíla, en það er greinilega að breytast. Þetta ætti líka að lyfta brúninni á Angelu Merkel kanslara Þýskalands, en stjórn hennar hefur uppi áform um að rafmagnsbílar verði orðnir milljón talsins í Þýskalandi árið 2020. Það gæti alveg orðið að veruleika ef salan heldur áfram á þessum nótum. BMW segir að þróun þeirra sé mjög hröð á rafmagnsbílum og líklega muni þróunin í rafhlöðum verða jafn mikil á næstu 3-4 árum og síðastliðnum 100 árum. BMW mun sýna endanlega söluútgáfu BMW i3 bílsins á bílasýningunni í Frankfurt í september. Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent
BMW mun hefja sölu á rafmagnsbílnum i3 í enda þessa árs. BMW hefur þó nú þegar fengið 100.000 pantanir í bílinn. BMW i3 mun bæði fást sem hreinræktaður rafmagnsbíll og Plug-In Hybrid bíll sem hlaða má með heimilisrafmagni, en er að auki með hefðbundna bílvél. BMW hefur ekki verið fyrirferðamikið á rafmagnsbílamarkaðnum né markaði fyrir Hybrid bíla, en það er greinilega að breytast. Þetta ætti líka að lyfta brúninni á Angelu Merkel kanslara Þýskalands, en stjórn hennar hefur uppi áform um að rafmagnsbílar verði orðnir milljón talsins í Þýskalandi árið 2020. Það gæti alveg orðið að veruleika ef salan heldur áfram á þessum nótum. BMW segir að þróun þeirra sé mjög hröð á rafmagnsbílum og líklega muni þróunin í rafhlöðum verða jafn mikil á næstu 3-4 árum og síðastliðnum 100 árum. BMW mun sýna endanlega söluútgáfu BMW i3 bílsins á bílasýningunni í Frankfurt í september.
Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent