Lífið

Kiss færa út kvíarnar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hljómsveitin er vön fyrirtækjarekstri af ýmsu tagi.
Hljómsveitin er vön fyrirtækjarekstri af ýmsu tagi. Mynd/Getty
Bandarísku rokksveitinni Kiss hefur aldrei nægt það að búa til tónlist. Nýverið opnaði sveitin þriðja veitingastað sinn í Rock & Brews-keðjunni og þeir eru rétt að byrja.

Stefna þeir á að opna yfir hundrað veitingastaði til viðbótar í Norður-Ameríku á næstu fimm árum.

„Við erum að færa út kvíarnar,“ segir Paul Stanley, forkólfur sveitarinnar í samtali við Hollywood Reporter. „Þetta er staður þar sem þú getur valið úr áttatíu tegundum af bjór og hlustað á góða rokktónlist í faðmi fjölskyldu og vina.“

Hljómsveitin er vön fyrirtækjarekstri af ýmsu tagi, en í fyrra opnaði hún pínugolfvöll í Las Vegas, leiktækjasal og brúðkaupskapellu.

Sveitin opnaði þriðja veitingastaðinn í Los Angeles á dögunum.Mynd/Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.