Lífið

Hvetur menn til að mæta í hlýrabol

Ellý Ármanns skrifar
Rithöfundur fólksins.
Rithöfundur fólksins.
„Fátt gleður meira en góðverk. Eitt góðverk á dag er mottóið mitt. Þess vegna mun ég halda partí næsta föstudag þegar ég held í fyrsta skipti á Íslandi Stuðlagaball og í þokkabót ætlar rithöfundur fólksins að gefa öllum gestum eintak af Heilræði Gillz. Ekki slæmt, þar sem virtir gagnrýnendur telja þetta mitt besta en um leið framsæknasta bókmenntaverk," segir Egill Einarsson eða Gillz eins og við þekkjum hann þegar við spyrjum hann út í ballið sem hann heldur á Spot á föstudaginn 17. maí.

Egill verður með sérstakan glowstick bás á Spot.
Afsláttur fyrir hlýrabolinn

Hvað kostar inn? „Það kostar 1500 inn á ballið í forsölu. Miðasalan er í gangi í Sporthúsinu Kópavogi og á Spot. Það kostar 2000 krónur við hurðina. Þeir sem mæta í hlýrabol þurfa bara að borga 1500 við hurð. Ég hvet menn til að mæta í hlýrabol. Þvílík veisla að geta lyft sér upp í hlýrabolnum og sýnt byssurnar. Síðan verð ég að sjálfsögðu með sérstakan glowstick bás þar sem menn geta glowstickað sig vel upp," segir Egill alvörugefinn.

Lyktar eins og vanilla

„Ég hvet menn til að tana sig aðeins upp fyrir þetta. Ég er að vinna með Xen-Tan þessa dagana, það er frábært krem þar sem að það er vanillulykt af því en ekki brúnkukremslykt. Mikilvægt að vera með puttan á púlsinum í brúnkukremunum," segir hann.

Ætlar að brenna kaloríum

„Ég stefni á að brenna sirka 3500 kaloríum þetta kvöld þannig þetta verður ekki bara skemmtun heldur líka mun þetta kvöld gera frábæra hluti fyrir sumarköttið en fyrir áhugasama þá líkur því hjá mér 1. júní klukkan 18 á staðartíma."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.