Það er tilkomumikið að fylgjast með reyndum hæfileikamönnum stýra sérsmíðuðum og ógnarkraftmiklum bílum í gegnum beygjur. Sumir bókstaflega lifa fyrir það. Aðrir tengja ekki við það.
Það ættu þó allir að hrífast þegar þeir horfa á meðfylgjandi myndband frá Acropolisrallinu í Grikklandi á dögunum.
Bestu rallyökumenn heims tóku þar þátt í sjöttu umferð heimsmeistararallsins. Jari-Matti Latvala, finnskur ökuþór Volkswagen vann mótið.

