Verksmiðja Dacia lokar vegna verkfalls Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2013 16:30 Starfsfólk verksmiðju Dacia lögðu niður störf Vilja 25% hækkun launa. Renault er vandi á höndum því verkamenn í verskmiðju Dacia í Pitesti í Rúmeníu fóru í verkfall í síðustu viku og stöðvaðist framleiðsla þar fyrir vikið. Dacia er undirmerki Renault og algerlega í þeirra eigu. Fara verkamennirnir fram á 25% launahækkun, en meðallaun þeirra er nú eru 135.000 krónur á mánuði. Ekki er það nein ofrausn hjá vinnuveitanda þeirra en meðallaun í Rúmeníu eru reyndar aðeins 76.000 kr. Þá segja verkamenn í Dacia að of mikið sé lagt á þá og pressan hjá yfirmönnum sé að sliga marga, en nýr bíll kemur úr í verksmiðjunni í Pitesti á hverjum 40 sekúndum. Dacia er stærsti útflytjandi í Rúmeníu og stendur að 3% alls útflutnings. Dacia fyrirtækinu gengur vel, þveröfugt við gengi eigandans, Renault. Sala Dacia jókst um 15,4% í síðasta mánuði frá fyrra ári á meðan sala Renault minnkaði um 14,8%. Dacia seldi 360.000 bíla á síðasta ári og jók hana um 5% milli ára. Sá vöxtur verður vafalaust meiri í ár, en þó ekki ef verksmiðja þeirra er lokuð lengi. Um 90% allra Dacia bíla eru seldir utan Rúmeníu. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent
Vilja 25% hækkun launa. Renault er vandi á höndum því verkamenn í verskmiðju Dacia í Pitesti í Rúmeníu fóru í verkfall í síðustu viku og stöðvaðist framleiðsla þar fyrir vikið. Dacia er undirmerki Renault og algerlega í þeirra eigu. Fara verkamennirnir fram á 25% launahækkun, en meðallaun þeirra er nú eru 135.000 krónur á mánuði. Ekki er það nein ofrausn hjá vinnuveitanda þeirra en meðallaun í Rúmeníu eru reyndar aðeins 76.000 kr. Þá segja verkamenn í Dacia að of mikið sé lagt á þá og pressan hjá yfirmönnum sé að sliga marga, en nýr bíll kemur úr í verksmiðjunni í Pitesti á hverjum 40 sekúndum. Dacia er stærsti útflytjandi í Rúmeníu og stendur að 3% alls útflutnings. Dacia fyrirtækinu gengur vel, þveröfugt við gengi eigandans, Renault. Sala Dacia jókst um 15,4% í síðasta mánuði frá fyrra ári á meðan sala Renault minnkaði um 14,8%. Dacia seldi 360.000 bíla á síðasta ári og jók hana um 5% milli ára. Sá vöxtur verður vafalaust meiri í ár, en þó ekki ef verksmiðja þeirra er lokuð lengi. Um 90% allra Dacia bíla eru seldir utan Rúmeníu.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent