Sjálfsmynd barna hefur forvarnargildi Kristín Snorradóttir skrifar 18. desember 2013 07:00 Hvað er sjálfsmynd? Sjálfsmynd er safn af þeirri trú og þeim tilfinningum sem við höfum um okkur sjálf. Hvernig við sjáum og upplifum okkur sjálf hefur áhrif á okkar innri hvatningu, framkomu, hegðun og tilfinningalega líðan.Þróun sjálfsmyndar Sjálfsmynd byrjar að þroskast hjá hverjum og einum í frumbernsku og er að þroskast alla ævina. Erfðir og umhverfi hafa áhrif á þróun sjálfsmyndar og alltaf á æviskeiðinu er hægt að styrkja sjálfsmynd. Á unglingsárum hefur félaga- og vinahópurinn gríðarleg áhrif á þróun sjálfsmyndar þar sem unglingar máta sig meira við þann hóp sem þeir tilheyra fremur en foreldra og systkini. Því er mjög mikilvægt að byggja sterkan grunn áður en unglingsárin koma en jafnframt efla sjálfsmyndina á unglingsárunum. Einnig er mikilvægt að bregðast við ef foreldrar eða aðrir sem að barninu koma sjá að barnið hefur litla trú á eigin getu, því fyrr sem farið er að styrkja veika sjálfsmynd hjá barni því betra.Sjálfsmynd sterk forvörn Heilbrigð sjálfsmynd er sterkasta vopn hvers einstaklings til þess að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Börn, sem líður vel í eigin skinni, eiga auðveldara með að standast neikvæðan hópþrýsting, þau brosa oftar og njóta lífsins. Þessi börn eru bjartsýn og hugsa í lausnum og hafa gaman af að leysa úr þeim verkefnum sem fyrir þau eru lögð. Aftur á móti er algengt að börn með veika sjálfsmynd þrói með sér kvíða og reiðitilfinningar. Börn sem hafa veika sjálfsmynd líta oft á sig sem lítils virði og upplifa að þau geti ekki gert neitt rétt sem getur orðið þess valdandi að þau verða döpur og einangra sig. Þau segja gjarnan „ég get ekki“ þegar þeim eru rétt verkefni. Gefast upp áður en þau reyna. Forvarnargildi heilbrigðrar sjálfsmyndar er mjög mikið og hefur það sýnt sig að börn með sterka sjálfsmynd eiga mun auðveldara með að standast hópþrýsting á unglingsárum og því geta þau sagt nei við óæskilegum áhrifum á líf sitt. Barn með veika sjálfsmynd er oft illa sett félagslega og fylgir því hópnum þó um óæskilega hegðun sé að ræða. Barn með veika sjálfsmynd mátar sig við þann hóp sem það finnur sér og hegðun þess fylgir hópnum hvort sem um æskilega hegðun eða óæskilega er að ræða. Hvað geta foreldrar gert til að styðja við sjálfsmynd barna sinna? Gættu orða þinna, börn eru næm á orð foreldra sinna, mikilvægt er að hrósa börnum fyrir vel gerða vinnu en jafn mikilvægt að hrósa fyrir átakið sem þau lögðu á sig til að framkvæma. T.d ef eitthvað mistekst hjá barninu að hrósa því fyrir að reyna, það byggir upp trú hjá barninu á að æfingin skapi meistarann. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Ef foreldri er neikvætt og niðurbrjótandi í eigin garð er það lærdómurinn sem barnið nemur. Foreldrar eru speglar barna sinna. Vertu jákvæð fyrirmynd. Vertu með skýr en sanngjörn mörk, börn upplifa öryggi í mörkunum. Börn vita til hvers er ætlast af þeim þegar mörk eru skýr, óljós mörk valda þeim óöryggi og jafnvel kvíða. Gefðu barninu þínu tíma, talaðu við það og hlustaðu á það. Börn vilja fá að hafa skoðun og vilja að hlustað sé á þau. Það að hlusta á barn þitt þýðir ekki að þú segir endilega já en það eflir barnið í að nefna langanir sínar og læra að taka við svarinu hvort sem það er nei eða já. Útskýrðu fyrir barninu þínu af hverju svarið er nei eða já. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hvað er sjálfsmynd? Sjálfsmynd er safn af þeirri trú og þeim tilfinningum sem við höfum um okkur sjálf. Hvernig við sjáum og upplifum okkur sjálf hefur áhrif á okkar innri hvatningu, framkomu, hegðun og tilfinningalega líðan.Þróun sjálfsmyndar Sjálfsmynd byrjar að þroskast hjá hverjum og einum í frumbernsku og er að þroskast alla ævina. Erfðir og umhverfi hafa áhrif á þróun sjálfsmyndar og alltaf á æviskeiðinu er hægt að styrkja sjálfsmynd. Á unglingsárum hefur félaga- og vinahópurinn gríðarleg áhrif á þróun sjálfsmyndar þar sem unglingar máta sig meira við þann hóp sem þeir tilheyra fremur en foreldra og systkini. Því er mjög mikilvægt að byggja sterkan grunn áður en unglingsárin koma en jafnframt efla sjálfsmyndina á unglingsárunum. Einnig er mikilvægt að bregðast við ef foreldrar eða aðrir sem að barninu koma sjá að barnið hefur litla trú á eigin getu, því fyrr sem farið er að styrkja veika sjálfsmynd hjá barni því betra.Sjálfsmynd sterk forvörn Heilbrigð sjálfsmynd er sterkasta vopn hvers einstaklings til þess að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Börn, sem líður vel í eigin skinni, eiga auðveldara með að standast neikvæðan hópþrýsting, þau brosa oftar og njóta lífsins. Þessi börn eru bjartsýn og hugsa í lausnum og hafa gaman af að leysa úr þeim verkefnum sem fyrir þau eru lögð. Aftur á móti er algengt að börn með veika sjálfsmynd þrói með sér kvíða og reiðitilfinningar. Börn sem hafa veika sjálfsmynd líta oft á sig sem lítils virði og upplifa að þau geti ekki gert neitt rétt sem getur orðið þess valdandi að þau verða döpur og einangra sig. Þau segja gjarnan „ég get ekki“ þegar þeim eru rétt verkefni. Gefast upp áður en þau reyna. Forvarnargildi heilbrigðrar sjálfsmyndar er mjög mikið og hefur það sýnt sig að börn með sterka sjálfsmynd eiga mun auðveldara með að standast hópþrýsting á unglingsárum og því geta þau sagt nei við óæskilegum áhrifum á líf sitt. Barn með veika sjálfsmynd er oft illa sett félagslega og fylgir því hópnum þó um óæskilega hegðun sé að ræða. Barn með veika sjálfsmynd mátar sig við þann hóp sem það finnur sér og hegðun þess fylgir hópnum hvort sem um æskilega hegðun eða óæskilega er að ræða. Hvað geta foreldrar gert til að styðja við sjálfsmynd barna sinna? Gættu orða þinna, börn eru næm á orð foreldra sinna, mikilvægt er að hrósa börnum fyrir vel gerða vinnu en jafn mikilvægt að hrósa fyrir átakið sem þau lögðu á sig til að framkvæma. T.d ef eitthvað mistekst hjá barninu að hrósa því fyrir að reyna, það byggir upp trú hjá barninu á að æfingin skapi meistarann. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Ef foreldri er neikvætt og niðurbrjótandi í eigin garð er það lærdómurinn sem barnið nemur. Foreldrar eru speglar barna sinna. Vertu jákvæð fyrirmynd. Vertu með skýr en sanngjörn mörk, börn upplifa öryggi í mörkunum. Börn vita til hvers er ætlast af þeim þegar mörk eru skýr, óljós mörk valda þeim óöryggi og jafnvel kvíða. Gefðu barninu þínu tíma, talaðu við það og hlustaðu á það. Börn vilja fá að hafa skoðun og vilja að hlustað sé á þau. Það að hlusta á barn þitt þýðir ekki að þú segir endilega já en það eflir barnið í að nefna langanir sínar og læra að taka við svarinu hvort sem það er nei eða já. Útskýrðu fyrir barninu þínu af hverju svarið er nei eða já.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar