Reynir að stinga af mótorhjólalögreglu Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2013 09:45 Fer á ofsahraða gegnum íbúðarhverfi og virðir engar umferðarreglur. Það er yfir höfuð ógáfuleg iðja að reyna að stinga af lögreglu og enn heimskulegra ef hún er á mótorjóli. Það fékk þessi ungi maður að reyna nýlega í Alabama. Svo vel vildi til að á hjálmi mótorhjólalögreglunnar er hin ágætasta myndavél sem sýnir eltingaleikinn á mjög lifandi hátt. Hinn 24 ára gamli ökumaður hélt að Mazda3 bíll sinn gæti losað sig við öflugt mótorhjólið með því að brjóta flest þau umferðarlög sem mögulegt var. Honum varð ekki kápan úr því klæðinu en óhuggulegt er að sjá hann fara á ógnarhraða yfir gatnamót á stöðvunarskildu. Eftirförin endar á því að ökumaðurinn stekkur úr bíl sínum og leggst á flótta á tveimur jafnfljótum, en það fór á sama veg, honum var náð af fótfrárri vörðum laganna sem stormað höfðu að í stórum stíl. Eltingaleikurinn hefst á rólegu nótunum en svo æsast leikar og hraðinn verður ofsafenginn. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent
Fer á ofsahraða gegnum íbúðarhverfi og virðir engar umferðarreglur. Það er yfir höfuð ógáfuleg iðja að reyna að stinga af lögreglu og enn heimskulegra ef hún er á mótorjóli. Það fékk þessi ungi maður að reyna nýlega í Alabama. Svo vel vildi til að á hjálmi mótorhjólalögreglunnar er hin ágætasta myndavél sem sýnir eltingaleikinn á mjög lifandi hátt. Hinn 24 ára gamli ökumaður hélt að Mazda3 bíll sinn gæti losað sig við öflugt mótorhjólið með því að brjóta flest þau umferðarlög sem mögulegt var. Honum varð ekki kápan úr því klæðinu en óhuggulegt er að sjá hann fara á ógnarhraða yfir gatnamót á stöðvunarskildu. Eftirförin endar á því að ökumaðurinn stekkur úr bíl sínum og leggst á flótta á tveimur jafnfljótum, en það fór á sama veg, honum var náð af fótfrárri vörðum laganna sem stormað höfðu að í stórum stíl. Eltingaleikurinn hefst á rólegu nótunum en svo æsast leikar og hraðinn verður ofsafenginn.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent