Áhorfandi framdi sjálfsmorð í aksturskeppni Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2013 15:47 Auglýsingaskilti félags bandarískra byssueigenda, NRA, blasir hér við á brautinni Keppnin var kostuð af félagi bandarískra byssueigenda. Sá fáheyrði atburður átti sér stað í Texas Motor Speedway aksturskeppninni um helgina að áhorfandi svipti sig lífi með skammbyssu undir lok keppninnar. Hafði hann lent í deilum við aðra áhorfendur á keppninni skömmu áður, dró upp eigin skammbyssu og lét skot ríða af í eigið höfuð. Ekki er ljóst hvernig honum tókst að komast inná keppnissvæðið með skammbyssuna, en skotvopnaburður er bannaður í keppninni. Ekki varð þessi atburður til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum sem heyrðust um kostun félags bandarískra byssueigenda á þessari keppni, heldur hefur hún að vonum margfaldast. Vart verður kaldhæðnin meiri en að áhorfandi skjóti sjálfan sig í aksturskeppni sem er kostuð af félagi byssueigenda. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent
Keppnin var kostuð af félagi bandarískra byssueigenda. Sá fáheyrði atburður átti sér stað í Texas Motor Speedway aksturskeppninni um helgina að áhorfandi svipti sig lífi með skammbyssu undir lok keppninnar. Hafði hann lent í deilum við aðra áhorfendur á keppninni skömmu áður, dró upp eigin skammbyssu og lét skot ríða af í eigið höfuð. Ekki er ljóst hvernig honum tókst að komast inná keppnissvæðið með skammbyssuna, en skotvopnaburður er bannaður í keppninni. Ekki varð þessi atburður til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum sem heyrðust um kostun félags bandarískra byssueigenda á þessari keppni, heldur hefur hún að vonum margfaldast. Vart verður kaldhæðnin meiri en að áhorfandi skjóti sjálfan sig í aksturskeppni sem er kostuð af félagi byssueigenda.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent