Lífið

Aubrey Plaza hent út af MTV-hátíð

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Leikkonan Aubrey Plaza vakti furðu á kvikmyndaverðlaunum MTV-sjónvarpsstöðvarinnar á sunnudag.

Á meðan gamanleikarinn Will Ferrell flutti þakkarræðu hljóp Plaza upp á svið með nafn nýjustu kvikmyndar sinnar, The To-Do List, skrifað á bringuna og reyndi að hrifsa verðlaunagripinn af honum.

Ferrell lét atvikið ekki slá sig út af laginu og ríghélt um gripinn, þar til Plaza gekk tómhent aftur til sætis. Skömmu síðar kom starfsmaður að henni og lét vísa henni úr húsi.

Flestir héldu í fyrstu að um sviðsett atvik hefði verið að ræða, en MTV-sjónvarpsstöðin fullyrðir að svo hafi ekki verið.

Atvikið má sjá í meðfylgjandi myndbandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.