Verð ekki túristi í Danmörku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2013 06:00 Patrekur Jóhannesson er kampakátur með árangur sinna manna í austurríska landsliðinu. mynd/öhb/lukas wagner „Það er ólýsanleg tilfinning sem fylgir þessu – gríðarlega mikil gleði,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann var þá staddur á flugvellinum í Frankfurt og á leið heim til Íslands eftir frækinn sigur Austurríkis á Rússlandi, 30-25, fyrir fullri höll í Innsbruck. Þar með var sæti Austurríkis á EM í Danmörku tryggt. Var engu nær en að Patrekur hefði fulla getu til að fljúga heim yfir hafið á sigurgleðinni einni. „Ég er nokkuð hátt uppi, eins og þú heyrir. Enda sagði ég strákunum að njóta þess í viku eða tvær en þá tekur alvaran við á ný. Þá fá þeir tölvupóst frá mér,“ sagði hann í léttum dúr. Íslenskir þjálfarar hafa átt ríkan þátt í uppgangi handboltans í Austurríki undanfarin ár. Dagur Sigurðsson stýrði liðinu með frábærum árangri á EM 2010 en liðið náði þá níunda sæti á heimavelli. Dagur kom svo Austurríkismönnum á HM 2011 í Svíþjóð en hætti áður en mótið hófst. Liðið missti svo af EM í Serbíu og HM á Spáni en er nú aftur komið í keppni bestu landsliða Evrópu.Gott starf og mikill áhugi „Það hefur verið mjög gott starf unnið í austurríska sambandinu síðustu ár og öll umgjörð mjög góð. Það er mikill áhugi hjá þeim sem stýra þessu og það hefur mikil áhrif á mig. Þannig líður mér best og mér hefur liðið mjög vel í Austurríki,“ segir Patrekur sem mun nú í sumar taka við þjálfun Hauka í N1-deild karla. „Þeir hafa stefnt að þessu hér í þrettán ár og nú er markmiðinu loksins náð,“ segir Patrekur enn fremur. Austurríki var í einum besta riðli undankeppni EM 2014, með Serbíu, Rússlandi og Bosníu. Lærisveinar Patreks töpuðu aðeins einum leik alla undankeppnina – gegn Rússum á útivelli en liðið náði frábæru jafntefli í Serbíu og vann svo Rússana í lokaumferðinni á sunnudag. Serbar unnu riðilinn með níu stigum en Austurríki fékk átta. Það var reyndar vitað um miðjan fyrri hálfleikinn gegn Rússum að bæði lið væru örugg áfram á EM í Danmörku. Þá fréttist af sigri Hvít-Rússa gegn Slóveníu í riðli Íslands en þar með var ljóst að þriðja sætið í riðli Austurríkis myndi duga til að komast á EM. Enda verða Rússar á meðal þátttökuþjóða í Danmörku. „Einhverjir hefðu þá nýtt tækifærið og tekið því rólega. En ekki mínir menn. Þeir gáfu í og unnu Rússa, sem voru með sitt sterkasta lið, með fimm mörkum. Það sýndi mikinn karakter og einbeitingu,“ segir Patrekur.Kynslóðaskiptin bíða í 1-2 ár Austurríki er enn með sama kjarna í liðinu og var á EM 2010 en Patrekur hefur þó tekið inn nokkra unga leikmenn í kringum tvítugt sem eru lykilmenn í dag. „Ég hef gefið mörgum ungum leikmönnum séns og það er mjög gaman að sjá hversu vel þeir hafa staðið sig. Fyrir eldri leikmennina var þetta síðasti séns því hefðum við ekki komist á EM hefðu þurft að keyra ákveðin kynslóðaskipti í gegn. En nú næ ég að halda kjarnanum í 1-2 ár til viðbótar áður en breytingarnar koma.“ Patrekur hlakkar mjög til að taka þátt á EM í Danmörku sem hefst í janúar næstkomandi. Þess má geta að Austurríki og Ísland voru saman í riðli á EM 2010 en dregið verður í riðla fyrir næsta mót á föstudaginn. „Ég hef oft farið til Danmerkur og hef engan áhuga á því að fara þangað sem ferðamaður á þetta mót. Ég er með frábært lið og við ætlum okkur að ná árangri.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
„Það er ólýsanleg tilfinning sem fylgir þessu – gríðarlega mikil gleði,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær. Hann var þá staddur á flugvellinum í Frankfurt og á leið heim til Íslands eftir frækinn sigur Austurríkis á Rússlandi, 30-25, fyrir fullri höll í Innsbruck. Þar með var sæti Austurríkis á EM í Danmörku tryggt. Var engu nær en að Patrekur hefði fulla getu til að fljúga heim yfir hafið á sigurgleðinni einni. „Ég er nokkuð hátt uppi, eins og þú heyrir. Enda sagði ég strákunum að njóta þess í viku eða tvær en þá tekur alvaran við á ný. Þá fá þeir tölvupóst frá mér,“ sagði hann í léttum dúr. Íslenskir þjálfarar hafa átt ríkan þátt í uppgangi handboltans í Austurríki undanfarin ár. Dagur Sigurðsson stýrði liðinu með frábærum árangri á EM 2010 en liðið náði þá níunda sæti á heimavelli. Dagur kom svo Austurríkismönnum á HM 2011 í Svíþjóð en hætti áður en mótið hófst. Liðið missti svo af EM í Serbíu og HM á Spáni en er nú aftur komið í keppni bestu landsliða Evrópu.Gott starf og mikill áhugi „Það hefur verið mjög gott starf unnið í austurríska sambandinu síðustu ár og öll umgjörð mjög góð. Það er mikill áhugi hjá þeim sem stýra þessu og það hefur mikil áhrif á mig. Þannig líður mér best og mér hefur liðið mjög vel í Austurríki,“ segir Patrekur sem mun nú í sumar taka við þjálfun Hauka í N1-deild karla. „Þeir hafa stefnt að þessu hér í þrettán ár og nú er markmiðinu loksins náð,“ segir Patrekur enn fremur. Austurríki var í einum besta riðli undankeppni EM 2014, með Serbíu, Rússlandi og Bosníu. Lærisveinar Patreks töpuðu aðeins einum leik alla undankeppnina – gegn Rússum á útivelli en liðið náði frábæru jafntefli í Serbíu og vann svo Rússana í lokaumferðinni á sunnudag. Serbar unnu riðilinn með níu stigum en Austurríki fékk átta. Það var reyndar vitað um miðjan fyrri hálfleikinn gegn Rússum að bæði lið væru örugg áfram á EM í Danmörku. Þá fréttist af sigri Hvít-Rússa gegn Slóveníu í riðli Íslands en þar með var ljóst að þriðja sætið í riðli Austurríkis myndi duga til að komast á EM. Enda verða Rússar á meðal þátttökuþjóða í Danmörku. „Einhverjir hefðu þá nýtt tækifærið og tekið því rólega. En ekki mínir menn. Þeir gáfu í og unnu Rússa, sem voru með sitt sterkasta lið, með fimm mörkum. Það sýndi mikinn karakter og einbeitingu,“ segir Patrekur.Kynslóðaskiptin bíða í 1-2 ár Austurríki er enn með sama kjarna í liðinu og var á EM 2010 en Patrekur hefur þó tekið inn nokkra unga leikmenn í kringum tvítugt sem eru lykilmenn í dag. „Ég hef gefið mörgum ungum leikmönnum séns og það er mjög gaman að sjá hversu vel þeir hafa staðið sig. Fyrir eldri leikmennina var þetta síðasti séns því hefðum við ekki komist á EM hefðu þurft að keyra ákveðin kynslóðaskipti í gegn. En nú næ ég að halda kjarnanum í 1-2 ár til viðbótar áður en breytingarnar koma.“ Patrekur hlakkar mjög til að taka þátt á EM í Danmörku sem hefst í janúar næstkomandi. Þess má geta að Austurríki og Ísland voru saman í riðli á EM 2010 en dregið verður í riðla fyrir næsta mót á föstudaginn. „Ég hef oft farið til Danmerkur og hef engan áhuga á því að fara þangað sem ferðamaður á þetta mót. Ég er með frábært lið og við ætlum okkur að ná árangri.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti