Sameinaðir kraftar í lofti, láði og legi Hermann Guðjónsson skrifar 1. júlí 2013 12:15 Í dag tekur til starfa Samgöngustofa, stjórnsýslustofnun samgöngumála í samræmi við lög frá 30. nóvember sl. Þar með sameinast stjórnsýsla og eftirlit samgöngumála í eina stofnun, hvort sem þau varða flugmál, hafnamál og mál er varða sjóvarnir, siglingamál, umferðarmál eða vegamál. Til stofnunarinnar færast öll verkefni sem áður heyrðu undir Flugmálastjórn Íslands og Umferðarstofu, svo og stjórnsýslu- og eftirlitsverkefni Siglingastofnunar Íslands auk leyfisveitinga og umferðareftirlits sem áður voru á hendi Vegagerðarinnar. Samhliða færast framkvæmda- og rekstrarverkefni Siglingastofnunar til Vegagerðarinnar.Hlutverk Samgöngustofu er ætlað að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum. Þá skal stofnunin stuðla að því að samgöngur þróist í samræmi við samfélagsleg og umhverfisleg markmið. Í stuttu máli má því segja að Samgöngustofa eigi að vinna að þróun öflugra og öruggra samgangna. Það er stórt hlutverk og mikilvægt. Á umliðnum árum og áratugum hefur aukin tækniþekking, ítarlegri rannsóknir, vandaðra eftirlit og betri stjórnsýsla eflt samgöngur og fækkað alvarlegum slysum þeirra sem eru á faraldsfæti. Með sameiningu stjórnsýslu og eftirlits í siglingum, flugi og umferð á vegum hefur verið stigið mikilvægt skref í að sameina krafta til að bæta samgöngur og auka öryggi fólks á ferðinni í lofti, á láði og legi. Samnýting á þekkingu sem skapast hefur í áranna rás á vönduðum aðferðum hefur og mun áfram skila góðum arði fyrir íslenskt samfélag.Tækifærin Mörg tækifæri felast í stofnun Samgöngustofu og til að nýta megi þau sem best er áríðandi að hugsa út fyrir rammann. Þó að viðfangsefni hafi verið unnin með tilteknum hætti, jafnvel um langt skeið, er ekkert verklag svo gott að ekki megi bæta. Samvinna við aðila, félög, samtök og stofnanir sem tengjast starfseminni er nauðsynleg og hefur reynst heilladrjúg. Hið sama má segja um alþjóðasamstarf, en mikilvægt er að halda á lofti íslenskum hagsmunum þegar reglur sem okkur viðkoma eru settar á þeim vettvangi. Hjá Samgöngustofu munu starfa um 160 manns, eljusamt fólk með mikla faglega þekkingu. Við hefjum störf full bjartsýni og erum þess fullviss að sameinaðir kraftar verði framfaraspor fyrir íslenskt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Í dag tekur til starfa Samgöngustofa, stjórnsýslustofnun samgöngumála í samræmi við lög frá 30. nóvember sl. Þar með sameinast stjórnsýsla og eftirlit samgöngumála í eina stofnun, hvort sem þau varða flugmál, hafnamál og mál er varða sjóvarnir, siglingamál, umferðarmál eða vegamál. Til stofnunarinnar færast öll verkefni sem áður heyrðu undir Flugmálastjórn Íslands og Umferðarstofu, svo og stjórnsýslu- og eftirlitsverkefni Siglingastofnunar Íslands auk leyfisveitinga og umferðareftirlits sem áður voru á hendi Vegagerðarinnar. Samhliða færast framkvæmda- og rekstrarverkefni Siglingastofnunar til Vegagerðarinnar.Hlutverk Samgöngustofu er ætlað að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum. Þá skal stofnunin stuðla að því að samgöngur þróist í samræmi við samfélagsleg og umhverfisleg markmið. Í stuttu máli má því segja að Samgöngustofa eigi að vinna að þróun öflugra og öruggra samgangna. Það er stórt hlutverk og mikilvægt. Á umliðnum árum og áratugum hefur aukin tækniþekking, ítarlegri rannsóknir, vandaðra eftirlit og betri stjórnsýsla eflt samgöngur og fækkað alvarlegum slysum þeirra sem eru á faraldsfæti. Með sameiningu stjórnsýslu og eftirlits í siglingum, flugi og umferð á vegum hefur verið stigið mikilvægt skref í að sameina krafta til að bæta samgöngur og auka öryggi fólks á ferðinni í lofti, á láði og legi. Samnýting á þekkingu sem skapast hefur í áranna rás á vönduðum aðferðum hefur og mun áfram skila góðum arði fyrir íslenskt samfélag.Tækifærin Mörg tækifæri felast í stofnun Samgöngustofu og til að nýta megi þau sem best er áríðandi að hugsa út fyrir rammann. Þó að viðfangsefni hafi verið unnin með tilteknum hætti, jafnvel um langt skeið, er ekkert verklag svo gott að ekki megi bæta. Samvinna við aðila, félög, samtök og stofnanir sem tengjast starfseminni er nauðsynleg og hefur reynst heilladrjúg. Hið sama má segja um alþjóðasamstarf, en mikilvægt er að halda á lofti íslenskum hagsmunum þegar reglur sem okkur viðkoma eru settar á þeim vettvangi. Hjá Samgöngustofu munu starfa um 160 manns, eljusamt fólk með mikla faglega þekkingu. Við hefjum störf full bjartsýni og erum þess fullviss að sameinaðir kraftar verði framfaraspor fyrir íslenskt samfélag.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun