Framsóknarskref Sigrún Helgadóttir skrifar 5. nóvember 2013 06:00 Ríkisstjórn Íslands vekur náttúruverndarfólki ugg. Ýmislegt sem gert var til varnar náttúru landsins á síðustu árum hefur verið tekið til baka. Fólk minnist með hryllingi mestu umhverfisspjalla Íslandssögunnar, Kárahnjúkavirkjunar, sem ákveðin voru með offorsi þvert á ráðleggingar fagfólks og almenna skynsemi. Sú afstaða og vanþekking stjórnmálamanna sem birtist í þeirri framkvæmd hræðir. Þar fóru framsóknarmenn fremstir, studdir einstaklingum úr öðrum flokkum. Hins vegar, ef skoðuð er saga náttúruverndar á Íslandi, sést ólík afstaða fyrri tíðar framsóknarmanna og þeirra sem réðu við Kárahnjúka. Á síðustu öld voru framsóknarmenn lykilmenn þegar tekin voru þrjú stærstu framfaraskref Íslendinga til verndar náttúru landsins, Jónas frá Hriflu við stofnun Þingvallaþjóðgarðs, Eysteinn Jónsson þegar sett voru almenn náttúruverndarlög og Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra þegar umhverfisráðuneytið var stofnað.Atvinnugreinar og auðlindir Ferðaþjónusta er hinn nýi, stóri atvinnuvegur Íslendinga. Hún byggir á ákveðinni nýtingu náttúruauðæfa þjóðarinnar, rétt eins og landbúnaður, fiskveiðar og orkuiðnaður en hefur það fram yfir þær að hún getur verið sjálfbær og það er eingöngu undir okkur sjálfum komið hvort svo er. Landbúnaður hefur lengst af gengið á gróðurauðlind landsins og deilt hefur verið um, bæði innanlands og við aðrar þjóðir, hvort fiskveiðar Íslendinga séu sjálfbærar eða ekki. Orkuiðnaðurinn er að stórum hluta ósjálfbær því að virkjanir hafa stuttan líftíma og verða ónýtar á fáum áratugum. Virkjanir og háspennulínur spilla jafnframt þeirri auðlind sem ferðaþjónustan byggir á, sérstakri og fagurri náttúru og lítt röskuðum víðernum. Íslensk náttúra er ekki aðeins grunnur ferðaþjónustu, hún er fyrst og fremst mikilvæg þeim sem á landinu lifa. Nú óttast margir fólks- og atgervisflótta, að Íslendingar sem verið hafa í námi erlendis komi ekki heim og að vel menntað fólk leiti til útlanda þar sem gefast betri kjör en hérlendis. Árum saman hefur fólk þó látið sig hafa það að koma heim og búa hér, fjölskyldan dregur, uppruninn og menningin en ekki er vafi á því að þar á íslensk náttúra líka stóran hlut. Það felast í því veruleg lífsgæði að lifa á Íslandi, hafa tök á því að upplifa íslenska náttúru í daglegu lífi, ganga á fjöll, rölta með árbökkum og ströndum og njóta ómældrar víðáttu íslenskra heiðalanda allt árið um kring. Nú óttast margir skerðingu á þessum lífsgæðum.Nauðsynlegt skref til framsóknar Mörg verðmætustu svæði landsins eru í hættu vegna vanrækslu, óstjórnar og þess öngþveitis sem ríkir í stjórnskipan verndarsvæða og ferðamannastaða á Íslandi. Þetta eru friðlýst svæði eins og þjóðgarðar, friðlönd eða náttúruvætti, ýmis önnur verndarsvæði í umsjón ríkisins, s.s. skógræktar-, landgræðslu- og fornminjasvæði og loks ýmsar þjóðlendur fyrst og fremst á hálendi landsins. Þessi svæði eru undir stjórn fjölmargra ólíkra stofnana sem falla undir nokkur ráðuneyti. Skrefið sem nú þarf að stíga til náttúruverndar og framfara er að samræma stjórn þeirra undir einni stofnun. Meginhlutverk slíkrar stofnunar væri að standa vörð um þau gæði landsins sem hafa vísindalegt eða fagurfræðilegt gildi og veita fólki, innlendu sem erlendu, nauðsynlega útivist, upplifun og hughrif. Stofnunin væri fjármögnuð með komugjaldi sem allir ferðamenn til landsins greiddu. Munu nútíma framsóknarmenn nýta tækifærið og snúa til fyrri viðhorfa eða halda áfram á óheillabraut síðustu ára? Fjárlagafrumvarp gefur ekki tilefni til bjartsýni en þar eru skornar niður fjárveitingar til uppbyggingar á náttúruverndarsvæðum. Þingið tekur nú frumvarpið til umræðu og væntanlega er langt í samþykkt þess. Talað er um breytingar á stjórnkerfinu, tilfærslur og fækkun stofnana og enn hefur sérstakur umhverfisráðherra ekki tekið til starfa. Nú er tækifæri til og rík þörf á að taka enn eitt framsóknarskref sem komandi kynslóðir gætu minnst sem heillaskrefs til náttúruverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands vekur náttúruverndarfólki ugg. Ýmislegt sem gert var til varnar náttúru landsins á síðustu árum hefur verið tekið til baka. Fólk minnist með hryllingi mestu umhverfisspjalla Íslandssögunnar, Kárahnjúkavirkjunar, sem ákveðin voru með offorsi þvert á ráðleggingar fagfólks og almenna skynsemi. Sú afstaða og vanþekking stjórnmálamanna sem birtist í þeirri framkvæmd hræðir. Þar fóru framsóknarmenn fremstir, studdir einstaklingum úr öðrum flokkum. Hins vegar, ef skoðuð er saga náttúruverndar á Íslandi, sést ólík afstaða fyrri tíðar framsóknarmanna og þeirra sem réðu við Kárahnjúka. Á síðustu öld voru framsóknarmenn lykilmenn þegar tekin voru þrjú stærstu framfaraskref Íslendinga til verndar náttúru landsins, Jónas frá Hriflu við stofnun Þingvallaþjóðgarðs, Eysteinn Jónsson þegar sett voru almenn náttúruverndarlög og Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra þegar umhverfisráðuneytið var stofnað.Atvinnugreinar og auðlindir Ferðaþjónusta er hinn nýi, stóri atvinnuvegur Íslendinga. Hún byggir á ákveðinni nýtingu náttúruauðæfa þjóðarinnar, rétt eins og landbúnaður, fiskveiðar og orkuiðnaður en hefur það fram yfir þær að hún getur verið sjálfbær og það er eingöngu undir okkur sjálfum komið hvort svo er. Landbúnaður hefur lengst af gengið á gróðurauðlind landsins og deilt hefur verið um, bæði innanlands og við aðrar þjóðir, hvort fiskveiðar Íslendinga séu sjálfbærar eða ekki. Orkuiðnaðurinn er að stórum hluta ósjálfbær því að virkjanir hafa stuttan líftíma og verða ónýtar á fáum áratugum. Virkjanir og háspennulínur spilla jafnframt þeirri auðlind sem ferðaþjónustan byggir á, sérstakri og fagurri náttúru og lítt röskuðum víðernum. Íslensk náttúra er ekki aðeins grunnur ferðaþjónustu, hún er fyrst og fremst mikilvæg þeim sem á landinu lifa. Nú óttast margir fólks- og atgervisflótta, að Íslendingar sem verið hafa í námi erlendis komi ekki heim og að vel menntað fólk leiti til útlanda þar sem gefast betri kjör en hérlendis. Árum saman hefur fólk þó látið sig hafa það að koma heim og búa hér, fjölskyldan dregur, uppruninn og menningin en ekki er vafi á því að þar á íslensk náttúra líka stóran hlut. Það felast í því veruleg lífsgæði að lifa á Íslandi, hafa tök á því að upplifa íslenska náttúru í daglegu lífi, ganga á fjöll, rölta með árbökkum og ströndum og njóta ómældrar víðáttu íslenskra heiðalanda allt árið um kring. Nú óttast margir skerðingu á þessum lífsgæðum.Nauðsynlegt skref til framsóknar Mörg verðmætustu svæði landsins eru í hættu vegna vanrækslu, óstjórnar og þess öngþveitis sem ríkir í stjórnskipan verndarsvæða og ferðamannastaða á Íslandi. Þetta eru friðlýst svæði eins og þjóðgarðar, friðlönd eða náttúruvætti, ýmis önnur verndarsvæði í umsjón ríkisins, s.s. skógræktar-, landgræðslu- og fornminjasvæði og loks ýmsar þjóðlendur fyrst og fremst á hálendi landsins. Þessi svæði eru undir stjórn fjölmargra ólíkra stofnana sem falla undir nokkur ráðuneyti. Skrefið sem nú þarf að stíga til náttúruverndar og framfara er að samræma stjórn þeirra undir einni stofnun. Meginhlutverk slíkrar stofnunar væri að standa vörð um þau gæði landsins sem hafa vísindalegt eða fagurfræðilegt gildi og veita fólki, innlendu sem erlendu, nauðsynlega útivist, upplifun og hughrif. Stofnunin væri fjármögnuð með komugjaldi sem allir ferðamenn til landsins greiddu. Munu nútíma framsóknarmenn nýta tækifærið og snúa til fyrri viðhorfa eða halda áfram á óheillabraut síðustu ára? Fjárlagafrumvarp gefur ekki tilefni til bjartsýni en þar eru skornar niður fjárveitingar til uppbyggingar á náttúruverndarsvæðum. Þingið tekur nú frumvarpið til umræðu og væntanlega er langt í samþykkt þess. Talað er um breytingar á stjórnkerfinu, tilfærslur og fækkun stofnana og enn hefur sérstakur umhverfisráðherra ekki tekið til starfa. Nú er tækifæri til og rík þörf á að taka enn eitt framsóknarskref sem komandi kynslóðir gætu minnst sem heillaskrefs til náttúruverndar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun