Framsóknarskref Sigrún Helgadóttir skrifar 5. nóvember 2013 06:00 Ríkisstjórn Íslands vekur náttúruverndarfólki ugg. Ýmislegt sem gert var til varnar náttúru landsins á síðustu árum hefur verið tekið til baka. Fólk minnist með hryllingi mestu umhverfisspjalla Íslandssögunnar, Kárahnjúkavirkjunar, sem ákveðin voru með offorsi þvert á ráðleggingar fagfólks og almenna skynsemi. Sú afstaða og vanþekking stjórnmálamanna sem birtist í þeirri framkvæmd hræðir. Þar fóru framsóknarmenn fremstir, studdir einstaklingum úr öðrum flokkum. Hins vegar, ef skoðuð er saga náttúruverndar á Íslandi, sést ólík afstaða fyrri tíðar framsóknarmanna og þeirra sem réðu við Kárahnjúka. Á síðustu öld voru framsóknarmenn lykilmenn þegar tekin voru þrjú stærstu framfaraskref Íslendinga til verndar náttúru landsins, Jónas frá Hriflu við stofnun Þingvallaþjóðgarðs, Eysteinn Jónsson þegar sett voru almenn náttúruverndarlög og Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra þegar umhverfisráðuneytið var stofnað.Atvinnugreinar og auðlindir Ferðaþjónusta er hinn nýi, stóri atvinnuvegur Íslendinga. Hún byggir á ákveðinni nýtingu náttúruauðæfa þjóðarinnar, rétt eins og landbúnaður, fiskveiðar og orkuiðnaður en hefur það fram yfir þær að hún getur verið sjálfbær og það er eingöngu undir okkur sjálfum komið hvort svo er. Landbúnaður hefur lengst af gengið á gróðurauðlind landsins og deilt hefur verið um, bæði innanlands og við aðrar þjóðir, hvort fiskveiðar Íslendinga séu sjálfbærar eða ekki. Orkuiðnaðurinn er að stórum hluta ósjálfbær því að virkjanir hafa stuttan líftíma og verða ónýtar á fáum áratugum. Virkjanir og háspennulínur spilla jafnframt þeirri auðlind sem ferðaþjónustan byggir á, sérstakri og fagurri náttúru og lítt röskuðum víðernum. Íslensk náttúra er ekki aðeins grunnur ferðaþjónustu, hún er fyrst og fremst mikilvæg þeim sem á landinu lifa. Nú óttast margir fólks- og atgervisflótta, að Íslendingar sem verið hafa í námi erlendis komi ekki heim og að vel menntað fólk leiti til útlanda þar sem gefast betri kjör en hérlendis. Árum saman hefur fólk þó látið sig hafa það að koma heim og búa hér, fjölskyldan dregur, uppruninn og menningin en ekki er vafi á því að þar á íslensk náttúra líka stóran hlut. Það felast í því veruleg lífsgæði að lifa á Íslandi, hafa tök á því að upplifa íslenska náttúru í daglegu lífi, ganga á fjöll, rölta með árbökkum og ströndum og njóta ómældrar víðáttu íslenskra heiðalanda allt árið um kring. Nú óttast margir skerðingu á þessum lífsgæðum.Nauðsynlegt skref til framsóknar Mörg verðmætustu svæði landsins eru í hættu vegna vanrækslu, óstjórnar og þess öngþveitis sem ríkir í stjórnskipan verndarsvæða og ferðamannastaða á Íslandi. Þetta eru friðlýst svæði eins og þjóðgarðar, friðlönd eða náttúruvætti, ýmis önnur verndarsvæði í umsjón ríkisins, s.s. skógræktar-, landgræðslu- og fornminjasvæði og loks ýmsar þjóðlendur fyrst og fremst á hálendi landsins. Þessi svæði eru undir stjórn fjölmargra ólíkra stofnana sem falla undir nokkur ráðuneyti. Skrefið sem nú þarf að stíga til náttúruverndar og framfara er að samræma stjórn þeirra undir einni stofnun. Meginhlutverk slíkrar stofnunar væri að standa vörð um þau gæði landsins sem hafa vísindalegt eða fagurfræðilegt gildi og veita fólki, innlendu sem erlendu, nauðsynlega útivist, upplifun og hughrif. Stofnunin væri fjármögnuð með komugjaldi sem allir ferðamenn til landsins greiddu. Munu nútíma framsóknarmenn nýta tækifærið og snúa til fyrri viðhorfa eða halda áfram á óheillabraut síðustu ára? Fjárlagafrumvarp gefur ekki tilefni til bjartsýni en þar eru skornar niður fjárveitingar til uppbyggingar á náttúruverndarsvæðum. Þingið tekur nú frumvarpið til umræðu og væntanlega er langt í samþykkt þess. Talað er um breytingar á stjórnkerfinu, tilfærslur og fækkun stofnana og enn hefur sérstakur umhverfisráðherra ekki tekið til starfa. Nú er tækifæri til og rík þörf á að taka enn eitt framsóknarskref sem komandi kynslóðir gætu minnst sem heillaskrefs til náttúruverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands vekur náttúruverndarfólki ugg. Ýmislegt sem gert var til varnar náttúru landsins á síðustu árum hefur verið tekið til baka. Fólk minnist með hryllingi mestu umhverfisspjalla Íslandssögunnar, Kárahnjúkavirkjunar, sem ákveðin voru með offorsi þvert á ráðleggingar fagfólks og almenna skynsemi. Sú afstaða og vanþekking stjórnmálamanna sem birtist í þeirri framkvæmd hræðir. Þar fóru framsóknarmenn fremstir, studdir einstaklingum úr öðrum flokkum. Hins vegar, ef skoðuð er saga náttúruverndar á Íslandi, sést ólík afstaða fyrri tíðar framsóknarmanna og þeirra sem réðu við Kárahnjúka. Á síðustu öld voru framsóknarmenn lykilmenn þegar tekin voru þrjú stærstu framfaraskref Íslendinga til verndar náttúru landsins, Jónas frá Hriflu við stofnun Þingvallaþjóðgarðs, Eysteinn Jónsson þegar sett voru almenn náttúruverndarlög og Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra þegar umhverfisráðuneytið var stofnað.Atvinnugreinar og auðlindir Ferðaþjónusta er hinn nýi, stóri atvinnuvegur Íslendinga. Hún byggir á ákveðinni nýtingu náttúruauðæfa þjóðarinnar, rétt eins og landbúnaður, fiskveiðar og orkuiðnaður en hefur það fram yfir þær að hún getur verið sjálfbær og það er eingöngu undir okkur sjálfum komið hvort svo er. Landbúnaður hefur lengst af gengið á gróðurauðlind landsins og deilt hefur verið um, bæði innanlands og við aðrar þjóðir, hvort fiskveiðar Íslendinga séu sjálfbærar eða ekki. Orkuiðnaðurinn er að stórum hluta ósjálfbær því að virkjanir hafa stuttan líftíma og verða ónýtar á fáum áratugum. Virkjanir og háspennulínur spilla jafnframt þeirri auðlind sem ferðaþjónustan byggir á, sérstakri og fagurri náttúru og lítt röskuðum víðernum. Íslensk náttúra er ekki aðeins grunnur ferðaþjónustu, hún er fyrst og fremst mikilvæg þeim sem á landinu lifa. Nú óttast margir fólks- og atgervisflótta, að Íslendingar sem verið hafa í námi erlendis komi ekki heim og að vel menntað fólk leiti til útlanda þar sem gefast betri kjör en hérlendis. Árum saman hefur fólk þó látið sig hafa það að koma heim og búa hér, fjölskyldan dregur, uppruninn og menningin en ekki er vafi á því að þar á íslensk náttúra líka stóran hlut. Það felast í því veruleg lífsgæði að lifa á Íslandi, hafa tök á því að upplifa íslenska náttúru í daglegu lífi, ganga á fjöll, rölta með árbökkum og ströndum og njóta ómældrar víðáttu íslenskra heiðalanda allt árið um kring. Nú óttast margir skerðingu á þessum lífsgæðum.Nauðsynlegt skref til framsóknar Mörg verðmætustu svæði landsins eru í hættu vegna vanrækslu, óstjórnar og þess öngþveitis sem ríkir í stjórnskipan verndarsvæða og ferðamannastaða á Íslandi. Þetta eru friðlýst svæði eins og þjóðgarðar, friðlönd eða náttúruvætti, ýmis önnur verndarsvæði í umsjón ríkisins, s.s. skógræktar-, landgræðslu- og fornminjasvæði og loks ýmsar þjóðlendur fyrst og fremst á hálendi landsins. Þessi svæði eru undir stjórn fjölmargra ólíkra stofnana sem falla undir nokkur ráðuneyti. Skrefið sem nú þarf að stíga til náttúruverndar og framfara er að samræma stjórn þeirra undir einni stofnun. Meginhlutverk slíkrar stofnunar væri að standa vörð um þau gæði landsins sem hafa vísindalegt eða fagurfræðilegt gildi og veita fólki, innlendu sem erlendu, nauðsynlega útivist, upplifun og hughrif. Stofnunin væri fjármögnuð með komugjaldi sem allir ferðamenn til landsins greiddu. Munu nútíma framsóknarmenn nýta tækifærið og snúa til fyrri viðhorfa eða halda áfram á óheillabraut síðustu ára? Fjárlagafrumvarp gefur ekki tilefni til bjartsýni en þar eru skornar niður fjárveitingar til uppbyggingar á náttúruverndarsvæðum. Þingið tekur nú frumvarpið til umræðu og væntanlega er langt í samþykkt þess. Talað er um breytingar á stjórnkerfinu, tilfærslur og fækkun stofnana og enn hefur sérstakur umhverfisráðherra ekki tekið til starfa. Nú er tækifæri til og rík þörf á að taka enn eitt framsóknarskref sem komandi kynslóðir gætu minnst sem heillaskrefs til náttúruverndar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar