Safn allra landsmanna á tímamótum! Margrét Hallgrímsdóttir skrifar 7. maí 2013 07:00 Þann 24. febrúar síðastliðinn voru landsmenn boðnir hjartanlega velkomnir á hátíð Þjóðminjasafns Íslands til þess að samfagna því að 150 ár voru liðin frá því lagður var grunnur að safninu. Á þessum tímamótum er vert að hugsa til frumkvöðla safnsins og hvað hafi orðið til þess að stofnað var forngripasafn á Íslandi upp úr miðri nítjándu öld, þegar daglegt líf Íslendinga og aðstæður voru gerólíkar því sem við þekkjum nú. Lífsbarátta alþýðufólks á 19. öld var óvægin og margir bjuggu við kröpp kjör. Stjórnsýsla landsins var þá í höndum Dana og forngripir voru oft fluttir úr landi, aðallega til varðveislu í þarlendum söfnum. Framsýnir íslenskir eldhugar undu því illa. Árið 1863 urðu því tímamót í sögu þjóðarinnar með stofnun forngripasafns á Íslandi. Aukin vitund um íslenska menningu efldi andann og trú á sjálfstæði Íslands og vakti framfarahug þjóðarinnar. Frá þeim tíma hefur Þjóðminjasafn Íslands lagt rækt við að efla vitund fólks um auð þjóðarinnar, sögu hennar og menningararf. Landsmenn fjölmenntu í safnið á afmælisdeginum og nutu fjölbreyttrar dagskrár enda opið hús í tilefni dagsins og boðið upp á ljúffengar veitingar sem gestir kunnu vel að meta. Þjóðminjasafnið iðaði af lífi frá morgni til kvölds og börn sungu, dönsuðu og léku á hljóðfæri gestum til mikillar ánægju, enda afmælið tileinkað æskunni. Ungir leiðsögumenn sögðu skemmtilega frá uppáhalds safngripunum sínum með afar áhrifamiklum hætti sem vakti aðdáun allra viðstaddra. Alla afmælisvikuna var landsmönnum boðið að heimsækja Þjóðminjasafnið frítt og þáðu tíu þúsund gestir boðið sem var sannarlega ánægjulegt.Fjölþætt starfsemi Á afmælisári er sjónum landsmanna beint að hinni fjölþættu starfsemi Þjóðminjasafns með líflegri dagskrá, vönduðum sýningum og tilheyrandi bókaútgáfu. Þar ber hæst hátíðarsýningar ársins, Silfur Íslands og Silfursmiður í hjáverkum, sem opnaðar voru á afmælisdaginn og munu standa allt afmælisárið. Hátíðarsýningarnar gefa innsýn í heim sem fólginn er í mikilfenglegum arfi silfursmíða fyrri alda sem samofin er sögu safnsins. Gripirnir eru minjar um líf og störf stoltrar þjóðar, handbragð og sköpunarþrá fólks en eru einnig til vitnis um listfengi silfursmiðanna. Þá endurspegla silfurmunirnir mannlíf þeirra sem mótuðu og notuðu þá! Enn önnur sýning í tilefni 150 ára afmælis safnsins verður opnuð í júní en það er vegleg sýning á ljósmyndum frumkvöðulsins Sigfúsar Eymundssonar. Myndir Sigfúsar hafa mikla þýðingu fyrir íslenska menningarsögu en myndasafn hans var það fyrsta sem Þjóðminjasafnið tók til varðveislu. Í kjölfar afmælissýninga verða gefnar út veglegar bækur á vegum safnsins um efni sýninganna. Þjóðminjasafninu hafa borist góðar gjafir í tilefni afmælisárs. Vinafélag Þjóðminjasafnsins, Minjar og saga, færðu safninu sprotabelti að gjöf sem Sigurður Vigfússon smíðaði eftir uppdrætti Sigurðar málara á 19. öld. Þá gaf Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur safninu merkan kaleik og patínu frá Myrká í Eyjafirði frá 18. öld. Góðar gjafir og kveðjur hafa einnig borist frá þjóðminjasöfnum nágrannalandanna og veglegt málþing var haldið dagana 1.-3. mars í Kaupmannahöfn í tilefni afmælisárs Þjóðminjasafns Íslands í Þjóðminjasafni Dana þar sem sjónum var beint að íslenskum þjóðminjum í vörslu danska safnsins. Ánægjulegt var að finna þann vinarhug sem ríkir meðal safnanna.Háskólastofnun Á þessum tímamótum er litið til framtíðar í þróun Þjóðminjasafns Íslands. Nýlega mælti mennta- og menningarmálaráðherra fyrir frumvarpi á Alþingi til breytinga á lögum um Þjóðminjasafn Íslands þar um að safnið verði skilgreint sem háskólastofnun. Frumvarpið varð að lögum þann 26. mars sl. Má líta á lagabreytinguna sem afmælisgjöf til safnsins sem felur í sér framfaraskref fyrir Þjóðminjasafnið og Háskóla Íslands sem átt hafa í góðri samvinnu sem styrkst hefur til muna á liðnum árum. Þjóðminjasafn Íslands er safn allra landsmanna og er afmæli þess tímamót fyrir safnastarf og þjóðminjavörslu á Íslandi almennt. Mikilsvert er að finna velvilja landsmanna í garð safnsins og annarra safna landsins nú hálfri annarri öld eftir stofnun forngripasafnsins. Er það von okkar hjá Þjóðminjasafninu að landsmenn njóti fjölbreyttrar dagskrár á afmælisári sem tileinkað er æskunni og framtíðinni. Ítarefni: Heimildarmynd um Lífið í Þjóðminjasafninu. http://www.ruv.is/sarpurinn/lifid-i-thjodminjasafninu/24022013-0 Afmælisblað Þjóðminjasafns Íslands sem sent var á öll heimili í janúar. http://www.ruv.is/sarpurinn/vidsja/16012013-0 Vefsíða, fb og app. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þann 24. febrúar síðastliðinn voru landsmenn boðnir hjartanlega velkomnir á hátíð Þjóðminjasafns Íslands til þess að samfagna því að 150 ár voru liðin frá því lagður var grunnur að safninu. Á þessum tímamótum er vert að hugsa til frumkvöðla safnsins og hvað hafi orðið til þess að stofnað var forngripasafn á Íslandi upp úr miðri nítjándu öld, þegar daglegt líf Íslendinga og aðstæður voru gerólíkar því sem við þekkjum nú. Lífsbarátta alþýðufólks á 19. öld var óvægin og margir bjuggu við kröpp kjör. Stjórnsýsla landsins var þá í höndum Dana og forngripir voru oft fluttir úr landi, aðallega til varðveislu í þarlendum söfnum. Framsýnir íslenskir eldhugar undu því illa. Árið 1863 urðu því tímamót í sögu þjóðarinnar með stofnun forngripasafns á Íslandi. Aukin vitund um íslenska menningu efldi andann og trú á sjálfstæði Íslands og vakti framfarahug þjóðarinnar. Frá þeim tíma hefur Þjóðminjasafn Íslands lagt rækt við að efla vitund fólks um auð þjóðarinnar, sögu hennar og menningararf. Landsmenn fjölmenntu í safnið á afmælisdeginum og nutu fjölbreyttrar dagskrár enda opið hús í tilefni dagsins og boðið upp á ljúffengar veitingar sem gestir kunnu vel að meta. Þjóðminjasafnið iðaði af lífi frá morgni til kvölds og börn sungu, dönsuðu og léku á hljóðfæri gestum til mikillar ánægju, enda afmælið tileinkað æskunni. Ungir leiðsögumenn sögðu skemmtilega frá uppáhalds safngripunum sínum með afar áhrifamiklum hætti sem vakti aðdáun allra viðstaddra. Alla afmælisvikuna var landsmönnum boðið að heimsækja Þjóðminjasafnið frítt og þáðu tíu þúsund gestir boðið sem var sannarlega ánægjulegt.Fjölþætt starfsemi Á afmælisári er sjónum landsmanna beint að hinni fjölþættu starfsemi Þjóðminjasafns með líflegri dagskrá, vönduðum sýningum og tilheyrandi bókaútgáfu. Þar ber hæst hátíðarsýningar ársins, Silfur Íslands og Silfursmiður í hjáverkum, sem opnaðar voru á afmælisdaginn og munu standa allt afmælisárið. Hátíðarsýningarnar gefa innsýn í heim sem fólginn er í mikilfenglegum arfi silfursmíða fyrri alda sem samofin er sögu safnsins. Gripirnir eru minjar um líf og störf stoltrar þjóðar, handbragð og sköpunarþrá fólks en eru einnig til vitnis um listfengi silfursmiðanna. Þá endurspegla silfurmunirnir mannlíf þeirra sem mótuðu og notuðu þá! Enn önnur sýning í tilefni 150 ára afmælis safnsins verður opnuð í júní en það er vegleg sýning á ljósmyndum frumkvöðulsins Sigfúsar Eymundssonar. Myndir Sigfúsar hafa mikla þýðingu fyrir íslenska menningarsögu en myndasafn hans var það fyrsta sem Þjóðminjasafnið tók til varðveislu. Í kjölfar afmælissýninga verða gefnar út veglegar bækur á vegum safnsins um efni sýninganna. Þjóðminjasafninu hafa borist góðar gjafir í tilefni afmælisárs. Vinafélag Þjóðminjasafnsins, Minjar og saga, færðu safninu sprotabelti að gjöf sem Sigurður Vigfússon smíðaði eftir uppdrætti Sigurðar málara á 19. öld. Þá gaf Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur safninu merkan kaleik og patínu frá Myrká í Eyjafirði frá 18. öld. Góðar gjafir og kveðjur hafa einnig borist frá þjóðminjasöfnum nágrannalandanna og veglegt málþing var haldið dagana 1.-3. mars í Kaupmannahöfn í tilefni afmælisárs Þjóðminjasafns Íslands í Þjóðminjasafni Dana þar sem sjónum var beint að íslenskum þjóðminjum í vörslu danska safnsins. Ánægjulegt var að finna þann vinarhug sem ríkir meðal safnanna.Háskólastofnun Á þessum tímamótum er litið til framtíðar í þróun Þjóðminjasafns Íslands. Nýlega mælti mennta- og menningarmálaráðherra fyrir frumvarpi á Alþingi til breytinga á lögum um Þjóðminjasafn Íslands þar um að safnið verði skilgreint sem háskólastofnun. Frumvarpið varð að lögum þann 26. mars sl. Má líta á lagabreytinguna sem afmælisgjöf til safnsins sem felur í sér framfaraskref fyrir Þjóðminjasafnið og Háskóla Íslands sem átt hafa í góðri samvinnu sem styrkst hefur til muna á liðnum árum. Þjóðminjasafn Íslands er safn allra landsmanna og er afmæli þess tímamót fyrir safnastarf og þjóðminjavörslu á Íslandi almennt. Mikilsvert er að finna velvilja landsmanna í garð safnsins og annarra safna landsins nú hálfri annarri öld eftir stofnun forngripasafnsins. Er það von okkar hjá Þjóðminjasafninu að landsmenn njóti fjölbreyttrar dagskrár á afmælisári sem tileinkað er æskunni og framtíðinni. Ítarefni: Heimildarmynd um Lífið í Þjóðminjasafninu. http://www.ruv.is/sarpurinn/lifid-i-thjodminjasafninu/24022013-0 Afmælisblað Þjóðminjasafns Íslands sem sent var á öll heimili í janúar. http://www.ruv.is/sarpurinn/vidsja/16012013-0 Vefsíða, fb og app.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun