Þegar aldurinn skiptir máli Drífa Jenný Helgadóttir skrifar 7. maí 2013 07:00 Á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar (ÞHS) starfar þverfaglegt teymi fagfólks sem sinnir greiningu þroska- og hegðunarfrávika hjá börnum upp að 12 ára aldri frá ýmsum svæðum á landinu. Í framhaldi af greiningu er í boði ráðgjöf, fræðsla og meðferð. Til að fá þessa þjónustu þarf tilvísun fagaðila og vísa má börnum að 6 ára aldri í frumgreiningu ef grunur vaknar um frávik í þroska eða hegðun. Hægt er að vísa í nánari greiningu á ADHD þegar frumgreining og matslistar hafa sýnt sterkar vísbendingar um frávik í þá átt hjá 5-12 ára börnum. Frá því að Þroska- og hegðunarstöð tók við greiningum á ADHD hjá börnum (greiningar voru áður í höndum Barna- og Unglingageðdeildar) árið 2006 hefur eftirspurn eftir þeirri þjónustu aukist jafnt og þétt. Biðtími hefur lengst mjög mikið og í dag er staðan sú að tæplega 130 börn bíða eftir nánari greiningu. Þetta þýðir að biðtíminn eftir greiningu á ADHD og skyldum röskunum er allt að níu mánuðir. Fyrir ári var þessi tími um 6 mánuðir og þótti langur. Börn sem eru á biðlista eftir þessu úrræði glíma mörg hver við mikinn vanda, eiga í erfiðleikum heima fyrir, í skólanum og í félagslegum samskiptum. Því skiptir hver dagur máli fyrir þessi börn og umhverfi þeirra og það er alvarlegt mál þegar biðlistinn lengist um þrjá mánuði. Árið 2011 gerði Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna einmitt athugasemd við þennan þátt í geðheilbrigðisþjónustu við börn á Íslandi, þ.e að biðlistar eftir greiningu og meðferð við ADHD hjá börnum væru of langir. Þeirra tillaga til að sporna gegn þessari þróun var að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og auka þannig möguleika þeirra á því að fá greiningu og meðferð við sínum vanda (sjá gr. 38 og 39).Mismunað Starfsfólk á ÞHS hefur reynt að koma til móts við þennan hóp með því að koma af stað úrræðum á biðtíma. Foreldrum barnanna og börnunum sjálfum er m.a. boðið á námskeið og er ráðgjöf veitt í leikskóla og skóla sé þess þörf og þetta eru úrræði í takt við tillögur Barnaréttarnefndarinnar frá 2011 (sjá gr. 39). Aðrar stofnanir sem sinna greiningarþjónustu við börn eins og GRR og BUGL taka á móti skjólstæðingum upp að 18 ára aldri. Sá hópur sem fellur undir þjónustu við GRR og BUGL eru börn sem eiga við alvarlegar fatlanir eða geðrænan vanda að stríða og börn með ADHD falla ekki undir þá skilgreiningu, þar sem vandi þeirra er vægari. Þjónusta við ADHD á ÞHS er skilgreind fyrir börn að 12 ára aldri eins og fram hefur komið hér og erfitt er að opna á tilvísanir fyrir eldri hópinn (13-18 ára) á meðan biðtími fyrir þau yngri er jafn langur og raunin er. Það er því engin greiningarstofnun innan hins opinbera kerfis sem tekur á móti þessum hópi barna. Börn sem eru eldri en 12 ára og með vísbendingar um ADHD eiga því ekki kost á sömu þjónustu og yngri börnin, og því er ljóst að börnum á Íslandi er ekki aðeins mismunað á grundvelli alvarleika vandans en einnig aldurs. ÞHS hefur hug á að sinna öllum börnum sem þurfa á þjónustu stofnunarinnar að halda óháð aldri. En það kallar á aukið fjármagn og fleiri stöðugildi og hingað til hefur það fjármagn ekki verið til. Vísbendingar um að heilbrigðiskerfið mismuni börnum eftir aldri og eðli vanda þeirra vekja upp spurningar um það hvort slíkt sé í takt við það sem íslenskt velferðarsamfélag stendur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar (ÞHS) starfar þverfaglegt teymi fagfólks sem sinnir greiningu þroska- og hegðunarfrávika hjá börnum upp að 12 ára aldri frá ýmsum svæðum á landinu. Í framhaldi af greiningu er í boði ráðgjöf, fræðsla og meðferð. Til að fá þessa þjónustu þarf tilvísun fagaðila og vísa má börnum að 6 ára aldri í frumgreiningu ef grunur vaknar um frávik í þroska eða hegðun. Hægt er að vísa í nánari greiningu á ADHD þegar frumgreining og matslistar hafa sýnt sterkar vísbendingar um frávik í þá átt hjá 5-12 ára börnum. Frá því að Þroska- og hegðunarstöð tók við greiningum á ADHD hjá börnum (greiningar voru áður í höndum Barna- og Unglingageðdeildar) árið 2006 hefur eftirspurn eftir þeirri þjónustu aukist jafnt og þétt. Biðtími hefur lengst mjög mikið og í dag er staðan sú að tæplega 130 börn bíða eftir nánari greiningu. Þetta þýðir að biðtíminn eftir greiningu á ADHD og skyldum röskunum er allt að níu mánuðir. Fyrir ári var þessi tími um 6 mánuðir og þótti langur. Börn sem eru á biðlista eftir þessu úrræði glíma mörg hver við mikinn vanda, eiga í erfiðleikum heima fyrir, í skólanum og í félagslegum samskiptum. Því skiptir hver dagur máli fyrir þessi börn og umhverfi þeirra og það er alvarlegt mál þegar biðlistinn lengist um þrjá mánuði. Árið 2011 gerði Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna einmitt athugasemd við þennan þátt í geðheilbrigðisþjónustu við börn á Íslandi, þ.e að biðlistar eftir greiningu og meðferð við ADHD hjá börnum væru of langir. Þeirra tillaga til að sporna gegn þessari þróun var að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og auka þannig möguleika þeirra á því að fá greiningu og meðferð við sínum vanda (sjá gr. 38 og 39).Mismunað Starfsfólk á ÞHS hefur reynt að koma til móts við þennan hóp með því að koma af stað úrræðum á biðtíma. Foreldrum barnanna og börnunum sjálfum er m.a. boðið á námskeið og er ráðgjöf veitt í leikskóla og skóla sé þess þörf og þetta eru úrræði í takt við tillögur Barnaréttarnefndarinnar frá 2011 (sjá gr. 39). Aðrar stofnanir sem sinna greiningarþjónustu við börn eins og GRR og BUGL taka á móti skjólstæðingum upp að 18 ára aldri. Sá hópur sem fellur undir þjónustu við GRR og BUGL eru börn sem eiga við alvarlegar fatlanir eða geðrænan vanda að stríða og börn með ADHD falla ekki undir þá skilgreiningu, þar sem vandi þeirra er vægari. Þjónusta við ADHD á ÞHS er skilgreind fyrir börn að 12 ára aldri eins og fram hefur komið hér og erfitt er að opna á tilvísanir fyrir eldri hópinn (13-18 ára) á meðan biðtími fyrir þau yngri er jafn langur og raunin er. Það er því engin greiningarstofnun innan hins opinbera kerfis sem tekur á móti þessum hópi barna. Börn sem eru eldri en 12 ára og með vísbendingar um ADHD eiga því ekki kost á sömu þjónustu og yngri börnin, og því er ljóst að börnum á Íslandi er ekki aðeins mismunað á grundvelli alvarleika vandans en einnig aldurs. ÞHS hefur hug á að sinna öllum börnum sem þurfa á þjónustu stofnunarinnar að halda óháð aldri. En það kallar á aukið fjármagn og fleiri stöðugildi og hingað til hefur það fjármagn ekki verið til. Vísbendingar um að heilbrigðiskerfið mismuni börnum eftir aldri og eðli vanda þeirra vekja upp spurningar um það hvort slíkt sé í takt við það sem íslenskt velferðarsamfélag stendur fyrir.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun