Þegar aldurinn skiptir máli Drífa Jenný Helgadóttir skrifar 7. maí 2013 07:00 Á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar (ÞHS) starfar þverfaglegt teymi fagfólks sem sinnir greiningu þroska- og hegðunarfrávika hjá börnum upp að 12 ára aldri frá ýmsum svæðum á landinu. Í framhaldi af greiningu er í boði ráðgjöf, fræðsla og meðferð. Til að fá þessa þjónustu þarf tilvísun fagaðila og vísa má börnum að 6 ára aldri í frumgreiningu ef grunur vaknar um frávik í þroska eða hegðun. Hægt er að vísa í nánari greiningu á ADHD þegar frumgreining og matslistar hafa sýnt sterkar vísbendingar um frávik í þá átt hjá 5-12 ára börnum. Frá því að Þroska- og hegðunarstöð tók við greiningum á ADHD hjá börnum (greiningar voru áður í höndum Barna- og Unglingageðdeildar) árið 2006 hefur eftirspurn eftir þeirri þjónustu aukist jafnt og þétt. Biðtími hefur lengst mjög mikið og í dag er staðan sú að tæplega 130 börn bíða eftir nánari greiningu. Þetta þýðir að biðtíminn eftir greiningu á ADHD og skyldum röskunum er allt að níu mánuðir. Fyrir ári var þessi tími um 6 mánuðir og þótti langur. Börn sem eru á biðlista eftir þessu úrræði glíma mörg hver við mikinn vanda, eiga í erfiðleikum heima fyrir, í skólanum og í félagslegum samskiptum. Því skiptir hver dagur máli fyrir þessi börn og umhverfi þeirra og það er alvarlegt mál þegar biðlistinn lengist um þrjá mánuði. Árið 2011 gerði Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna einmitt athugasemd við þennan þátt í geðheilbrigðisþjónustu við börn á Íslandi, þ.e að biðlistar eftir greiningu og meðferð við ADHD hjá börnum væru of langir. Þeirra tillaga til að sporna gegn þessari þróun var að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og auka þannig möguleika þeirra á því að fá greiningu og meðferð við sínum vanda (sjá gr. 38 og 39).Mismunað Starfsfólk á ÞHS hefur reynt að koma til móts við þennan hóp með því að koma af stað úrræðum á biðtíma. Foreldrum barnanna og börnunum sjálfum er m.a. boðið á námskeið og er ráðgjöf veitt í leikskóla og skóla sé þess þörf og þetta eru úrræði í takt við tillögur Barnaréttarnefndarinnar frá 2011 (sjá gr. 39). Aðrar stofnanir sem sinna greiningarþjónustu við börn eins og GRR og BUGL taka á móti skjólstæðingum upp að 18 ára aldri. Sá hópur sem fellur undir þjónustu við GRR og BUGL eru börn sem eiga við alvarlegar fatlanir eða geðrænan vanda að stríða og börn með ADHD falla ekki undir þá skilgreiningu, þar sem vandi þeirra er vægari. Þjónusta við ADHD á ÞHS er skilgreind fyrir börn að 12 ára aldri eins og fram hefur komið hér og erfitt er að opna á tilvísanir fyrir eldri hópinn (13-18 ára) á meðan biðtími fyrir þau yngri er jafn langur og raunin er. Það er því engin greiningarstofnun innan hins opinbera kerfis sem tekur á móti þessum hópi barna. Börn sem eru eldri en 12 ára og með vísbendingar um ADHD eiga því ekki kost á sömu þjónustu og yngri börnin, og því er ljóst að börnum á Íslandi er ekki aðeins mismunað á grundvelli alvarleika vandans en einnig aldurs. ÞHS hefur hug á að sinna öllum börnum sem þurfa á þjónustu stofnunarinnar að halda óháð aldri. En það kallar á aukið fjármagn og fleiri stöðugildi og hingað til hefur það fjármagn ekki verið til. Vísbendingar um að heilbrigðiskerfið mismuni börnum eftir aldri og eðli vanda þeirra vekja upp spurningar um það hvort slíkt sé í takt við það sem íslenskt velferðarsamfélag stendur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Skoðun Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Sjá meira
Á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar (ÞHS) starfar þverfaglegt teymi fagfólks sem sinnir greiningu þroska- og hegðunarfrávika hjá börnum upp að 12 ára aldri frá ýmsum svæðum á landinu. Í framhaldi af greiningu er í boði ráðgjöf, fræðsla og meðferð. Til að fá þessa þjónustu þarf tilvísun fagaðila og vísa má börnum að 6 ára aldri í frumgreiningu ef grunur vaknar um frávik í þroska eða hegðun. Hægt er að vísa í nánari greiningu á ADHD þegar frumgreining og matslistar hafa sýnt sterkar vísbendingar um frávik í þá átt hjá 5-12 ára börnum. Frá því að Þroska- og hegðunarstöð tók við greiningum á ADHD hjá börnum (greiningar voru áður í höndum Barna- og Unglingageðdeildar) árið 2006 hefur eftirspurn eftir þeirri þjónustu aukist jafnt og þétt. Biðtími hefur lengst mjög mikið og í dag er staðan sú að tæplega 130 börn bíða eftir nánari greiningu. Þetta þýðir að biðtíminn eftir greiningu á ADHD og skyldum röskunum er allt að níu mánuðir. Fyrir ári var þessi tími um 6 mánuðir og þótti langur. Börn sem eru á biðlista eftir þessu úrræði glíma mörg hver við mikinn vanda, eiga í erfiðleikum heima fyrir, í skólanum og í félagslegum samskiptum. Því skiptir hver dagur máli fyrir þessi börn og umhverfi þeirra og það er alvarlegt mál þegar biðlistinn lengist um þrjá mánuði. Árið 2011 gerði Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna einmitt athugasemd við þennan þátt í geðheilbrigðisþjónustu við börn á Íslandi, þ.e að biðlistar eftir greiningu og meðferð við ADHD hjá börnum væru of langir. Þeirra tillaga til að sporna gegn þessari þróun var að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og auka þannig möguleika þeirra á því að fá greiningu og meðferð við sínum vanda (sjá gr. 38 og 39).Mismunað Starfsfólk á ÞHS hefur reynt að koma til móts við þennan hóp með því að koma af stað úrræðum á biðtíma. Foreldrum barnanna og börnunum sjálfum er m.a. boðið á námskeið og er ráðgjöf veitt í leikskóla og skóla sé þess þörf og þetta eru úrræði í takt við tillögur Barnaréttarnefndarinnar frá 2011 (sjá gr. 39). Aðrar stofnanir sem sinna greiningarþjónustu við börn eins og GRR og BUGL taka á móti skjólstæðingum upp að 18 ára aldri. Sá hópur sem fellur undir þjónustu við GRR og BUGL eru börn sem eiga við alvarlegar fatlanir eða geðrænan vanda að stríða og börn með ADHD falla ekki undir þá skilgreiningu, þar sem vandi þeirra er vægari. Þjónusta við ADHD á ÞHS er skilgreind fyrir börn að 12 ára aldri eins og fram hefur komið hér og erfitt er að opna á tilvísanir fyrir eldri hópinn (13-18 ára) á meðan biðtími fyrir þau yngri er jafn langur og raunin er. Það er því engin greiningarstofnun innan hins opinbera kerfis sem tekur á móti þessum hópi barna. Börn sem eru eldri en 12 ára og með vísbendingar um ADHD eiga því ekki kost á sömu þjónustu og yngri börnin, og því er ljóst að börnum á Íslandi er ekki aðeins mismunað á grundvelli alvarleika vandans en einnig aldurs. ÞHS hefur hug á að sinna öllum börnum sem þurfa á þjónustu stofnunarinnar að halda óháð aldri. En það kallar á aukið fjármagn og fleiri stöðugildi og hingað til hefur það fjármagn ekki verið til. Vísbendingar um að heilbrigðiskerfið mismuni börnum eftir aldri og eðli vanda þeirra vekja upp spurningar um það hvort slíkt sé í takt við það sem íslenskt velferðarsamfélag stendur fyrir.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun