Snowden á Alþingi Elín Hirst skrifar 11. júlí 2013 06:00 Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið en hann hefur valdið uppnámi um allan heim eftir að hann greindi frá umfangsmiklum njósnum bandarískra yfirvalda einkum í Evrópu. Menn spyrja sig hvort Snowden sé hetja eða skúrkur? Hann hefur sannarlega brotið lög og brugðist trúnaði, en hann segist gera það til þess að koma upp um alvarleg brot stjórnvalda á friðhelgi einkalífsins, mikilvægasta rétti hvers einstaklings. Að kvöldi á síðasta degi Alþingis greindu Píratar frá því að þeim hefði borist tölvupóstur frá Edward Snowden þar sem hann óskaði eftir því að fá íslenskan ríkisborgararétt. Í kjölfarið óskuðu þingmenn Pírata og fleiri eftir að leggja fram lagafrumvarp um ríkisborgararétt til handa Snowden. Ef þetta hefði verið samþykkt hefði málið farið til nefndar samkvæmt þingsköpum og tekið til umræðu í september þegar Alþingi kemur saman á ný. Án fordæma Mikill hiti var í mönnum á Alþingi vegna málsins þetta kvöld. Minntust menn þess þegar Bobby Fischer fékk ríkisborgararétt með samþykki Alþingis árið 2005. Það mál bar að með allt öðrum hætti og var ekki sambærilegt að mínu áliti. Lítið barn sem íslensk hjón höfðu eignast með hjálp staðgöngumóður í Indlandi en var meinað að yfirgefa Indland, fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Það mál var heldur ekki sambærilegt. Fylgjendur frumvarpsins fyrir Snowden sögðu að nú væri komið að því að Íslendingar sýndu kjark og þor og hættu að bogna í hnjáliðunum þegar stórveldið Bandaríkin væru annars vegar. Furðulegt hvað sumir þingmenn eru hatrammir út í Bandaríkin, sem íslenska þjóðin hefur notið margs góðs af í gegnum tíðina. Þeir sem voru á móti Snowden-frumvarpinu sögðu hins vegar að málsmeðferðin væri afar óvönduð og án fordæma. Atkvæðagreiðsla fór fram og málið var fellt. Ég var ánægð með þá niðurstöðu. Annað hefði verið til þess fallið að senda afar misvísandi skilaboð og skapað enn frekari óvissu um stöðu Snowdens, sem var fastur á flugvelli í Moskvu. Mikilvægi persónuverndar Málið snýst ekki um það að þora ekki að mótmæla framferði bandarískra yfirvalda, eins og sumir hafa haldið fram. Ekki þarf annað en að lesa virta bandaríska fjölmiðla til að sjá að stjórnvöld þar í landi sæta harðri og vaxandi gagnrýni vegna þessa máls. Hins vegar eru margir Bandaríkjamenn þeirrar skoðunar að stjórnvöld séu að gera rétt og eru tilbúnir til að færa fórnir á sviði friðhelgi einkalífs til að tryggja öryggi borgaranna. Að mínum dómi er slík þróun afar óskynsamleg og hættuleg lýðræðinu. Við Íslendingar verðum að vera raunsæir og horfast í augu við það að við höfum ekkert bolmagn til í að skerast í leikinn í máli af þessari stærðargráðu. Hins vegar er nauðsynlegt að ræða almennt stöðu íslenskra borgara í ljósi Snowden-málsins með áherslu á stjórnarskrárvarinn rétt til friðhelgi einkalífs og meðferð hins opinbera á persónuupplýsingum. Sérhver Íslendingur skilur eftir sig urmul af persónuupplýsingum á hverjum einasta degi, í gegnum farsíma, tölvur og greiðslukort. Í raun og veru er einkalíf fólks í dag eins og opin bók, ef fyllstu varúðar er ekki gætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið en hann hefur valdið uppnámi um allan heim eftir að hann greindi frá umfangsmiklum njósnum bandarískra yfirvalda einkum í Evrópu. Menn spyrja sig hvort Snowden sé hetja eða skúrkur? Hann hefur sannarlega brotið lög og brugðist trúnaði, en hann segist gera það til þess að koma upp um alvarleg brot stjórnvalda á friðhelgi einkalífsins, mikilvægasta rétti hvers einstaklings. Að kvöldi á síðasta degi Alþingis greindu Píratar frá því að þeim hefði borist tölvupóstur frá Edward Snowden þar sem hann óskaði eftir því að fá íslenskan ríkisborgararétt. Í kjölfarið óskuðu þingmenn Pírata og fleiri eftir að leggja fram lagafrumvarp um ríkisborgararétt til handa Snowden. Ef þetta hefði verið samþykkt hefði málið farið til nefndar samkvæmt þingsköpum og tekið til umræðu í september þegar Alþingi kemur saman á ný. Án fordæma Mikill hiti var í mönnum á Alþingi vegna málsins þetta kvöld. Minntust menn þess þegar Bobby Fischer fékk ríkisborgararétt með samþykki Alþingis árið 2005. Það mál bar að með allt öðrum hætti og var ekki sambærilegt að mínu áliti. Lítið barn sem íslensk hjón höfðu eignast með hjálp staðgöngumóður í Indlandi en var meinað að yfirgefa Indland, fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Það mál var heldur ekki sambærilegt. Fylgjendur frumvarpsins fyrir Snowden sögðu að nú væri komið að því að Íslendingar sýndu kjark og þor og hættu að bogna í hnjáliðunum þegar stórveldið Bandaríkin væru annars vegar. Furðulegt hvað sumir þingmenn eru hatrammir út í Bandaríkin, sem íslenska þjóðin hefur notið margs góðs af í gegnum tíðina. Þeir sem voru á móti Snowden-frumvarpinu sögðu hins vegar að málsmeðferðin væri afar óvönduð og án fordæma. Atkvæðagreiðsla fór fram og málið var fellt. Ég var ánægð með þá niðurstöðu. Annað hefði verið til þess fallið að senda afar misvísandi skilaboð og skapað enn frekari óvissu um stöðu Snowdens, sem var fastur á flugvelli í Moskvu. Mikilvægi persónuverndar Málið snýst ekki um það að þora ekki að mótmæla framferði bandarískra yfirvalda, eins og sumir hafa haldið fram. Ekki þarf annað en að lesa virta bandaríska fjölmiðla til að sjá að stjórnvöld þar í landi sæta harðri og vaxandi gagnrýni vegna þessa máls. Hins vegar eru margir Bandaríkjamenn þeirrar skoðunar að stjórnvöld séu að gera rétt og eru tilbúnir til að færa fórnir á sviði friðhelgi einkalífs til að tryggja öryggi borgaranna. Að mínum dómi er slík þróun afar óskynsamleg og hættuleg lýðræðinu. Við Íslendingar verðum að vera raunsæir og horfast í augu við það að við höfum ekkert bolmagn til í að skerast í leikinn í máli af þessari stærðargráðu. Hins vegar er nauðsynlegt að ræða almennt stöðu íslenskra borgara í ljósi Snowden-málsins með áherslu á stjórnarskrárvarinn rétt til friðhelgi einkalífs og meðferð hins opinbera á persónuupplýsingum. Sérhver Íslendingur skilur eftir sig urmul af persónuupplýsingum á hverjum einasta degi, í gegnum farsíma, tölvur og greiðslukort. Í raun og veru er einkalíf fólks í dag eins og opin bók, ef fyllstu varúðar er ekki gætt.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun