Fordómar sem nauðsynlegt er að uppræta Ingibjörg Íris Þorvaldsdóttir skrifar 11. júlí 2013 06:00 Ég heiti Ingibjörg Íris og er 21 árs háskólanemi. Síðastliðin ár hef ég glímt við þunglyndi. Í dag er ég í bata, en leið mín í rétta átt hefur ekki verið einföld. Meginástæða þess var sú að ég átti erfitt með að viðurkenna ástand mitt og frestaði því að leita mér hjálpar. Samkvæmt tölum landlæknis þjást 12-15 þúsund manns af þunglyndi á hverjum tíma. Mig grunar sterklega að sú tala sé í raun mun hærri. Þrátt fyrir að vera algengur sjúkdómur mætir þunglyndi miklum fordómum í okkar samfélagi. Það er löngu sannað að fordómar verða til vegna fáfræði. Það er enginn einn þáttur sem orsakar þunglyndi og að mínu mati ýtir sú óvissa undir ranghugmyndir. Algengasta ranghugmyndin er ef til vill sú að þunglyndi stafi af leti og aumingjaskap, dugleysi eða ónægum viljastyrk. Þetta gæti ekki verið fjær sannleikanum. Það er samspil af erfðum, líffræðilegum orsökum og sálrænum þáttum sem ráða því hvort einstaklingur veikist. Afleiðingar sjúkdómsins eru hins vegar minni lífsgleði og lítil framtakssemi. Fólk sem þekkir ekki til aðstæðna gæti túlkað þetta sem leti eða dugleysi. Latur einstaklingur vaknar ekki upp einn daginn og er allt í einu orðinn þunglyndur. Það velur enginn þunglyndi. Fólk einfaldlega veikist rétt eins og með alla aðra sjúkdóma. Þú ert kannski að hugsa með þér að þetta sé ekki algilt og að sumir séu lausir við þessa fordóma og það er sem betur fer hárrétt. En ég vil samt biðja þig að velta því fyrir þér hversu oft þú hefur heyrt setninguna: „Nei því miður ég kemst ekki, ég á bókaðan tíma hjá lækni.“ Skiptu svo læknisheimsókninni út fyrir tíma hjá sálfræðingi. Staðreyndin er sú að okkur skortir opinskáa umræðu um þunglyndi sem og aðra geðsjúkdóma. Skömmin sem margir upplifa út frá hugmyndum samfélagsins leiðir til sjálfsfordóma, sem er ein helsta hindrun bata. Einstaklingurinn fer sjálfur að trúa því að þetta sé sjálfskapað ástand og óbreytanlegt ástand og leitar sér ekki hjálpar. Samfélagið þarf að sýna aukinn skilning og stuðning. Því það eina sem þarf til að hefja bataferlið er að einstaklingur fái von um að breyting sé möguleg. Bati er möguleiki fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Ingibjörg Íris og er 21 árs háskólanemi. Síðastliðin ár hef ég glímt við þunglyndi. Í dag er ég í bata, en leið mín í rétta átt hefur ekki verið einföld. Meginástæða þess var sú að ég átti erfitt með að viðurkenna ástand mitt og frestaði því að leita mér hjálpar. Samkvæmt tölum landlæknis þjást 12-15 þúsund manns af þunglyndi á hverjum tíma. Mig grunar sterklega að sú tala sé í raun mun hærri. Þrátt fyrir að vera algengur sjúkdómur mætir þunglyndi miklum fordómum í okkar samfélagi. Það er löngu sannað að fordómar verða til vegna fáfræði. Það er enginn einn þáttur sem orsakar þunglyndi og að mínu mati ýtir sú óvissa undir ranghugmyndir. Algengasta ranghugmyndin er ef til vill sú að þunglyndi stafi af leti og aumingjaskap, dugleysi eða ónægum viljastyrk. Þetta gæti ekki verið fjær sannleikanum. Það er samspil af erfðum, líffræðilegum orsökum og sálrænum þáttum sem ráða því hvort einstaklingur veikist. Afleiðingar sjúkdómsins eru hins vegar minni lífsgleði og lítil framtakssemi. Fólk sem þekkir ekki til aðstæðna gæti túlkað þetta sem leti eða dugleysi. Latur einstaklingur vaknar ekki upp einn daginn og er allt í einu orðinn þunglyndur. Það velur enginn þunglyndi. Fólk einfaldlega veikist rétt eins og með alla aðra sjúkdóma. Þú ert kannski að hugsa með þér að þetta sé ekki algilt og að sumir séu lausir við þessa fordóma og það er sem betur fer hárrétt. En ég vil samt biðja þig að velta því fyrir þér hversu oft þú hefur heyrt setninguna: „Nei því miður ég kemst ekki, ég á bókaðan tíma hjá lækni.“ Skiptu svo læknisheimsókninni út fyrir tíma hjá sálfræðingi. Staðreyndin er sú að okkur skortir opinskáa umræðu um þunglyndi sem og aðra geðsjúkdóma. Skömmin sem margir upplifa út frá hugmyndum samfélagsins leiðir til sjálfsfordóma, sem er ein helsta hindrun bata. Einstaklingurinn fer sjálfur að trúa því að þetta sé sjálfskapað ástand og óbreytanlegt ástand og leitar sér ekki hjálpar. Samfélagið þarf að sýna aukinn skilning og stuðning. Því það eina sem þarf til að hefja bataferlið er að einstaklingur fái von um að breyting sé möguleg. Bati er möguleiki fyrir alla.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun