Ætlum okkur á Evrópumótið Stefán Árni Pálsson skrifar 11. júlí 2013 06:30 kk landslið Íslenska karlalandslið í golfi hefur þátttöku á European Men"s Challenge Trophy 2013-mótinu sem fram fer á Kunétická Hora-vellinum í Tékklandi næstu þrjá daga. Þrjár þjóðir af tíu komast á Evrópumótið sjálft eftir ár en auk Íslands eru það Belgía, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Rússland, Serbía, Slóvakía, Slóvenía og Tyrkland sem taka þátt á mótinu. Á European Men"s Challenge Trophy-mótinu er leikinn 54 holu höggleikur. Liðin leika 18 holur á dag næstu þrjá daga en í hverju liði eru sex kylfingar. Fjögur bestu skorin eru talin í hverju liði fyrir sig en ef staðan er jöfn þá er sjötti kylfingurinn einnig metinn. „Þetta mót leggst bara gríðarlega vel í mannskapinn,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins.Góð stemmning í hópnum „Menn eru bara mjög vel stemmdir enda ekki annað hægt í svona aðstæðum. Hér er bara sól, mikill hiti og mikil blíða.“ Landsliðið var á æfingu fyrir mótið þegar blaðamaður Fréttablaðsins heyrði í Birgi Leifi en mótið fer fram á Kunétická Hora-vellinum í Tékklandi. Völlurinn er um 120 kílómetrum frá Prag, höfuðborg Tékklands. „Við erum rétt í þessu að venjast vellinum og ætlum okkur að taka góðan æfingahring í dag. Það verður leikinn 54 holu höggleikur á mótinu, sex í liði og fjögur bestu skorin á hverri holu gilda.“ Birgir Leifur Hafþórsson er atvinnumaður í golfi og má því ekki leika fyrir íslenska landsliðið á mótinu. „Þetta er aðeins fyrir áhugamenn og því verð ég þeim til halds og trausts, set upp ákveðið leikskipulag fyrir leikmenn liðsins en mitt hlutverk er einnig að hvetja áfram liðið. Þegar maður ræðst í þátttöku á svona móti er mikilvægt að skoða hvern leikmann fyrir sig, því þeir eru ekki allir eins, og leggja mótið upp með tilliti til þess. Þessi golfvöllur refsar töluvert og það er gríðarlega mikilvægt að vera inni á braut sem mest til þess að geta átt góð innáhögg. Grasið sem liggur utan brautar er rosalega þykkt og því verða leikmenn að vera skynsamir.“Þurfum að vera þolinmóðir „Það skiptir miklu máli að spila varfærnislega á fyrsta degi, leggja upp með að vera alltaf inni á braut og vera þolinmóðir í okkar leik. Við þurfum síðan að sjá til hvar við stöndum eftir fyrsta daginn og bera okkur saman við aðrar þjóðir, þá getum við farið að skipuleggja næstu tvo hringi.“Þrjár þjóðir fara áfram „Þrjár efstu þjóðirnar fara áfram á Evrópumótið sem fer fram á næsta ári og ég tel að við eigum bara góða möguleika á því að komast áfram. Við erum mjög bjartsýnir og erum mjög einbeittir og ætlum okkur stóra hluti. Ég hef verið að koma því hugafari inn hjá strákunum undanfarna daga að leikskipulag okkar sé skothelt og ef menn eru ávallt innan þess þá eigum við bara virkilega góða möguleika. Við ætlum okkur klárlega áfram á þessu móti og það er skýrt markmið liðsins.“ Landsliðið leikur næstu þrjá daga í Tékklandi og möguleiki er fyrir hendi að liðið fari áfram. Mótið hefst í dag og verða strákarnir í eldlínunni næstu þrjá keppnisdaga. Hinn margreyndi Birgir Leifur Hafþórsson mun án efa nýta þá reynslu sem hann hefur. Golf Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Sjá meira
Íslenska karlalandslið í golfi hefur þátttöku á European Men"s Challenge Trophy 2013-mótinu sem fram fer á Kunétická Hora-vellinum í Tékklandi næstu þrjá daga. Þrjár þjóðir af tíu komast á Evrópumótið sjálft eftir ár en auk Íslands eru það Belgía, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Rússland, Serbía, Slóvakía, Slóvenía og Tyrkland sem taka þátt á mótinu. Á European Men"s Challenge Trophy-mótinu er leikinn 54 holu höggleikur. Liðin leika 18 holur á dag næstu þrjá daga en í hverju liði eru sex kylfingar. Fjögur bestu skorin eru talin í hverju liði fyrir sig en ef staðan er jöfn þá er sjötti kylfingurinn einnig metinn. „Þetta mót leggst bara gríðarlega vel í mannskapinn,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins.Góð stemmning í hópnum „Menn eru bara mjög vel stemmdir enda ekki annað hægt í svona aðstæðum. Hér er bara sól, mikill hiti og mikil blíða.“ Landsliðið var á æfingu fyrir mótið þegar blaðamaður Fréttablaðsins heyrði í Birgi Leifi en mótið fer fram á Kunétická Hora-vellinum í Tékklandi. Völlurinn er um 120 kílómetrum frá Prag, höfuðborg Tékklands. „Við erum rétt í þessu að venjast vellinum og ætlum okkur að taka góðan æfingahring í dag. Það verður leikinn 54 holu höggleikur á mótinu, sex í liði og fjögur bestu skorin á hverri holu gilda.“ Birgir Leifur Hafþórsson er atvinnumaður í golfi og má því ekki leika fyrir íslenska landsliðið á mótinu. „Þetta er aðeins fyrir áhugamenn og því verð ég þeim til halds og trausts, set upp ákveðið leikskipulag fyrir leikmenn liðsins en mitt hlutverk er einnig að hvetja áfram liðið. Þegar maður ræðst í þátttöku á svona móti er mikilvægt að skoða hvern leikmann fyrir sig, því þeir eru ekki allir eins, og leggja mótið upp með tilliti til þess. Þessi golfvöllur refsar töluvert og það er gríðarlega mikilvægt að vera inni á braut sem mest til þess að geta átt góð innáhögg. Grasið sem liggur utan brautar er rosalega þykkt og því verða leikmenn að vera skynsamir.“Þurfum að vera þolinmóðir „Það skiptir miklu máli að spila varfærnislega á fyrsta degi, leggja upp með að vera alltaf inni á braut og vera þolinmóðir í okkar leik. Við þurfum síðan að sjá til hvar við stöndum eftir fyrsta daginn og bera okkur saman við aðrar þjóðir, þá getum við farið að skipuleggja næstu tvo hringi.“Þrjár þjóðir fara áfram „Þrjár efstu þjóðirnar fara áfram á Evrópumótið sem fer fram á næsta ári og ég tel að við eigum bara góða möguleika á því að komast áfram. Við erum mjög bjartsýnir og erum mjög einbeittir og ætlum okkur stóra hluti. Ég hef verið að koma því hugafari inn hjá strákunum undanfarna daga að leikskipulag okkar sé skothelt og ef menn eru ávallt innan þess þá eigum við bara virkilega góða möguleika. Við ætlum okkur klárlega áfram á þessu móti og það er skýrt markmið liðsins.“ Landsliðið leikur næstu þrjá daga í Tékklandi og möguleiki er fyrir hendi að liðið fari áfram. Mótið hefst í dag og verða strákarnir í eldlínunni næstu þrjá keppnisdaga. Hinn margreyndi Birgir Leifur Hafþórsson mun án efa nýta þá reynslu sem hann hefur.
Golf Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Sjá meira