Þýsku hraðbrautirnar öruggar Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2013 12:54 Enn einni atlögunni að ótakmörkuðum hraða á þýsku hraðbrautunum hefur verið hrundið eftir að frumvarp þingmanna Græningjaflokksins var vísað frá með mikilli andstöðu annarra flokka. Í frumvarpinu var lagt til að hraðinn yrði lækkaður í 120. Rökstuðningur Græningja byggðist eingöngu á því að svona væri þetta hjá öðrum þjóðum. Þann rökstuðning keyptu fáir og þeir hinir sömu bentu á þá staðreynd að hraðbrautirnar væru einstakleg öruggar og að einungis 11% af dauðaslysum í Þýskalandi verði þar þó svo að þriðjungur allrar umferðar fari þar fram. Það er því þrisvar sinnum hættulegra að aka um á öðrum vegum en á hraðbrautunum. Margir þingmenn brugðust hart við þessari tillögu Græningja og sögðu að slík breyting gengi aldrei eftir á þeirra vakt. Þeir sem hafa gaman að því að sjá Porsche bíl ekið uppí 340 km hraða á þýskri hraðbraut ættu að smella á myndskeiðið hér að ofan. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður
Enn einni atlögunni að ótakmörkuðum hraða á þýsku hraðbrautunum hefur verið hrundið eftir að frumvarp þingmanna Græningjaflokksins var vísað frá með mikilli andstöðu annarra flokka. Í frumvarpinu var lagt til að hraðinn yrði lækkaður í 120. Rökstuðningur Græningja byggðist eingöngu á því að svona væri þetta hjá öðrum þjóðum. Þann rökstuðning keyptu fáir og þeir hinir sömu bentu á þá staðreynd að hraðbrautirnar væru einstakleg öruggar og að einungis 11% af dauðaslysum í Þýskalandi verði þar þó svo að þriðjungur allrar umferðar fari þar fram. Það er því þrisvar sinnum hættulegra að aka um á öðrum vegum en á hraðbrautunum. Margir þingmenn brugðust hart við þessari tillögu Græningja og sögðu að slík breyting gengi aldrei eftir á þeirra vakt. Þeir sem hafa gaman að því að sjá Porsche bíl ekið uppí 340 km hraða á þýskri hraðbraut ættu að smella á myndskeiðið hér að ofan.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður