Kennaranám er gott og kennsla er gefandi Bragi Guðmundsson skrifar 28. maí 2013 14:15 Kennaranám og kennarastarfið hafa talsvert verið til umræðu þetta vorið. Minna hefur verið gert af því að tala starfið upp en niður, margt hefur verið sagt um kjör stéttarinnar og nokkuð hefur verið fjallað um mikilvægi jákvæðrar ímyndarsköpunar. Tilefnið eru fréttir um tiltölulega dræma aðsókn að fimm ára starfsnámi kennara við kennaraskóla landsins. Pawel Bartoszek gengur einna lengst í skrifum sínum hér í blaðinu föstudaginn 24. maí síðastliðinn. Þar líkir hann kennaramenntun við misheppnaða kartöflurækt þar sem löngun bónda til að auka gæði sem arðsemi leiðir til bæði minni uppskeru og lakari afkomu. Síðan segir Pawel um áhrif þess að kennaranám tekur nú fimm ár í stað þriggja áður: „Nú er tímafrekara og dýrara að mennta færri kennara en áður. Meðalmenntun þeirra sem kenna mun versna. Uppskeran brást.“ Og niðurstaða Pawels er skýr: „En það er auðvelt að stytta námið. Ég legg til að við „gefumst upp“ og styttum skyldunámið aftur í þrjú ár.“ Af þessu tilefni skal bent á að lengd kennaranáms er ekki gefin stærð í eitt skipti fyrir öll. Þegar það hófst í Flensborg í Hafnarfirði árið 1892 tók það til dæmis aðeins sex vikur og kannski þótti einhverjum Pawel nóg um það. Síðan lengdist það og breyttist í tímans rás. Sem dæmi um stórfellda breytingu má nefna þriggja ára lenginguna er Kennaraskóli Íslands fluttist á háskólastig árið 1971. Þá dró verulega úr aðsókn í kennaranám um hríð en náði sér svo rækilega á ný. Nú, fjórum áratugum síðar, stígum við enn djörf skref til eflingar kennaramenntunar og ekki undarlegt að þau vaxi sumum í augum. Minnumst þess samt að tíminn er síkvikur og stendur aldrei í stað. Með orðum Jónasar: „Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar / annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.“ Í grein Pawels eru margar rökvillur og ekki tóm til þess að elta þær allar. Tökum dæmi: Hann gefur sér að kennaralaun séu og verði áfram lág og þess vegna muni fáir velja langt kennaranám og líklega enn færri kennslu sem ævistarf. Hann gleymir því hins vegar að verðandi kennarar með fimm ára grunnnám að baki eru enn inni í háskólunum og eiga heilt ár eftir þar. Á vinnumarkaðinn koma þeir árið 2014. Í millitíðinni gefast góðir möguleikar til þess að semja um kjör þeirra er á hólminn kemur. Það er hlutverk kennarasamtakanna annars vegar og sveitarfélaganna og ríkisins hins vegar. Lág laun hafa lengi og víða tíðkast í opinbera geiranum en þau geta ekki verið frumrök til þess að ákvarða námslengd, sama hver greinin/fagið er. Önnur rökvilla Pawels er sú að meðalmenntun kennara muni versna við það að námið hefur verið lengt. Hvernig þokkalega glöggur maður (með meistarapróf í stærðfræði) getur látið aðra eins endileysu frá sér fæ ég engan veginn skilið og reyndar jaðrar fullyrðing hans við atvinnuróg. Ekki bara í garð verðandi kennara, heldur líka í garð skólanna sem menntunina veita. Pawel væri nær að líta til innihalds námsins, hvað lenging þess felur í sér og hvert það veganesti er sem kennaranemar öðlast nú í stórauknum mæli áður en þeir hefja vegferð sína í skólum landsins. Malur þeirra er til mikilla muna fyllri en fyrr og öll viljum við vel menntaða, verkfúsa og faglega hæfa kennara sem byggja á traustum grunni. Kennarar með fimm ára menntun að baki munu hækka menntunarstig á vettvangi þegar þeir koma til starfa, svo einfalt er þetta. Við það unga fólk sem nú hugar að námsvali að loknu stúdentsprófi og ykkur hin sem eldri eruð og svipist um eftir nýjum mennta- og starfskostum eftir námshlé vil ég segja þetta: Finnst ykkur ekki einkennilegt að einmitt þessar vikurnar meðan innritun í háskólanám fer fram skuli áhersla sumra vera á að fæla fólk frá því að sækja um kennaranám en ekki að velta því fyrir sér hvað í kennarastarfinu raunverulega felst? Í skólum landsins er stærsti vinnumarkaður þess og þörf fyrir mikla nýliðun á hverju ári. Hafið þið velt fyrir ykkur þeim möguleika að kennarastarfið sé gott, gefandi og skemmtilegt? Vitið þið að það er einstaklega skapandi, fjölbreytt og stundum jafn ófyrirsjáanlegt og spennandi og lífið sjálft? Það þekki ég vel eftir meira en þrjátíu ára kennslustarf í grunn-, framhalds- og háskólum. Það er gaman og gefandi að rækta kartöflur og það er skemmtilegt og þroskandi að vinna með börnum og unglingum. Ræktun barnsandans og mannshugans eru mikilvæg viðfangsefni sem við treystum ekki hverjum sem er til. Við krefjumst þess af stærðfræðingum að þeir kunni að reikna, af múrurum að þeir kunni að múra og af kennurum að þeir kunni að kenna. Ekkert af þessu er sjálfgefið en góð menntun er líklegri til þess að efla fagmennskuna, hvert sem starfssviðið er. Níðum ekki skóinn hvert niður af öðru. Styðjum frekar hvert annað við að gera gott samfélag enn betra. Ég hvet alla áhugasama til þess að kynna sér það öfluga kennaranám sem rekið er á Akureyri og í Reykjavík. Við kennaradeild Háskólans á Akureyri er öflugt staðarnám og fjarnám sem tekur til landsins alls og þar er megináhersla lögð á að mennta hæfa og verkglaða kennara til starfa í leik-, grunn- og framhaldsskólum, allt eftir undirbúningi og vali hvers og eins. Velkomin norður! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kennaranám og kennarastarfið hafa talsvert verið til umræðu þetta vorið. Minna hefur verið gert af því að tala starfið upp en niður, margt hefur verið sagt um kjör stéttarinnar og nokkuð hefur verið fjallað um mikilvægi jákvæðrar ímyndarsköpunar. Tilefnið eru fréttir um tiltölulega dræma aðsókn að fimm ára starfsnámi kennara við kennaraskóla landsins. Pawel Bartoszek gengur einna lengst í skrifum sínum hér í blaðinu föstudaginn 24. maí síðastliðinn. Þar líkir hann kennaramenntun við misheppnaða kartöflurækt þar sem löngun bónda til að auka gæði sem arðsemi leiðir til bæði minni uppskeru og lakari afkomu. Síðan segir Pawel um áhrif þess að kennaranám tekur nú fimm ár í stað þriggja áður: „Nú er tímafrekara og dýrara að mennta færri kennara en áður. Meðalmenntun þeirra sem kenna mun versna. Uppskeran brást.“ Og niðurstaða Pawels er skýr: „En það er auðvelt að stytta námið. Ég legg til að við „gefumst upp“ og styttum skyldunámið aftur í þrjú ár.“ Af þessu tilefni skal bent á að lengd kennaranáms er ekki gefin stærð í eitt skipti fyrir öll. Þegar það hófst í Flensborg í Hafnarfirði árið 1892 tók það til dæmis aðeins sex vikur og kannski þótti einhverjum Pawel nóg um það. Síðan lengdist það og breyttist í tímans rás. Sem dæmi um stórfellda breytingu má nefna þriggja ára lenginguna er Kennaraskóli Íslands fluttist á háskólastig árið 1971. Þá dró verulega úr aðsókn í kennaranám um hríð en náði sér svo rækilega á ný. Nú, fjórum áratugum síðar, stígum við enn djörf skref til eflingar kennaramenntunar og ekki undarlegt að þau vaxi sumum í augum. Minnumst þess samt að tíminn er síkvikur og stendur aldrei í stað. Með orðum Jónasar: „Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar / annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.“ Í grein Pawels eru margar rökvillur og ekki tóm til þess að elta þær allar. Tökum dæmi: Hann gefur sér að kennaralaun séu og verði áfram lág og þess vegna muni fáir velja langt kennaranám og líklega enn færri kennslu sem ævistarf. Hann gleymir því hins vegar að verðandi kennarar með fimm ára grunnnám að baki eru enn inni í háskólunum og eiga heilt ár eftir þar. Á vinnumarkaðinn koma þeir árið 2014. Í millitíðinni gefast góðir möguleikar til þess að semja um kjör þeirra er á hólminn kemur. Það er hlutverk kennarasamtakanna annars vegar og sveitarfélaganna og ríkisins hins vegar. Lág laun hafa lengi og víða tíðkast í opinbera geiranum en þau geta ekki verið frumrök til þess að ákvarða námslengd, sama hver greinin/fagið er. Önnur rökvilla Pawels er sú að meðalmenntun kennara muni versna við það að námið hefur verið lengt. Hvernig þokkalega glöggur maður (með meistarapróf í stærðfræði) getur látið aðra eins endileysu frá sér fæ ég engan veginn skilið og reyndar jaðrar fullyrðing hans við atvinnuróg. Ekki bara í garð verðandi kennara, heldur líka í garð skólanna sem menntunina veita. Pawel væri nær að líta til innihalds námsins, hvað lenging þess felur í sér og hvert það veganesti er sem kennaranemar öðlast nú í stórauknum mæli áður en þeir hefja vegferð sína í skólum landsins. Malur þeirra er til mikilla muna fyllri en fyrr og öll viljum við vel menntaða, verkfúsa og faglega hæfa kennara sem byggja á traustum grunni. Kennarar með fimm ára menntun að baki munu hækka menntunarstig á vettvangi þegar þeir koma til starfa, svo einfalt er þetta. Við það unga fólk sem nú hugar að námsvali að loknu stúdentsprófi og ykkur hin sem eldri eruð og svipist um eftir nýjum mennta- og starfskostum eftir námshlé vil ég segja þetta: Finnst ykkur ekki einkennilegt að einmitt þessar vikurnar meðan innritun í háskólanám fer fram skuli áhersla sumra vera á að fæla fólk frá því að sækja um kennaranám en ekki að velta því fyrir sér hvað í kennarastarfinu raunverulega felst? Í skólum landsins er stærsti vinnumarkaður þess og þörf fyrir mikla nýliðun á hverju ári. Hafið þið velt fyrir ykkur þeim möguleika að kennarastarfið sé gott, gefandi og skemmtilegt? Vitið þið að það er einstaklega skapandi, fjölbreytt og stundum jafn ófyrirsjáanlegt og spennandi og lífið sjálft? Það þekki ég vel eftir meira en þrjátíu ára kennslustarf í grunn-, framhalds- og háskólum. Það er gaman og gefandi að rækta kartöflur og það er skemmtilegt og þroskandi að vinna með börnum og unglingum. Ræktun barnsandans og mannshugans eru mikilvæg viðfangsefni sem við treystum ekki hverjum sem er til. Við krefjumst þess af stærðfræðingum að þeir kunni að reikna, af múrurum að þeir kunni að múra og af kennurum að þeir kunni að kenna. Ekkert af þessu er sjálfgefið en góð menntun er líklegri til þess að efla fagmennskuna, hvert sem starfssviðið er. Níðum ekki skóinn hvert niður af öðru. Styðjum frekar hvert annað við að gera gott samfélag enn betra. Ég hvet alla áhugasama til þess að kynna sér það öfluga kennaranám sem rekið er á Akureyri og í Reykjavík. Við kennaradeild Háskólans á Akureyri er öflugt staðarnám og fjarnám sem tekur til landsins alls og þar er megináhersla lögð á að mennta hæfa og verkglaða kennara til starfa í leik-, grunn- og framhaldsskólum, allt eftir undirbúningi og vali hvers og eins. Velkomin norður!
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun