Mýtunni um rafmagnsbíla hnekkt Finnur Thorlacius skrifar 28. maí 2013 11:45 Rafhlaða úr rafmagnsbíl Þegar Hybrid- og rafmagnsbílar komu fyrst á markað byrjuðu úrtöluraddirnar um öll þau ætluðu vandamál sem þeim fylgdu, en staðreyndin er nú sú að bílaframleiðendurnir hafa hnekkt þeim öllum síðan. Ein mýtan var sú að rafgeymar rafmagnsbílanna yrðu svo mengandi og slæmar fyrir náttúruna að þeir myndu slá við dekkjafjöllunum sem víða finnast. Bílaframleiðendurnir, með Toytota og Honda í fararbroddi hafa hinsvegar endurunnið alla þá rafgeyma sem hefur verið fargað og hafa sett upp fullkomnar verksmiðjur til þess arna í þeim heimsálfum sem bílarnir seljast í. Ótti um endingu Önnur mýtan og sú útbreiddasta var sú að rafhlöðurnar hefðu mjög lítinn endingartíma og ógnardýrt yrði að skipta þeim út fyrir nýjar. Staðreyndin er sú að yfir 85% þeirra rafmagnsbíla sem Toyota framleiddi á árunum 2001 til 2003 og Honda frá 2000 til 2006 eru enn í notkun og nær allir með sömu rafhlöðurnar. Ef menn vilja skipta þeim út kostar það 2.000-2500 dollara og uppgerð á þeim gömlu 1.400-1.875 dollara. Að auki ábyrgðist Honda sínar rafhlöður í 8 ár, eða að 130.000 km akstri og Toyota 8 ár og 160.000 km akstri. Síðar framlengdi Toyota ábyrgðina á Prius bílnum í 10 ár og 240.000 km akstur. Hráefnaskortur og hátt verð Það hefur komið bæði Toyota og Honda á óvart hversu löng endingin er á rafgeymum þeirra sem framleiddir voru fyrir meira en áratug síðan og ekki hafa þeir versnað síðan. Margir Toyota Prius bílar eru nú eknir 400.000 kílómetra á sömu rafhlöðunum og einum þeirra 600.000 km. Því má segja að þeirri mýtu hafi svo sannarlega verið hnekkt. Þriðja mýtan var sú að þegar Lithium-ion rafhlöðurnar komu á markað árið 2009 myndu NiMH (Nickel-Metal-Hydrid) rafhlöðurnar renna sitt skeið og ekki væri til nægt hráefni til hraðvaxandi framleiðslu Lithium-ion rafhlaða. Það reyndist rangt. Lithium-ion rafhlöður eru 25% dýrari í framleiðslu en hefbundin NiHM rafhlöður og framleiðsla á þeim stendur enn yfir í miklum blóma og verður svo um hríð. Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent
Þegar Hybrid- og rafmagnsbílar komu fyrst á markað byrjuðu úrtöluraddirnar um öll þau ætluðu vandamál sem þeim fylgdu, en staðreyndin er nú sú að bílaframleiðendurnir hafa hnekkt þeim öllum síðan. Ein mýtan var sú að rafgeymar rafmagnsbílanna yrðu svo mengandi og slæmar fyrir náttúruna að þeir myndu slá við dekkjafjöllunum sem víða finnast. Bílaframleiðendurnir, með Toytota og Honda í fararbroddi hafa hinsvegar endurunnið alla þá rafgeyma sem hefur verið fargað og hafa sett upp fullkomnar verksmiðjur til þess arna í þeim heimsálfum sem bílarnir seljast í. Ótti um endingu Önnur mýtan og sú útbreiddasta var sú að rafhlöðurnar hefðu mjög lítinn endingartíma og ógnardýrt yrði að skipta þeim út fyrir nýjar. Staðreyndin er sú að yfir 85% þeirra rafmagnsbíla sem Toyota framleiddi á árunum 2001 til 2003 og Honda frá 2000 til 2006 eru enn í notkun og nær allir með sömu rafhlöðurnar. Ef menn vilja skipta þeim út kostar það 2.000-2500 dollara og uppgerð á þeim gömlu 1.400-1.875 dollara. Að auki ábyrgðist Honda sínar rafhlöður í 8 ár, eða að 130.000 km akstri og Toyota 8 ár og 160.000 km akstri. Síðar framlengdi Toyota ábyrgðina á Prius bílnum í 10 ár og 240.000 km akstur. Hráefnaskortur og hátt verð Það hefur komið bæði Toyota og Honda á óvart hversu löng endingin er á rafgeymum þeirra sem framleiddir voru fyrir meira en áratug síðan og ekki hafa þeir versnað síðan. Margir Toyota Prius bílar eru nú eknir 400.000 kílómetra á sömu rafhlöðunum og einum þeirra 600.000 km. Því má segja að þeirri mýtu hafi svo sannarlega verið hnekkt. Þriðja mýtan var sú að þegar Lithium-ion rafhlöðurnar komu á markað árið 2009 myndu NiMH (Nickel-Metal-Hydrid) rafhlöðurnar renna sitt skeið og ekki væri til nægt hráefni til hraðvaxandi framleiðslu Lithium-ion rafhlaða. Það reyndist rangt. Lithium-ion rafhlöður eru 25% dýrari í framleiðslu en hefbundin NiHM rafhlöður og framleiðsla á þeim stendur enn yfir í miklum blóma og verður svo um hríð.
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent