Innlent

Fyrrverandi umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar dæmdur í fangelsi

BL og JHH skrifar
Frá starfi í Mósambík.
Frá starfi í Mósambík.
Jóhann Ragnar Pálsson, fyrrverandi umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mósambík, var í morgun dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, þar af tólf skilorðsbundna, fyrir fjárdrátt í starfi. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur en hvorki Jóhann Ragnar né verjandi hans voru viðstaddir. Skaðabótakröfu á hendur honum var vísaði frá.

Mál Jóhanns var þingfest í mars síðastliðnum en þar játaði hann afbrotin. Hann var ákærður fyrir að draga sér tæplega fimmtán milljónir króna sem starfsmaður ÞSS á fjögurra ára tímabili.

Féð notaði hann meðal annars til þess að kaupa utanborðsmótor, tölvu til eigin nota auk þess sem hann notaði féð til þess að greiða fyrir viðgerð á eigin bíl.

Samkvæmt ákæruskjalinu reyndi Jóhann að fela slóð sína meðal annars með því að útbúa falskar skýringar á hvarfi fjárins. Upp komst að lokum um Jóhann í janúar árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×