Handbolti

Kiel og Flensburg í beinni í kvöld

Guðjón Valur verður í beinni í kvöld.
Guðjón Valur verður í beinni í kvöld. vísir/bongarts
Þýski handboltinn fer aftur af stað í kvöld en þá fer leikurinn um Ofurbikarinn fram þar í landi. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport.

Það eru nágrannaliðin og erkifjendurnir í Kiel og Flensburg sem mætast. Kiel vann báða titlana í fyrra en Flensburg varð í öðru sæti deildarinnar og spilar því gegn Kiel í kvöld.

Fjöldi Íslendinga verður á vellinum enda leika með Kiel þeir Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Alfreð Gíslason er svo þjálfari liðsins. Ólafur Gústafsson er síðan á mála hjá Flensburg.

Leikurinn hefst klukkan 18.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eins og áður segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×