Með réttlætið á heilanum Eygló Þ. Harðardóttir skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Um hver mánaðamót sitja íslenskar fjölskyldur við eldhúsborðið og velta fyrir sér hvaða reikninga eigi að borga. Hvernig borga eigi bæði stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán og mat fyrir fjölskylduna. Á flokksþingi lofaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, því að eitt meginverkefni Framsóknarmanna yrði að leggja fram raunhæfar tillögur um hvernig leysa megi, eða létta mjög, vanda þeirra sem eru í fjötrum skulda og vonleysis. Við vitum að þetta verður ekki auðvelt. Talsmenn skuldafjötra og verðtryggingar munu halda áfram áróðursstríði sínu til að halda heimilunum áfram í skuldafangelsi. Þeir munu klifa á því að við getum engu breytt og ekkert gert. Þessu höfnum við Framsóknarmenn. Tími er kominn til að rjúfa umsátrið um heimilin og tryggja þeim réttlæti. Á þessu kjörtímabili hefur þingflokkur Framsóknarmanna ítrekað lagt fram tillögur til lausna. Ætíð hafa þær tillögur verið talaðar niður. Við höfum barist fyrir almennri leiðréttingu skulda, lagt fram tillögur um hvernig taka megi á þeim vanda sem verðtryggingin veldur íslenskum heimilum, varað við ólögmæti gengistryggðra lána og bent á að engin sanngirni felist í að bankarnir og erlendir vogunarsjóðir græði á tá og fingri á því að mergsjúga íslensk heimili. Eflaust hafa einhverjir talið okkur jafnvel með skuldavandann á heilanum. En í stórum málum dugar ekkert annað en staðfesta og þor.Vandinn þríþættur Vandinn er þríþættur. Taka þarf á uppsafnaða vandanum, þeim sem ekki var leiðréttur eftir efnahagshrunið. Í öðru lagi þarf að koma í veg fyrir að lánin geti aftur stökkbreyst með því að taka á verðtryggingunni og loks þarf að tryggja fólki betri lífskjör til framtíðar. Ekkert réttlæti er í að lánþegar verðtryggðra húsnæðislána sitji einir uppi með afleiðingar þess að lánin stökkbreyttust af völdum efnahagshruns. Tryggja þarf neytendavernd á fjármálamarkaði og skipta ábyrgð jafnar á milli lánveitenda og lántaka. Setja þarf „lyklalög" og auðvelda fólki að færa lánaviðskipti á milli lánastofnana. Við viljum afnema verðtryggingu á neytendalánum og skal starfshópur ljúka þeirri vinnu fyrir árslok 2013. Jafnframt höfum við lagt til nýtt húsnæðislánakerfi og hefur ASÍ lagt fram sambærilegar hugmyndir. Þá verða betri lífskjör aðeins tryggð með aukinni verðmætasköpun þjóðarbúsins. Á sama tíma og heilu kynslóðirnar hafa orðið eignalausar hafa bankarnir og kröfuhafar hagnast mjög á viðskiptum sínum og uppfærslu lánasafnanna. Eðlilegt er að þeim ávinningi sé skipt á sanngjarnan máta milli þjóðarinnar og kröfuhafanna. Til þess þarf kjark og þor. Til þess þarf Framsókn fyrir Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Um hver mánaðamót sitja íslenskar fjölskyldur við eldhúsborðið og velta fyrir sér hvaða reikninga eigi að borga. Hvernig borga eigi bæði stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán og mat fyrir fjölskylduna. Á flokksþingi lofaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, því að eitt meginverkefni Framsóknarmanna yrði að leggja fram raunhæfar tillögur um hvernig leysa megi, eða létta mjög, vanda þeirra sem eru í fjötrum skulda og vonleysis. Við vitum að þetta verður ekki auðvelt. Talsmenn skuldafjötra og verðtryggingar munu halda áfram áróðursstríði sínu til að halda heimilunum áfram í skuldafangelsi. Þeir munu klifa á því að við getum engu breytt og ekkert gert. Þessu höfnum við Framsóknarmenn. Tími er kominn til að rjúfa umsátrið um heimilin og tryggja þeim réttlæti. Á þessu kjörtímabili hefur þingflokkur Framsóknarmanna ítrekað lagt fram tillögur til lausna. Ætíð hafa þær tillögur verið talaðar niður. Við höfum barist fyrir almennri leiðréttingu skulda, lagt fram tillögur um hvernig taka megi á þeim vanda sem verðtryggingin veldur íslenskum heimilum, varað við ólögmæti gengistryggðra lána og bent á að engin sanngirni felist í að bankarnir og erlendir vogunarsjóðir græði á tá og fingri á því að mergsjúga íslensk heimili. Eflaust hafa einhverjir talið okkur jafnvel með skuldavandann á heilanum. En í stórum málum dugar ekkert annað en staðfesta og þor.Vandinn þríþættur Vandinn er þríþættur. Taka þarf á uppsafnaða vandanum, þeim sem ekki var leiðréttur eftir efnahagshrunið. Í öðru lagi þarf að koma í veg fyrir að lánin geti aftur stökkbreyst með því að taka á verðtryggingunni og loks þarf að tryggja fólki betri lífskjör til framtíðar. Ekkert réttlæti er í að lánþegar verðtryggðra húsnæðislána sitji einir uppi með afleiðingar þess að lánin stökkbreyttust af völdum efnahagshruns. Tryggja þarf neytendavernd á fjármálamarkaði og skipta ábyrgð jafnar á milli lánveitenda og lántaka. Setja þarf „lyklalög" og auðvelda fólki að færa lánaviðskipti á milli lánastofnana. Við viljum afnema verðtryggingu á neytendalánum og skal starfshópur ljúka þeirri vinnu fyrir árslok 2013. Jafnframt höfum við lagt til nýtt húsnæðislánakerfi og hefur ASÍ lagt fram sambærilegar hugmyndir. Þá verða betri lífskjör aðeins tryggð með aukinni verðmætasköpun þjóðarbúsins. Á sama tíma og heilu kynslóðirnar hafa orðið eignalausar hafa bankarnir og kröfuhafar hagnast mjög á viðskiptum sínum og uppfærslu lánasafnanna. Eðlilegt er að þeim ávinningi sé skipt á sanngjarnan máta milli þjóðarinnar og kröfuhafanna. Til þess þarf kjark og þor. Til þess þarf Framsókn fyrir Ísland.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar