9 prósenta sátt Ingólfur Harri Hermannsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Í hátt í 70 ár hafa stjórnmálaflokkar reynt að ná sátt um nýja stjórnarskrá. Þeir hafa jafnvel náð að gera nokkrar breytingar í sátt og nokkrar aðrar í bullandi ósátt en að stærstum hluta er stjórnkerfið óbreytt frá stofnun lýðveldisins, þrátt fyrir ótal stjórnarskrárnefndir, vegna þess að flokkarnir hafa aldrei getað komið sér saman um heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Núverandi stjórnarskrá hefur boðið okkur upp á vinaráðningar í æðstu embætti, óskýrt hlutverk forsetans, upplýsingalög sem hafa leynd sem meginreglu, misvægi atkvæða og þjóðþing sem er rúið trausti. Þess vegna var gerð krafa um nýja stjórnarskrá eftir hrunið. Þessa kröfu tóku allir flokkar undir í kosningunum 2009 og eftir kosningar náðu þeir sátt um að setja ferli stjórnarskrárbreytinga af stað. Ferlið byrjaði með því að þúsund Íslendingar komu saman og ræddu um hvað þeir vildu sjá í nýrri stjórnarskrá. Á meðal niðurstaðna var að náttúruauðlindir ættu að vera í þjóðareign, að bjóða ætti upp á persónukjör og að jafna ætti vægi atkvæða.Öllum boðin þátttaka Síðan tók Stjórnlagaráðið við boltanum. Það tók bæði það sem kom frá Þjóðfundinum og það sem komið hafði frá öllum þeim stjórnarskrárnefndum sem hafa starfað frá lýðveldisstofnun. En það sem var einstakt við vinnubrögð Stjórnlagaráðs var að öllum Íslendingum var boðið að taka þátt í ferlinu. Um leið og tillögur komu fram gat almenningur rætt þær og komið með athugasemdir og ábendingar. Ráðsmenn tóku virkan þátt í umræðunum og tóku tillit til þeirra athugasemda sem fram komu. Þetta er nokkuð sem bæði erlendir fjölmiðlar og erlendir fræðimenn hafa hrósað ráðinu sérstaklega fyrir. Ráðið afgreiddi síðan tillögur að nýrri stjórnarskrá í algjörri sátt. Það náðist hins vegar ekki sátt um það á þinginu að þjóðin fengi að kjósa um tillögurnar samhliða forsetakosningum sl. sumar og tryggja þannig góða þátttöku. Það þykir nefnilega gott ef það næst þriðjungs kosningaþátttaka í þannig sérkosningum og margir bjuggust ekki við nema fjórðungs þátttöku.Skrifuð fyrir þjóðina En þjóðin sýndi að stjórnarskráin skiptir hana máli. Helmingur kjósenda mætti á kjörstað og yfirgnæfandi meirihluti samþykkti nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs. Enn fleiri samþykktu að beita ætti persónukjöri í meira mæli. Tveir þriðju hlutar vildu jafnt vægi atkvæða og heil 84% vildu að náttúruauðlindir yrðu í þjóðareign. Þetta mundu flestir segja að væri nokkuð góð sátt. En sáttin nær ekki inn á Alþingi. Þar þrátta flokkarnir og krefjast þess að reynt verði að ná sátt á meðal stærstu stjórnmálaflokkanna. Stjórnmálaprófessor af hægri vængnum bætir því við að stjórnarskrárbreytingar þyrfti helst að samþykkja með tveimur þriðjuhlutum þingmanna svo sátt sé tryggð á þingi sem 9% þjóðarinnar bera traust til. En stjórnarskráin er ekki skrifuð fyrir þingið og þaðan af síður fyrir flokkana. Hún er fyrir okkur hin, þjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Í hátt í 70 ár hafa stjórnmálaflokkar reynt að ná sátt um nýja stjórnarskrá. Þeir hafa jafnvel náð að gera nokkrar breytingar í sátt og nokkrar aðrar í bullandi ósátt en að stærstum hluta er stjórnkerfið óbreytt frá stofnun lýðveldisins, þrátt fyrir ótal stjórnarskrárnefndir, vegna þess að flokkarnir hafa aldrei getað komið sér saman um heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Núverandi stjórnarskrá hefur boðið okkur upp á vinaráðningar í æðstu embætti, óskýrt hlutverk forsetans, upplýsingalög sem hafa leynd sem meginreglu, misvægi atkvæða og þjóðþing sem er rúið trausti. Þess vegna var gerð krafa um nýja stjórnarskrá eftir hrunið. Þessa kröfu tóku allir flokkar undir í kosningunum 2009 og eftir kosningar náðu þeir sátt um að setja ferli stjórnarskrárbreytinga af stað. Ferlið byrjaði með því að þúsund Íslendingar komu saman og ræddu um hvað þeir vildu sjá í nýrri stjórnarskrá. Á meðal niðurstaðna var að náttúruauðlindir ættu að vera í þjóðareign, að bjóða ætti upp á persónukjör og að jafna ætti vægi atkvæða.Öllum boðin þátttaka Síðan tók Stjórnlagaráðið við boltanum. Það tók bæði það sem kom frá Þjóðfundinum og það sem komið hafði frá öllum þeim stjórnarskrárnefndum sem hafa starfað frá lýðveldisstofnun. En það sem var einstakt við vinnubrögð Stjórnlagaráðs var að öllum Íslendingum var boðið að taka þátt í ferlinu. Um leið og tillögur komu fram gat almenningur rætt þær og komið með athugasemdir og ábendingar. Ráðsmenn tóku virkan þátt í umræðunum og tóku tillit til þeirra athugasemda sem fram komu. Þetta er nokkuð sem bæði erlendir fjölmiðlar og erlendir fræðimenn hafa hrósað ráðinu sérstaklega fyrir. Ráðið afgreiddi síðan tillögur að nýrri stjórnarskrá í algjörri sátt. Það náðist hins vegar ekki sátt um það á þinginu að þjóðin fengi að kjósa um tillögurnar samhliða forsetakosningum sl. sumar og tryggja þannig góða þátttöku. Það þykir nefnilega gott ef það næst þriðjungs kosningaþátttaka í þannig sérkosningum og margir bjuggust ekki við nema fjórðungs þátttöku.Skrifuð fyrir þjóðina En þjóðin sýndi að stjórnarskráin skiptir hana máli. Helmingur kjósenda mætti á kjörstað og yfirgnæfandi meirihluti samþykkti nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs. Enn fleiri samþykktu að beita ætti persónukjöri í meira mæli. Tveir þriðju hlutar vildu jafnt vægi atkvæða og heil 84% vildu að náttúruauðlindir yrðu í þjóðareign. Þetta mundu flestir segja að væri nokkuð góð sátt. En sáttin nær ekki inn á Alþingi. Þar þrátta flokkarnir og krefjast þess að reynt verði að ná sátt á meðal stærstu stjórnmálaflokkanna. Stjórnmálaprófessor af hægri vængnum bætir því við að stjórnarskrárbreytingar þyrfti helst að samþykkja með tveimur þriðjuhlutum þingmanna svo sátt sé tryggð á þingi sem 9% þjóðarinnar bera traust til. En stjórnarskráin er ekki skrifuð fyrir þingið og þaðan af síður fyrir flokkana. Hún er fyrir okkur hin, þjóðina.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar