112 er barnanúmerið Steinunn Bergmann skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Börn eru frá fæðingu háð umönnun foreldra sinna og hafa gæði umönnunarinnar úrslitaáhrif á velferð barna og fullorðinslíf þeirra. Þó allir foreldrar vilji reynast barni sínu vel eru ýmsir álagsþættir sem hafa áhrif á foreldrahæfni þeirra, bæði ytri og innri þættir eins og fjárhagsvandi, veikindi og skortur á stuðningi. Þessir þættir spila oft saman, sem eykur álagið enn frekar og hefur umhverfið þannig veruleg áhrif á það hvernig til tekst. Afríska máltækið „það þarf heilt þorp til að ala upp barn" á vel við en vanræksla, ofbeldi og áhættuhegðun barna eru þættir sem tengjast innbyrðis. Því er mikið í húfi að stofnanir samfélagsins séu á varðbergi í því skyni að skima fyrir áhættuþáttum. Fjölskyldur sem háðar eru opinberri aðstoð verða oftar fyrir íhlutun barnaverndaryfirvalda en aðrar fjölskyldur og því hefur stefnumótun stjórnvalda og almennar aðgerðir bein áhrif á stöðu barna. Stuðningur til foreldra þarf að miða að því að koma í veg fyrir vanrækslu og ofbeldi og þurfa öll svið samfélagsins að taka þátt í því. Vanræksla og ofbeldi fyrstu æviárin hefur áhrif á lífsgæði barna og fullorðinslíf en það er hlutverk barnaverndaryfirvalda að bregðast við tilkynningum um vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnum og beita stuðningsaðgerðum eftir því sem við á.Tilkynningaskylda Barnaverndarnefndir sveitarfélaga hafa það hlutverk að taka á móti tilkynningum um misfellur í aðbúnaði barna. Til að tryggja að barnaverndarnefndum berist upplýsingar frá þeim sem vita um raunverulegar aðstæður barna hefur tilkynningaskylda verið lögfest í barnaverndarlögum. Helstu atriði sem tilkynnt er um varða grun eða vissu um vanrækslu, ofbeldi gagnvart barni eða að barn stefni heilsu sinni og þroska í hættu. Einnig er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart ef ástæða er til að ætla að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni þungaðrar konu. Það er algengt að ofbeldi innan fjölskyldu sé þaggað niður en í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla undanfarin misseri um kynferðisbrot gegn börnum hafa fjölmörg mál komið upp á yfirborðið. Þegar barn segist hafa verið beitt ofbeldi er rétt að tilkynna til barnaverndarnefndar en ekki lögreglu. Það er síðan barnaverndarnefndar að meta það hvort málinu er vísað áfram til lögreglurannsóknar. Mikilvægt er að börn og foreldrar viti hvert á að leita þegar grunur er um vanrækslu eða ofbeldi gagnvart barni.Neyðarlínan Neyðarlínan – 112 – tekur á móti tilkynningum samkvæmt umboði frá barnaverndarnefndum landsins. Barnaverndarstofa hafði frumkvæði að samstarfinu árið 2003 en markmiðið er að hægt verði að hafa samband við allar barnaverndarnefndir landsins gegnum 112 á öllum tímum sólarhringsins og auðvelda þannig almenningi að rækja lagaskyldur sínar um að tilkynna til barnaverndarnefnda. Þegar neyðarvörður hefur móttekið tilkynningu skráir hann helstu upplýsingar og kemur þeim til viðkomandi barnaverndarnefndar. Ef talið er að barn geti verið í hættu er barnaverndarstarfsmaður tafarlaust kallaður út. Í tilvikum þar sem aðstæður barnsins eru ekki eins brýnar er upplýsingum komið áfram til barnaverndarnefndar í upphafi næsta vinnudags. Í tengslum við 112-daginn er vert að vekja athygli á tilkynningaskyldunni og upplýsa almenning um það hvert er hægt að leita þegar velferð barns er í húfi. Í því skyni hefur verið útbúið veggspjald til að dreifa í leik- og grunnskóla, heilsugæslu og á aðra þá staði sem veita þjónustu fyrir börn og fjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Börn eru frá fæðingu háð umönnun foreldra sinna og hafa gæði umönnunarinnar úrslitaáhrif á velferð barna og fullorðinslíf þeirra. Þó allir foreldrar vilji reynast barni sínu vel eru ýmsir álagsþættir sem hafa áhrif á foreldrahæfni þeirra, bæði ytri og innri þættir eins og fjárhagsvandi, veikindi og skortur á stuðningi. Þessir þættir spila oft saman, sem eykur álagið enn frekar og hefur umhverfið þannig veruleg áhrif á það hvernig til tekst. Afríska máltækið „það þarf heilt þorp til að ala upp barn" á vel við en vanræksla, ofbeldi og áhættuhegðun barna eru þættir sem tengjast innbyrðis. Því er mikið í húfi að stofnanir samfélagsins séu á varðbergi í því skyni að skima fyrir áhættuþáttum. Fjölskyldur sem háðar eru opinberri aðstoð verða oftar fyrir íhlutun barnaverndaryfirvalda en aðrar fjölskyldur og því hefur stefnumótun stjórnvalda og almennar aðgerðir bein áhrif á stöðu barna. Stuðningur til foreldra þarf að miða að því að koma í veg fyrir vanrækslu og ofbeldi og þurfa öll svið samfélagsins að taka þátt í því. Vanræksla og ofbeldi fyrstu æviárin hefur áhrif á lífsgæði barna og fullorðinslíf en það er hlutverk barnaverndaryfirvalda að bregðast við tilkynningum um vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnum og beita stuðningsaðgerðum eftir því sem við á.Tilkynningaskylda Barnaverndarnefndir sveitarfélaga hafa það hlutverk að taka á móti tilkynningum um misfellur í aðbúnaði barna. Til að tryggja að barnaverndarnefndum berist upplýsingar frá þeim sem vita um raunverulegar aðstæður barna hefur tilkynningaskylda verið lögfest í barnaverndarlögum. Helstu atriði sem tilkynnt er um varða grun eða vissu um vanrækslu, ofbeldi gagnvart barni eða að barn stefni heilsu sinni og þroska í hættu. Einnig er skylt að gera barnaverndarnefnd viðvart ef ástæða er til að ætla að heilsu eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu með óviðunandi eða háskalegu líferni þungaðrar konu. Það er algengt að ofbeldi innan fjölskyldu sé þaggað niður en í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla undanfarin misseri um kynferðisbrot gegn börnum hafa fjölmörg mál komið upp á yfirborðið. Þegar barn segist hafa verið beitt ofbeldi er rétt að tilkynna til barnaverndarnefndar en ekki lögreglu. Það er síðan barnaverndarnefndar að meta það hvort málinu er vísað áfram til lögreglurannsóknar. Mikilvægt er að börn og foreldrar viti hvert á að leita þegar grunur er um vanrækslu eða ofbeldi gagnvart barni.Neyðarlínan Neyðarlínan – 112 – tekur á móti tilkynningum samkvæmt umboði frá barnaverndarnefndum landsins. Barnaverndarstofa hafði frumkvæði að samstarfinu árið 2003 en markmiðið er að hægt verði að hafa samband við allar barnaverndarnefndir landsins gegnum 112 á öllum tímum sólarhringsins og auðvelda þannig almenningi að rækja lagaskyldur sínar um að tilkynna til barnaverndarnefnda. Þegar neyðarvörður hefur móttekið tilkynningu skráir hann helstu upplýsingar og kemur þeim til viðkomandi barnaverndarnefndar. Ef talið er að barn geti verið í hættu er barnaverndarstarfsmaður tafarlaust kallaður út. Í tilvikum þar sem aðstæður barnsins eru ekki eins brýnar er upplýsingum komið áfram til barnaverndarnefndar í upphafi næsta vinnudags. Í tengslum við 112-daginn er vert að vekja athygli á tilkynningaskyldunni og upplýsa almenning um það hvert er hægt að leita þegar velferð barns er í húfi. Í því skyni hefur verið útbúið veggspjald til að dreifa í leik- og grunnskóla, heilsugæslu og á aðra þá staði sem veita þjónustu fyrir börn og fjölskyldur.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun